Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2019 19:57 Margir eru ósáttir við umfjöllun DV. Skjáskot Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn.Skjáskot af Instagram story Birgis Hákonar.Beinist reiði þeirra einkum að umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær þar sem upplýsingar voru birtar um heimili ungs tónlistarfólks. Sumir hafa jafnvel brugðist við með því að birta myndir af húsi sem þau telja vera heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, á samfélagsmiðlum. Vísi hefur þó borist ábending um það að sú mynd sem margir hafi dreift í tengslum við málið sé ekki af núverandi heimili hennar. Tónlistamaðurinn Birgir Hákon er einn þeirra sem var tekinn fyrir í umfjöllun DV. Hann segist hafa frétt af umfjölluninni fyrr í dag þar sem birt er mynd af húsinu sem hann býr í, heimilisfang og leiguverð.Hluti af umræddri umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær.DV/Skjáskot„Ég var ekki sáttur.“ Birgir segist ekki vita hvernig miðilinn hafi nálgast umræddar upplýsingar en segir þær í hans tilfelli vera rangar.Rapparinn Birgir Hákon.Aðsend„Ég bý í hluta af húsinu, ég bý ekki í 300 fermetrum og ég byrjaði ekki að leigja í október,“ segir hann í samtali við Vísir. Hann segist hafa verið mjög ósáttur við þessa umfjöllun miðilsins og telur hana fyrst og fremst vera brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég held að það vilji enginn, þótt maður sé skráður með lögheimili og annað, að það sé birt mynd af húsinu þínu og verið að bjóða fólki í heimsókn. Þetta er bara fáránlegt.“ Birgir segir að með því að tala um málið og hvetja til sniðgöngu DV á samfélagsmiðlum sínum hafi hann viljað vekja athygli á þessu og að honum finnist umfjöllunin vera óþægileg. „Það virðist vera það eina sem hægt er að gera í stöðunni að gera eitthvað róttækt, annars breytist aldrei neitt.“Plötusnúðurinn Dóra Júlia og tónlistarmaðurinn Króli brugðust hart við umfjöllun DV á Instagram.SkjáskotAðspurður um það hvort að Birgir hafi haft samband við DV og kvartað undan umfjölluninni segist hann hafa reynt að ná í Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, í síma án árangurs.Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 til að árétta að mynd sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og sögð vera af heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, sé raunar ekki mynd af heimili hennar. Aðrir búa nú í húsinu. Fjölmiðlar Lífið Tónlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn.Skjáskot af Instagram story Birgis Hákonar.Beinist reiði þeirra einkum að umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær þar sem upplýsingar voru birtar um heimili ungs tónlistarfólks. Sumir hafa jafnvel brugðist við með því að birta myndir af húsi sem þau telja vera heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, á samfélagsmiðlum. Vísi hefur þó borist ábending um það að sú mynd sem margir hafi dreift í tengslum við málið sé ekki af núverandi heimili hennar. Tónlistamaðurinn Birgir Hákon er einn þeirra sem var tekinn fyrir í umfjöllun DV. Hann segist hafa frétt af umfjölluninni fyrr í dag þar sem birt er mynd af húsinu sem hann býr í, heimilisfang og leiguverð.Hluti af umræddri umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær.DV/Skjáskot„Ég var ekki sáttur.“ Birgir segist ekki vita hvernig miðilinn hafi nálgast umræddar upplýsingar en segir þær í hans tilfelli vera rangar.Rapparinn Birgir Hákon.Aðsend„Ég bý í hluta af húsinu, ég bý ekki í 300 fermetrum og ég byrjaði ekki að leigja í október,“ segir hann í samtali við Vísir. Hann segist hafa verið mjög ósáttur við þessa umfjöllun miðilsins og telur hana fyrst og fremst vera brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég held að það vilji enginn, þótt maður sé skráður með lögheimili og annað, að það sé birt mynd af húsinu þínu og verið að bjóða fólki í heimsókn. Þetta er bara fáránlegt.“ Birgir segir að með því að tala um málið og hvetja til sniðgöngu DV á samfélagsmiðlum sínum hafi hann viljað vekja athygli á þessu og að honum finnist umfjöllunin vera óþægileg. „Það virðist vera það eina sem hægt er að gera í stöðunni að gera eitthvað róttækt, annars breytist aldrei neitt.“Plötusnúðurinn Dóra Júlia og tónlistarmaðurinn Króli brugðust hart við umfjöllun DV á Instagram.SkjáskotAðspurður um það hvort að Birgir hafi haft samband við DV og kvartað undan umfjölluninni segist hann hafa reynt að ná í Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, í síma án árangurs.Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 til að árétta að mynd sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og sögð vera af heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, sé raunar ekki mynd af heimili hennar. Aðrir búa nú í húsinu.
Fjölmiðlar Lífið Tónlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira