Segir ganga hægt að semja um þinglok Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2019 17:15 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi gengið hægt að semja um dagskrá þingsins nú síðustu dagana fyrir áætluð þinglok. Hann segir þingflokk Samfylkingarinnar ekki leggjast gegn því að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá fyrir jólahlé. Mikill hasar var á Alþingi í gær og í fyrradag þar sem tekist var meðal annars á um dagskrá þingsins og ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir hversu seint mörg af hennar málum hafi komið til þingsins. Líkt og fram hefur komið beitti stjórnarandstaðan til að mynda þeim brögðum á mánudaginn að sniðganga atkvæðagreiðslur sem forseti Alþingis gagnrýndi harðlega. „Við í stjórnarandstöðunni höfum reynt að vera málefnaleg í okkar kröfum, við leggjum auðvitað áherslu á það að við fáum eitthvað af okkar þingmálum í gegn, við héldum nú hér uppi störfum langt fram eftir hausti af því að stjórnarmál komu fá og seint inn og okkur finnst eðlilegt að það sé hlustað á það,“ segir Logi.En er málefnalegt að sniðganga atkvæðagreiðslur til að reyna að ná því fram? „Stundum, ef að þú ert í samræðum við einstaklinga sem að í rauninni annað hvort hlusta ekki eða mæta fund eftir fund með nýjar og mjög óvæntar kröfur og óskir þá verðum við auðvitað að nota okkar meðul sem við eigum til þess að á okkur sé hlustað,“ svarar Logi. Eitt þeirra mála ríkisstjórnarinnar sem voru það seint fram komin að samþykkja þarf afbrigði til að taka á dagskrá er fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. Logi segir sinn þingflokk ekki standa í vegi fyrir því að það mál verði tekið á dagskrá. „Við höfum ekki gert neinar kröfur um að það komi ekki fram. Það held ég að hljóti að vera bara innanhússátök í stjórnarliðinu og það er vel þekkt að þar er ágreiningur og ég held að málið tefjist nú fyrst og fremst útaf því,“ segir Logi. Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“ Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. 10. desember 2019 13:23 Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24 Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi gengið hægt að semja um dagskrá þingsins nú síðustu dagana fyrir áætluð þinglok. Hann segir þingflokk Samfylkingarinnar ekki leggjast gegn því að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá fyrir jólahlé. Mikill hasar var á Alþingi í gær og í fyrradag þar sem tekist var meðal annars á um dagskrá þingsins og ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir hversu seint mörg af hennar málum hafi komið til þingsins. Líkt og fram hefur komið beitti stjórnarandstaðan til að mynda þeim brögðum á mánudaginn að sniðganga atkvæðagreiðslur sem forseti Alþingis gagnrýndi harðlega. „Við í stjórnarandstöðunni höfum reynt að vera málefnaleg í okkar kröfum, við leggjum auðvitað áherslu á það að við fáum eitthvað af okkar þingmálum í gegn, við héldum nú hér uppi störfum langt fram eftir hausti af því að stjórnarmál komu fá og seint inn og okkur finnst eðlilegt að það sé hlustað á það,“ segir Logi.En er málefnalegt að sniðganga atkvæðagreiðslur til að reyna að ná því fram? „Stundum, ef að þú ert í samræðum við einstaklinga sem að í rauninni annað hvort hlusta ekki eða mæta fund eftir fund með nýjar og mjög óvæntar kröfur og óskir þá verðum við auðvitað að nota okkar meðul sem við eigum til þess að á okkur sé hlustað,“ svarar Logi. Eitt þeirra mála ríkisstjórnarinnar sem voru það seint fram komin að samþykkja þarf afbrigði til að taka á dagskrá er fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. Logi segir sinn þingflokk ekki standa í vegi fyrir því að það mál verði tekið á dagskrá. „Við höfum ekki gert neinar kröfur um að það komi ekki fram. Það held ég að hljóti að vera bara innanhússátök í stjórnarliðinu og það er vel þekkt að þar er ágreiningur og ég held að málið tefjist nú fyrst og fremst útaf því,“ segir Logi.
Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“ Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. 10. desember 2019 13:23 Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24 Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Sjá meira
Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“ Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. 10. desember 2019 13:23
Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24
Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06
Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29
Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44