Pawel varpaði fram diffurjöfnu áður en tillaga Sjálfstæðisflokksins var felld Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 22:42 Pawel og diffurjafnan á borgarstjórnarfundi í dag. Vísir Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um endurskoðun fjölda borgarfulltrúa var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og borgarfulltrúi Viðreisnar, notaði diffurjöfnu í pontu, máli sínu til stuðnings, en hann hvatti borgarfulltrúa til að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að lagaákvæði um fjölda aðalmanna í sveitarstjórnum yrði endurskoðað í því skyni að borgarstjórn hefði sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá í fyrra. Pawel benti á í ræðu sinni í borgarstjórn í dag að borgarfulltrúar hefðu orðið fimmtán árið 1908 og það væri talan sem Sjálfstæðismenn horfðu nú aftur til. Árið 2014, þegar borgarfulltrúar voru enn fimmtán, hefði íbúafjöldi Reykjavíkur ellefufaldast frá því sem var 1908. Pawel sagði jafnframt að eðlilegt teldist að fjöldi kjörinna fulltrúa yxi með fjölda íbúa. Þá væri vöxturinn ekki línulegur. „Og út af því að ég er stærðfræðingur og hef alltaf langað að henda diffurjöfnu inn í umræðu í borgarstjórn þá nýti ég tækifærið,“ bætti Pawel við og varpaði diffurjöfnu upp á skjá í ráðhúsinu. Samkvæmt útreikningum Pawels ættu fulltrúar í sveitarstjórn að vera um það bil þriðjarót af íbúatölu. Máli sínu til stuðnings benti hann jafnframt á nokkrar borgir á Norðurlöndunum sem eru á stærð við Reykjavík, sem allar státa af töluvert fleiri kjörnum fulltrúum en hér hafa sæti. „Samanburður við önnur lönd bendir til þess að við erum alls ekki neitt sérstaklega útblásin þegar kemur að fjölda kjörinna fulltrúa,“ sagði Pawel. Þá kvaðst hann mótfallinn því að borgarfulltrúar réðu fjöldanum innan sinna raða sjálfir. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eins og áður segir var tillaga Sjálfstæðisflokksins felld á fundi borgarstjórnar í dag. Í fréttatilkynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér eftir fundinn er haft eftir Eyþóri Arnalds oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fjölgun borgarfulltrúa hafi ekki skilað því sem ætlað var. „Skilvirkni í borgarkerfinu hefur ekki aukist og ánægja með borgarkerfið er í sögulegu lágmarki, hvort sem horft er til þjónustumælinga Gallup eða traust til borgarstjórnar sem mælist lægra en traust til Alþingis.“ Þá hafi útgjöld borgarinnar vegna fjölgunar borgarfulltrúa verið talsvert hærri en áður var. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04 Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um endurskoðun fjölda borgarfulltrúa var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og borgarfulltrúi Viðreisnar, notaði diffurjöfnu í pontu, máli sínu til stuðnings, en hann hvatti borgarfulltrúa til að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að lagaákvæði um fjölda aðalmanna í sveitarstjórnum yrði endurskoðað í því skyni að borgarstjórn hefði sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá í fyrra. Pawel benti á í ræðu sinni í borgarstjórn í dag að borgarfulltrúar hefðu orðið fimmtán árið 1908 og það væri talan sem Sjálfstæðismenn horfðu nú aftur til. Árið 2014, þegar borgarfulltrúar voru enn fimmtán, hefði íbúafjöldi Reykjavíkur ellefufaldast frá því sem var 1908. Pawel sagði jafnframt að eðlilegt teldist að fjöldi kjörinna fulltrúa yxi með fjölda íbúa. Þá væri vöxturinn ekki línulegur. „Og út af því að ég er stærðfræðingur og hef alltaf langað að henda diffurjöfnu inn í umræðu í borgarstjórn þá nýti ég tækifærið,“ bætti Pawel við og varpaði diffurjöfnu upp á skjá í ráðhúsinu. Samkvæmt útreikningum Pawels ættu fulltrúar í sveitarstjórn að vera um það bil þriðjarót af íbúatölu. Máli sínu til stuðnings benti hann jafnframt á nokkrar borgir á Norðurlöndunum sem eru á stærð við Reykjavík, sem allar státa af töluvert fleiri kjörnum fulltrúum en hér hafa sæti. „Samanburður við önnur lönd bendir til þess að við erum alls ekki neitt sérstaklega útblásin þegar kemur að fjölda kjörinna fulltrúa,“ sagði Pawel. Þá kvaðst hann mótfallinn því að borgarfulltrúar réðu fjöldanum innan sinna raða sjálfir. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eins og áður segir var tillaga Sjálfstæðisflokksins felld á fundi borgarstjórnar í dag. Í fréttatilkynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér eftir fundinn er haft eftir Eyþóri Arnalds oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fjölgun borgarfulltrúa hafi ekki skilað því sem ætlað var. „Skilvirkni í borgarkerfinu hefur ekki aukist og ánægja með borgarkerfið er í sögulegu lágmarki, hvort sem horft er til þjónustumælinga Gallup eða traust til borgarstjórnar sem mælist lægra en traust til Alþingis.“ Þá hafi útgjöld borgarinnar vegna fjölgunar borgarfulltrúa verið talsvert hærri en áður var.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04 Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04
Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00