Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. desember 2019 06:30 Fastlaunasamningum á Landspítalanum verður sagt upp og telur forstjóri spítalans að það muni spara hundruð milljóna. stöð 2 Forstjóri Landspítalans telur að hægt verði að spara hundruð milljóna króna þegar búið verður að segja upp fastlaunasamningum á spítalanum. Hann útilokar ekki uppsagnir en vonar að hægt verði að fækka fólki í gegnum starfsmannaveltu. Landspítalinn þarf að skera niður um þrjá milljarða króna á næsta ári og kynnti forstjóri spítalans viðamiklar aðhaldsaðgerðir í haust. Meðal aðgerða sem nú er að einhverju leiti komin til framkvæmda eru uppsagnir á fastlaunasamningum starfsfólks. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að ýmsu verði breytt í rekstri spítalans, þar á meðal verði ódýrari lyf notuð og markvissari rannsóknum beitt.stöð 2 „Við erum að fara í þetta stétt af stétt hér á spítalanum og byrjum á þeim sem hafa hæstar upphæðir í fastlaunasamningum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Fyrst eru það læknar, það eru að einhverju leyti hjúkrunarfræðingar, stjórnendur og starfsfólk á stoðsviðum, þetta eru allt hlutir sem við munum þurfa að fara í.“ Páll segir hundraði milljóna króna verða sparaða með uppsögnum á fastlaunasamningum en hærri sparnaður verði þó í öðru. Læknafélag Íslands hefur líst yfir að það hafni skipulagsbreytingum forstjórans og jafnlaunavottun. Forstjórinn vill ekki tjá sig um einstakar stéttir. Tímabundnar ráðningar hafa í mörgum tilfellum ekki verið endurnýjaðar á Landspítalanum.stöð 2 „Mér finnst reyndar almennt að þeir sem þetta snertir sýni þessu skilning en auðvitað er enginn ánægður með það að lækka sín laun. Við erum síðan í rekstri að fara í fjölmargt, við erum til dæmis að nota ódýrari lyf sem eru samt jafn góð og í markvissari í rannsóknum,“ segir Páll. Páll segir jafnframt að fækka þurfi fólki. „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu, uppsagnir sem þegar hafa átt sér stað snúa að framkvæmdastjórum og hafa átt sér stað, í einhverjum tilvikum höfum við ekki endurnýjað tímabundnar ráðningar en svo er hér mikil starfsmannavelta og við notum hana fyrst og fremst til að fækka fólki. Það er þó ekki hægt að útiloka að það þurfi að segja upp einhverju fólki,“ segir Páll.Viðbót frá Landspítalanum klukkan 10:24Vegna fréttaflutnings um að öllum fastlaunasamningum á Landspítala verði sagt upp, þá vill spítalinn árétta eftirfarandi. Landspítali hefur mótað þá stefnu að samningar um yfirvinnu á föstum forsendum verði framvegis tímabundnir til að auka skilvirkni og sveigjanleika í starfseminni, ásamt því að mæta hagræðingarkröfum.Í því skyni þarf að segja upp núgildandi samningum þar sem þeir voru flestir ótímabundnir. Oftast fækkar fjölda tíma í fastri yfirvinnu við þessa breytingu, enda er markmiðið hagræðing auk samræmingar. Þessi vinna er hafin, en mun taka einhverja mánuði þar sem hún er vandasöm og tímafrek.Við þá vinnu verður leitast við að gæta samræmis milli hópa í innbyrðis samanburði. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Forstjóri Landspítalans telur að hægt verði að spara hundruð milljóna króna þegar búið verður að segja upp fastlaunasamningum á spítalanum. Hann útilokar ekki uppsagnir en vonar að hægt verði að fækka fólki í gegnum starfsmannaveltu. Landspítalinn þarf að skera niður um þrjá milljarða króna á næsta ári og kynnti forstjóri spítalans viðamiklar aðhaldsaðgerðir í haust. Meðal aðgerða sem nú er að einhverju leiti komin til framkvæmda eru uppsagnir á fastlaunasamningum starfsfólks. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að ýmsu verði breytt í rekstri spítalans, þar á meðal verði ódýrari lyf notuð og markvissari rannsóknum beitt.stöð 2 „Við erum að fara í þetta stétt af stétt hér á spítalanum og byrjum á þeim sem hafa hæstar upphæðir í fastlaunasamningum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Fyrst eru það læknar, það eru að einhverju leyti hjúkrunarfræðingar, stjórnendur og starfsfólk á stoðsviðum, þetta eru allt hlutir sem við munum þurfa að fara í.“ Páll segir hundraði milljóna króna verða sparaða með uppsögnum á fastlaunasamningum en hærri sparnaður verði þó í öðru. Læknafélag Íslands hefur líst yfir að það hafni skipulagsbreytingum forstjórans og jafnlaunavottun. Forstjórinn vill ekki tjá sig um einstakar stéttir. Tímabundnar ráðningar hafa í mörgum tilfellum ekki verið endurnýjaðar á Landspítalanum.stöð 2 „Mér finnst reyndar almennt að þeir sem þetta snertir sýni þessu skilning en auðvitað er enginn ánægður með það að lækka sín laun. Við erum síðan í rekstri að fara í fjölmargt, við erum til dæmis að nota ódýrari lyf sem eru samt jafn góð og í markvissari í rannsóknum,“ segir Páll. Páll segir jafnframt að fækka þurfi fólki. „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu, uppsagnir sem þegar hafa átt sér stað snúa að framkvæmdastjórum og hafa átt sér stað, í einhverjum tilvikum höfum við ekki endurnýjað tímabundnar ráðningar en svo er hér mikil starfsmannavelta og við notum hana fyrst og fremst til að fækka fólki. Það er þó ekki hægt að útiloka að það þurfi að segja upp einhverju fólki,“ segir Páll.Viðbót frá Landspítalanum klukkan 10:24Vegna fréttaflutnings um að öllum fastlaunasamningum á Landspítala verði sagt upp, þá vill spítalinn árétta eftirfarandi. Landspítali hefur mótað þá stefnu að samningar um yfirvinnu á föstum forsendum verði framvegis tímabundnir til að auka skilvirkni og sveigjanleika í starfseminni, ásamt því að mæta hagræðingarkröfum.Í því skyni þarf að segja upp núgildandi samningum þar sem þeir voru flestir ótímabundnir. Oftast fækkar fjölda tíma í fastri yfirvinnu við þessa breytingu, enda er markmiðið hagræðing auk samræmingar. Þessi vinna er hafin, en mun taka einhverja mánuði þar sem hún er vandasöm og tímafrek.Við þá vinnu verður leitast við að gæta samræmis milli hópa í innbyrðis samanburði.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent