Fjórir af fimm og tveir til viðbótar vanhæfir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 13:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir velur úr þeim þremur umsækjendum sem dómnefndin mat hæfasta. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, þykja hæfust þeirra átta umsækjenda sem sóttu um laust embætti Hæstaréttardómara á dögunum. Hinir umsækjendurnir þrír voru Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Guðni Á. Haraldsson lögmaður og Oddný Mjöll Arnardóttir.Umsögn dómnefndar var birt á vef dómstólaráðuneytisins fyrir helgi. Athygli vekur hve flókið reyndist að skipa dómnefndina í þetta skiptið en nefndin hefur það hlutverk að fara yfir mál umsækjenda um dómarastörf hér á landi. Fjórir af fimm aðalmönnum í hæfnisnefnd lýstu yfir vanhæfi til að koma að mati á umsækjendunum átta. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara er skipuð fimm einstaklingum. Ingimundur Einarsson dómari er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir dósent, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Ragnheiður Harðardóttir dómari og Óskar Sigurðsson lögmaður. Öll nema Ragnhildur Helgadóttir lýstu yfir vanhæfi vegna tengsla við umsækjendur. Sem dæmi er Ingimundur bróðir Ingveldar sem sækir um og vék hann því úr nefndinni. Tóku varamennirnir Áslaug Árnadóttir, Valtýr Sigurðsson, Halldór Halldórsson og Guðrún Björk Bjarnadóttir sæti í nefndinni. Í framhaldinu lýsti Valtýr sig vanhæfan og var Víðir Smári Petersen lögmaður tilnefndur í hans stað. Einn umsækjandi gerði athugasemd við skipan hans og var skipanin í framhaldinu dregin til baka. Var Reimar Pétursson lögmaður skipaður í nefndina í stað Valtýs. Þá var Áslaug skipuð formaður nefndarinnar. Var það mat nefndarinnar að allir umsækjendurnir átta væru hæfir til að gegna stöðu Hæstaréttardómara. En fyrrnefnd þrjú væru hæfust umsækjenda. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun í framhaldinu skipa nýjan Hæstaréttardómara. Dómstólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, þykja hæfust þeirra átta umsækjenda sem sóttu um laust embætti Hæstaréttardómara á dögunum. Hinir umsækjendurnir þrír voru Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Guðni Á. Haraldsson lögmaður og Oddný Mjöll Arnardóttir.Umsögn dómnefndar var birt á vef dómstólaráðuneytisins fyrir helgi. Athygli vekur hve flókið reyndist að skipa dómnefndina í þetta skiptið en nefndin hefur það hlutverk að fara yfir mál umsækjenda um dómarastörf hér á landi. Fjórir af fimm aðalmönnum í hæfnisnefnd lýstu yfir vanhæfi til að koma að mati á umsækjendunum átta. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara er skipuð fimm einstaklingum. Ingimundur Einarsson dómari er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir dósent, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Ragnheiður Harðardóttir dómari og Óskar Sigurðsson lögmaður. Öll nema Ragnhildur Helgadóttir lýstu yfir vanhæfi vegna tengsla við umsækjendur. Sem dæmi er Ingimundur bróðir Ingveldar sem sækir um og vék hann því úr nefndinni. Tóku varamennirnir Áslaug Árnadóttir, Valtýr Sigurðsson, Halldór Halldórsson og Guðrún Björk Bjarnadóttir sæti í nefndinni. Í framhaldinu lýsti Valtýr sig vanhæfan og var Víðir Smári Petersen lögmaður tilnefndur í hans stað. Einn umsækjandi gerði athugasemd við skipan hans og var skipanin í framhaldinu dregin til baka. Var Reimar Pétursson lögmaður skipaður í nefndina í stað Valtýs. Þá var Áslaug skipuð formaður nefndarinnar. Var það mat nefndarinnar að allir umsækjendurnir átta væru hæfir til að gegna stöðu Hæstaréttardómara. En fyrrnefnd þrjú væru hæfust umsækjenda. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun í framhaldinu skipa nýjan Hæstaréttardómara.
Dómstólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira