Það verður jólaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld þegar jólaþáttur Domino's Körfuboltakvölds verður sýndur í beinni útsendingu og fyrri hluti tímabilsins er gerður upp.
Elleftu umferð Domino's deildar karla lauk í gærkvöld, fyrir utan leik KR og Þórs sem þurfti að fresta vegna veðurs, svo engir leikir eru á dagskrá í dag.
En körfuboltaveislan verður svo sannarlega á skjánum, Kjartan Atli og félagar mæta í sparidressinu á Ölver og verða með jólaþáttinn í beinni útsendingu þaðan.
Pílukastið er enn í fullum gangi og heldur heimsmeistaramótið áfram í dag.
Þá verður leikur Fiorentina og Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í beinni útsendingu í kvöld. Roma er búið að hellast nokkuð úr toppbaráttunni en er í hörku baráttu um meistaradeildarsæti í Seria A.
Beinar útsendingar á sportrásunum í kvöld:
12:30 HM í pílukasti 2019, Sport 2
19:00 HM í pílukasti 2019, Sport 2
19:40 Fiorentina - Roma, Sport 3
21:30 Domino's Körfuboltakvöld, Sport
03:00 Opna ástralska, Stöð 2 Golf