Fyrrverandi þingmenn efna til söfnunar fyrir Namibíu Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 19:45 Hópurinn skorar einnig á fyrirtæki, félagahópa og stofnanir og biður um að leggja sitt að mörkum. Getty/Barcroft Media Alþjóða Rauði krossinn mun á næstu dögum birta ákall til þjóða heimsins og landsfélaga sinna um að bregðast skjótt við neyðarkalli frá Namibíu. Áætlað er að um 290 þúsund manns þurfi þar á bráðri aðstoð að halda vegna mikilla þurrka. Ætlunin er að safna fé sem Rauði krossinn geti nýtt beint í neyðaraðstoð þar í landi, er fram kemur í tilkynningu. Ákall Rauða krossins kemur í kjölfar þess að Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson og Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismenn, og Kristján Hjálmarsson almannatengill leituðu eftir samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) vegna ástandsins í landinu. Segja þau að þeim finnist það „skylda okkar sem þjóðar að svara þessu brýna ákalli með myndarlegri söfnun.“ Forystufólk RKÍ er sagt hafa brugðist vel við beiðninni og í kjölfarið fundað með forystu Rauða krossins í Namibíu. „Ísland hefur um árabil staðið fyrir glæsilegri þróunaraðstoð til Namibíu undir forystu Þróunar- og samvinnustofnunar. Nú ber svo við að neyðarkall berst frá Namibíu. Þúsundir þjást í sunnanverðri Afríku vegna mikilla þurrka með tilheyrandi skorti á fæðu og vatni. Ef ekkert er að gert munu þúsundir deyja,“ segir í tilkynningunni frá hópnum. Þau skora á íslenska þjóð að bregðast vel við ákallinu frá Namibíu. „Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en megin áhersla Rauða krossins næstu vikurnar er aðstoða um 15.000 manns í Namibíu sem eru í bráðri þörf á aðstoð.“Hægt er að styðja við söfnunina með því að senda SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900 og styðja hana þannig um 900 krónur. Einnig er hægt að leggja beint inn á söfnunarreikning Rauða krossins nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649 eða nálgastfrekari upplýsingar á síðu Rauða krossins. Namibía Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Alþjóða Rauði krossinn mun á næstu dögum birta ákall til þjóða heimsins og landsfélaga sinna um að bregðast skjótt við neyðarkalli frá Namibíu. Áætlað er að um 290 þúsund manns þurfi þar á bráðri aðstoð að halda vegna mikilla þurrka. Ætlunin er að safna fé sem Rauði krossinn geti nýtt beint í neyðaraðstoð þar í landi, er fram kemur í tilkynningu. Ákall Rauða krossins kemur í kjölfar þess að Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson og Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismenn, og Kristján Hjálmarsson almannatengill leituðu eftir samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) vegna ástandsins í landinu. Segja þau að þeim finnist það „skylda okkar sem þjóðar að svara þessu brýna ákalli með myndarlegri söfnun.“ Forystufólk RKÍ er sagt hafa brugðist vel við beiðninni og í kjölfarið fundað með forystu Rauða krossins í Namibíu. „Ísland hefur um árabil staðið fyrir glæsilegri þróunaraðstoð til Namibíu undir forystu Þróunar- og samvinnustofnunar. Nú ber svo við að neyðarkall berst frá Namibíu. Þúsundir þjást í sunnanverðri Afríku vegna mikilla þurrka með tilheyrandi skorti á fæðu og vatni. Ef ekkert er að gert munu þúsundir deyja,“ segir í tilkynningunni frá hópnum. Þau skora á íslenska þjóð að bregðast vel við ákallinu frá Namibíu. „Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en megin áhersla Rauða krossins næstu vikurnar er aðstoða um 15.000 manns í Namibíu sem eru í bráðri þörf á aðstoð.“Hægt er að styðja við söfnunina með því að senda SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900 og styðja hana þannig um 900 krónur. Einnig er hægt að leggja beint inn á söfnunarreikning Rauða krossins nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649 eða nálgastfrekari upplýsingar á síðu Rauða krossins.
Namibía Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira