Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 23:58 Hildur Guðnadóttir með Emmy-verðlaunin sem hún vann í september fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Vísir/epa Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. Hópurinn verður skorinn niður aftur áður en formlegar tilnefningar til Óskarsverðlauna verða tilnefndar.Þetta kemur fram á vef Variety þar sem segir að alls hafi 170 frumsamin kvikmyndatónverk komið upphaflega til greina. Meðlimir tónlistarhluta bandarísku kvikmyndaakademíunnar sjá um að velja þá sem tilnefndir verða til Óskarsverðlauna úr hinum fimmtán tónverka hóp sem nú hefur verið kynntur. Þann 2. janúar hefst atkvæðagreiðsla meðal þeirra um hvaða fimmtán sem koma til greina í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar hljóti tilnefningu. Tónlist Hildar í kvikmyndinni Joker, sem skartar Joaquin Phoenix, í aðalhlutverki hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Þá hafa bæði kvikmyndatökustjóri myndarinnar og Phoenix sjálfur sagt að tónlist Hildar hafi leikið lykilhlutverk. „En þetta var í fyrsta sinn sem kvikmyndatónlistin hefur svo mikil áhrif á mig,“ sagði Phoenix meðal annars um tónlistina. Hildur hefur gert það afar gott á árinu en í haust vann hún til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir sömu þætti. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlistina í Joker. Verði Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fetar hún í fótspors samstarfsmanns síns fyrrverandi Jóhanns Jóhannssonar sem tvisvar var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Fyrst árið 2014 fyrir tónlistina í The Theory of Everything og aftur ári síðar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Jóhann lést á síðasta ári. Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kynntar þann 13. janúar næstkomandi. Verðlaunahátíðin sjálf verður haldin sunnudaginn 9. febrúar á næsta ári. Hildur Guðnadóttir Hollywood Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02 Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira
Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. Hópurinn verður skorinn niður aftur áður en formlegar tilnefningar til Óskarsverðlauna verða tilnefndar.Þetta kemur fram á vef Variety þar sem segir að alls hafi 170 frumsamin kvikmyndatónverk komið upphaflega til greina. Meðlimir tónlistarhluta bandarísku kvikmyndaakademíunnar sjá um að velja þá sem tilnefndir verða til Óskarsverðlauna úr hinum fimmtán tónverka hóp sem nú hefur verið kynntur. Þann 2. janúar hefst atkvæðagreiðsla meðal þeirra um hvaða fimmtán sem koma til greina í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar hljóti tilnefningu. Tónlist Hildar í kvikmyndinni Joker, sem skartar Joaquin Phoenix, í aðalhlutverki hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Þá hafa bæði kvikmyndatökustjóri myndarinnar og Phoenix sjálfur sagt að tónlist Hildar hafi leikið lykilhlutverk. „En þetta var í fyrsta sinn sem kvikmyndatónlistin hefur svo mikil áhrif á mig,“ sagði Phoenix meðal annars um tónlistina. Hildur hefur gert það afar gott á árinu en í haust vann hún til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir sömu þætti. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlistina í Joker. Verði Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fetar hún í fótspors samstarfsmanns síns fyrrverandi Jóhanns Jóhannssonar sem tvisvar var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Fyrst árið 2014 fyrir tónlistina í The Theory of Everything og aftur ári síðar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Jóhann lést á síðasta ári. Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kynntar þann 13. janúar næstkomandi. Verðlaunahátíðin sjálf verður haldin sunnudaginn 9. febrúar á næsta ári.
Hildur Guðnadóttir Hollywood Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02 Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira
Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15
Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30
Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54
Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02
Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45