Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. nóvember 2019 09:00 Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir vímuefnaneytendur sprauti sig með óþekktum efnum í fangelsum. Mynd/Fréttablaðið Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Gangurinn verði aðskilinn frá öðrum göngum fangelsisins og að engin samskipti séu á milli þeirra fanga sem eru verst settir og þeirra sem „eygja von um betra líf“. Þetta kemur fram í umsögn Afstöðu um frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Í umsögninni er vikið að fíkniefnafaraldri í fangelsum landsins og að nær mánaðarlega þurfi að flytja fanga á sjúkrahús vegna vímuefnaneyslu. Í því samhengi er sérstaklega minnst á fíkniefnið spice. Nýlega var fjallað um spice í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem það er sagt eitt erfiðasta vímuefnið sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við en í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni eftir að hafa neytt mikils magns efnisins. Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir fíkniefnaneytendur í fangelsum sprauti sig með óþekktum efnum, stingi í sig skítugum nálum og verði þeir uppvísir að því að vera með vímuefni á sér bíði þeirra þung refsing. „Það er ekki öfundsvert að vera sjúklingur í fangelsi og með breytingum á frumvarpi þessu gæti velferðarnefnd gert líf þeirra verst settu örlítið bærilegra.“ Afstaða telur frumvarpið jákvætt skref og að neytendur vímuefna séu í flestum tilvikum ekki afbrotamenn heldur sjúklingar, því séu þeir viðfangsefni heilbrigðiskerfisins frekar en refsivörslukerfisins. „Það hefur enda sýnt sig að þessir sjúklingar koma ósjaldan í verra ástandi út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun í fangelsi og refsingar fyrir neyslu vímuefna því til þess fallnar að skaða þá einstaklinga frekar sem fallið hafa í fen fíknarinnar. Engu að síður eru langt leiddir fíkniefnaneytendur fangelsaðir og nota í afplánun oft og tíðum verulega hættuleg efni til þess eins að reyna að komast í vímuástand.“ Frumvarpið, sem kveður á um sérstök neyslurými þar sem notendur vímuefna geta neytt vímuefna með öruggari hætti með tilliti til hreinlætis og sýklavarna undir eftirliti starfsfólks, er til meðferðar í velferðarnefnd í annað sinn en því var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar á síðasta þingi til lagfæringar vegna athugasemda frá lögreglu og ákæruvaldi. Þrettán umsagnir hafa borist, flestar jákvæðar. Nokkur sveitarfélög hafa veitt umsögn og lýsa stuðningi við hugmyndina en telja ýmist fjármögnun neyslurýma óljósa samkvæmt frumvarpinu eða mælast til þess að rekstur neyslurýma verði á forræði ríkis en ekki sveitarfélaga enda sé um heilbrigðisþjónustu að ræða. Hvorki hafa borist umsagnir frá lögreglu né ákæruvaldi en frumvarpið var lagfært í samráði við fulltrúa refsivörslukerfisins áður en það var lagt fram að nýju í haust. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Gangurinn verði aðskilinn frá öðrum göngum fangelsisins og að engin samskipti séu á milli þeirra fanga sem eru verst settir og þeirra sem „eygja von um betra líf“. Þetta kemur fram í umsögn Afstöðu um frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Í umsögninni er vikið að fíkniefnafaraldri í fangelsum landsins og að nær mánaðarlega þurfi að flytja fanga á sjúkrahús vegna vímuefnaneyslu. Í því samhengi er sérstaklega minnst á fíkniefnið spice. Nýlega var fjallað um spice í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem það er sagt eitt erfiðasta vímuefnið sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við en í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni eftir að hafa neytt mikils magns efnisins. Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir fíkniefnaneytendur í fangelsum sprauti sig með óþekktum efnum, stingi í sig skítugum nálum og verði þeir uppvísir að því að vera með vímuefni á sér bíði þeirra þung refsing. „Það er ekki öfundsvert að vera sjúklingur í fangelsi og með breytingum á frumvarpi þessu gæti velferðarnefnd gert líf þeirra verst settu örlítið bærilegra.“ Afstaða telur frumvarpið jákvætt skref og að neytendur vímuefna séu í flestum tilvikum ekki afbrotamenn heldur sjúklingar, því séu þeir viðfangsefni heilbrigðiskerfisins frekar en refsivörslukerfisins. „Það hefur enda sýnt sig að þessir sjúklingar koma ósjaldan í verra ástandi út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun í fangelsi og refsingar fyrir neyslu vímuefna því til þess fallnar að skaða þá einstaklinga frekar sem fallið hafa í fen fíknarinnar. Engu að síður eru langt leiddir fíkniefnaneytendur fangelsaðir og nota í afplánun oft og tíðum verulega hættuleg efni til þess eins að reyna að komast í vímuástand.“ Frumvarpið, sem kveður á um sérstök neyslurými þar sem notendur vímuefna geta neytt vímuefna með öruggari hætti með tilliti til hreinlætis og sýklavarna undir eftirliti starfsfólks, er til meðferðar í velferðarnefnd í annað sinn en því var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar á síðasta þingi til lagfæringar vegna athugasemda frá lögreglu og ákæruvaldi. Þrettán umsagnir hafa borist, flestar jákvæðar. Nokkur sveitarfélög hafa veitt umsögn og lýsa stuðningi við hugmyndina en telja ýmist fjármögnun neyslurýma óljósa samkvæmt frumvarpinu eða mælast til þess að rekstur neyslurýma verði á forræði ríkis en ekki sveitarfélaga enda sé um heilbrigðisþjónustu að ræða. Hvorki hafa borist umsagnir frá lögreglu né ákæruvaldi en frumvarpið var lagfært í samráði við fulltrúa refsivörslukerfisins áður en það var lagt fram að nýju í haust.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15