Vonast til að bændur fái einhverja rafmagnsvirkni í fjósin á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2019 22:31 Mynd af Dalvíkurlínu frá því í dag sem er illa farin. landsnet Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. Hitaveita, vatnsveita og fráveita komust í lag og eru virk þannig að ekki eigi að vera nein hús í þéttbýlinu sem ekki séu heit og góð. Óljóst sé hins vegar hvenær rafmagn kemst aftur á enda er Dalvíkurlína illa farin eftir óveðrið. Þá sé gott til þess að vita að fólk á fremsta bæ í Svarfaðardal, þar sem ekki er hitaveita, sé komið til ættingja neðar í dalnum. Þar hafði verið rafmagnslaust síðan í gær og var orðið kalt í húsum. Katrín Sigurjónsdóttir er sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Þegar fréttastofa ræddi við Katrínu í hádeginu í dag hafði hún áhyggjur af kúabændum vegna rafmagnsleysisins þar sem kýrnar eru mjólkaðar með rafknúnum tækjum. Það er meira en að segja það að ætla að handmjólka kýrnar en Katrín segir björgunarsveitina hafa unnið að því hörðum höndum í dag að verða sér úti um varaafl fyrir bændurna. „Mér skildist á þeim núna undir kvöld að þeir sæju fram á að fá stöðvar og einhverja sérþekkingu við það til að tengja og svona þannig að vonandi verða bændur komnir með einhverja rafmagnsvirkni í sín fjós þegar líður á morgundaginn.“ Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð fyrir vinnumenn sem búa og starfa á Dalvík þar sem kalt var orðið heima við hjá þeim. Katrín segir að mennirnir búi í vinnubúðum við Dalvíkurhöfn en þeir starfa við nýbyggingu hátæknifrystihúss Samherja í bænum. Rafmagnsveitumenn hafa líka fengið inni í fjöldahjálparstöðinni sem staðsett er í Dalvíkurskóla. Ekkert skólahald verður í bænum á morgun. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. Hitaveita, vatnsveita og fráveita komust í lag og eru virk þannig að ekki eigi að vera nein hús í þéttbýlinu sem ekki séu heit og góð. Óljóst sé hins vegar hvenær rafmagn kemst aftur á enda er Dalvíkurlína illa farin eftir óveðrið. Þá sé gott til þess að vita að fólk á fremsta bæ í Svarfaðardal, þar sem ekki er hitaveita, sé komið til ættingja neðar í dalnum. Þar hafði verið rafmagnslaust síðan í gær og var orðið kalt í húsum. Katrín Sigurjónsdóttir er sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Þegar fréttastofa ræddi við Katrínu í hádeginu í dag hafði hún áhyggjur af kúabændum vegna rafmagnsleysisins þar sem kýrnar eru mjólkaðar með rafknúnum tækjum. Það er meira en að segja það að ætla að handmjólka kýrnar en Katrín segir björgunarsveitina hafa unnið að því hörðum höndum í dag að verða sér úti um varaafl fyrir bændurna. „Mér skildist á þeim núna undir kvöld að þeir sæju fram á að fá stöðvar og einhverja sérþekkingu við það til að tengja og svona þannig að vonandi verða bændur komnir með einhverja rafmagnsvirkni í sín fjós þegar líður á morgundaginn.“ Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð fyrir vinnumenn sem búa og starfa á Dalvík þar sem kalt var orðið heima við hjá þeim. Katrín segir að mennirnir búi í vinnubúðum við Dalvíkurhöfn en þeir starfa við nýbyggingu hátæknifrystihúss Samherja í bænum. Rafmagnsveitumenn hafa líka fengið inni í fjöldahjálparstöðinni sem staðsett er í Dalvíkurskóla. Ekkert skólahald verður í bænum á morgun.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira