Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. desember 2019 22:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 15. desember sýnir hún hvernig á að gera jólatré úr spítuafgöngum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Eigum við að gera samning? Ég skal kenna ykkur að útbúa þetta ótrúlega flotta jólatré og þið látið uppáhalds málningarbúðina mína ekki vita að þegar ég bið þá um spýtur sem eru notaðar til að hræra í málningu, að þá er ég ekki að fara að mála. Samþykkt? Ég byrjaði á því að mæla spýturnar og saga (mundu, mæla tvisvar, saga einu sinni). Minnsta spýtan er 1 tomma, næsta 3 tommur, næsta 5, svo 7, 9 og stærsta spýtan 11 tommur. Ég vildi fá mjög daufan grænan lit fyrir greinarnar þannig að ég tók græna málningu, þynnti hana út með vatni, málaði spýturnar og þurrkaði svo af þeim með pappír áður en málningin náði að þorna. Ég bæsaði spýturnar sem ég notað fyrir búkinn á trénu. Þegar allt var orðið þurrt þá var komið að trélíminu og litlum klemmum. Ég límdi eina klemmu á minnstu greinina, tvær klemmur á næstu og svo koll af kolli. Svo límdi ég greinarnar á búkinn, ég notaði afgangs spýtu til að fá jafnt bil á milli greinanna. Ég keypti þessi ótrúlega krúttlegu viðarskrautmuni í Tiger og límdi þau hér og þar á klemmurnar á trénu. Núna vantaði mig stand fyrir tréð. Ég fór, ég leitaði og fann þennan viðarplatta sem ég hafði keypt fyrir mörgum mánuðum síðan og gleymt. Ég útbjó smá rák í hann með bor, setti trélím ofan í rákina og tréð ofan í rákina. Ég er svo hrifin af því hvernig þetta kom út. Þú getur notað þetta sem dagatal, sem jólaskraut, undir jólakortin eða bara hvað sem þú vilt. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Mario Vargas Llosa fallinn frá Menning Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 15. desember sýnir hún hvernig á að gera jólatré úr spítuafgöngum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Eigum við að gera samning? Ég skal kenna ykkur að útbúa þetta ótrúlega flotta jólatré og þið látið uppáhalds málningarbúðina mína ekki vita að þegar ég bið þá um spýtur sem eru notaðar til að hræra í málningu, að þá er ég ekki að fara að mála. Samþykkt? Ég byrjaði á því að mæla spýturnar og saga (mundu, mæla tvisvar, saga einu sinni). Minnsta spýtan er 1 tomma, næsta 3 tommur, næsta 5, svo 7, 9 og stærsta spýtan 11 tommur. Ég vildi fá mjög daufan grænan lit fyrir greinarnar þannig að ég tók græna málningu, þynnti hana út með vatni, málaði spýturnar og þurrkaði svo af þeim með pappír áður en málningin náði að þorna. Ég bæsaði spýturnar sem ég notað fyrir búkinn á trénu. Þegar allt var orðið þurrt þá var komið að trélíminu og litlum klemmum. Ég límdi eina klemmu á minnstu greinina, tvær klemmur á næstu og svo koll af kolli. Svo límdi ég greinarnar á búkinn, ég notaði afgangs spýtu til að fá jafnt bil á milli greinanna. Ég keypti þessi ótrúlega krúttlegu viðarskrautmuni í Tiger og límdi þau hér og þar á klemmurnar á trénu. Núna vantaði mig stand fyrir tréð. Ég fór, ég leitaði og fann þennan viðarplatta sem ég hafði keypt fyrir mörgum mánuðum síðan og gleymt. Ég útbjó smá rák í hann með bor, setti trélím ofan í rákina og tréð ofan í rákina. Ég er svo hrifin af því hvernig þetta kom út. Þú getur notað þetta sem dagatal, sem jólaskraut, undir jólakortin eða bara hvað sem þú vilt.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Mario Vargas Llosa fallinn frá Menning Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Sjá meira
Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45