Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að miðað við þær tillögur sem nú er unnið útfrá gæti miðhálendisþjóðgarður orðið sá stærsti eða næststærsti í Evrópu. Vísir/vilhelm Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fékk í gær í hendur skýrslu nefndar sem vann tillögur að því hvernig mætti standa að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Nefndin var skipuð fulltrúum allra flokka á þingi og fulltrúum sveitarfélaga og ráðuneyta. „Þetta eru þá þeirra tillögur um hvernig megi standa að því, yfir hve stórt svæði hann eigi að ná, hvers konar stjórnfyrirkomulag eigi að vera og svo framvegis,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég tel þetta vera þjóðgarð á miðhálendinu, geta orðið okkar stærsta framlag til náttúruverndar fyrr og síðar á Íslandi.“ Hann muni byggja lagafrumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á tillögum nefndarinnar. Tillögurnar nýtist svo áfram í framhaldinu. Í gær var framlengdur umsagnarfrestur í samráðsgátt stjórnvalda um áform um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð framlengdur til 9. desember. Þegar hafa borist bæði jákvæðar og neikvæðar umsagnir um áformin. Meðal þeirra sem lýsa efasemdum er sveitarfélagið Skagafjörður sem segir í umsögn sinni að með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sé verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Því kveðst ráðherra ósammála. „Ég tel svo ekki vera. Því að stjórnfyrirkomulagið sem við erum að koma upp er með þeim hætti að þar er í rauninni bæði ríki og sveitarfélög sem koma að allri stefnumótun og að auki við það líka félagasamtök, aðilar í ferðaþjónustu og frá bændum eins og þetta er lagt fram í gegnum sérstök svæðisráð sem eiga að móta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann líti svo á að stofnun þjóðgarðs sé gott stjórntæki og slíkt skref væri ekki aðeins jákvætt í þágu náttúruverndar heldur einnig efnahagslega. „Rannsóknir hérna heima á Íslandi hafa sýnt að fyrir hverja krónu sem hið opinbera er að setja inn í þjóðgarða og friðlýst svæði séu 23 að skila sér til þjóðarbúsins til baka,“ segir Guðmundur Ingi. Miðað við fyrirliggjandi tillögur er um nokkuð stórt svæði að ræða. „Svæðið er sem að þarna er lagt til um 33% af landinu og nú þegar er reyndar helmingurinn af því innan Vatnajökulsþjóðgarðs og annarra friðlýstra svæða á hálendinu og mér skilst að þetta yrði sá stærsti í Evrópu, og ef ekki þá sá næst stærsti. Við skulum hafa þann varann á,“ segir Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fékk í gær í hendur skýrslu nefndar sem vann tillögur að því hvernig mætti standa að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Nefndin var skipuð fulltrúum allra flokka á þingi og fulltrúum sveitarfélaga og ráðuneyta. „Þetta eru þá þeirra tillögur um hvernig megi standa að því, yfir hve stórt svæði hann eigi að ná, hvers konar stjórnfyrirkomulag eigi að vera og svo framvegis,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég tel þetta vera þjóðgarð á miðhálendinu, geta orðið okkar stærsta framlag til náttúruverndar fyrr og síðar á Íslandi.“ Hann muni byggja lagafrumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á tillögum nefndarinnar. Tillögurnar nýtist svo áfram í framhaldinu. Í gær var framlengdur umsagnarfrestur í samráðsgátt stjórnvalda um áform um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð framlengdur til 9. desember. Þegar hafa borist bæði jákvæðar og neikvæðar umsagnir um áformin. Meðal þeirra sem lýsa efasemdum er sveitarfélagið Skagafjörður sem segir í umsögn sinni að með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sé verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Því kveðst ráðherra ósammála. „Ég tel svo ekki vera. Því að stjórnfyrirkomulagið sem við erum að koma upp er með þeim hætti að þar er í rauninni bæði ríki og sveitarfélög sem koma að allri stefnumótun og að auki við það líka félagasamtök, aðilar í ferðaþjónustu og frá bændum eins og þetta er lagt fram í gegnum sérstök svæðisráð sem eiga að móta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann líti svo á að stofnun þjóðgarðs sé gott stjórntæki og slíkt skref væri ekki aðeins jákvætt í þágu náttúruverndar heldur einnig efnahagslega. „Rannsóknir hérna heima á Íslandi hafa sýnt að fyrir hverja krónu sem hið opinbera er að setja inn í þjóðgarða og friðlýst svæði séu 23 að skila sér til þjóðarbúsins til baka,“ segir Guðmundur Ingi. Miðað við fyrirliggjandi tillögur er um nokkuð stórt svæði að ræða. „Svæðið er sem að þarna er lagt til um 33% af landinu og nú þegar er reyndar helmingurinn af því innan Vatnajökulsþjóðgarðs og annarra friðlýstra svæða á hálendinu og mér skilst að þetta yrði sá stærsti í Evrópu, og ef ekki þá sá næst stærsti. Við skulum hafa þann varann á,“ segir Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira