Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaskjóður Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. desember 2019 09:00 Vísir/Árni Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins eru jólaskjóður. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Jólaskjóður - Aðventumolar Árna í Árdal Innihald Jólaskjóður 1 hnetusteik frá Móður Náttúru Olía, til steikingar 2 skalottlaukar, flysjaðir og grófsaxaðir ½ sætukartafla, flysjuð og skorin í litla teninga 6 sveppir, grófsaxaðir 1 epli, skorið í litla teninga 2 matskeiðar ferskt timian Salt og nýmalaður svartur pipar 50 millilítrar reyklögur (e. liquid smoke) Safi úr hálfri sítrónu Vegan smjördeig Dijonsósa Olía, til steikingar 2 skalottlaukar 2 matskeiðar dijonsinnep Rósapipar, eftir smekk Fáfnisgras, eftir smekk 1 grænmetisteningur 500 millilítrar jurtarjómi 100 millilítrar hvítvín Safi úr ½ appelsínu, má sleppa Salatdressing 10 fersk hindber Safi úr einni appelsínu Hvítvínsedik, eftir smekk Hunang, eftir smekk Olía, eftir smekk Sítrónusafi, eftir smekk Salt Rauðrófusalat með hindberjum, rauðkáli og perum 1 rauðrófa, rifin í fínar ræmur ¼ rauðkálshaus, skorinn í þunnar ræmur 1 pera, flysjuð og skorin í bita 2 ferskar fíkjur, skornar í báta 10 pekanhnetur, léttristaðar á pönnu Kartöflumús 500 grömm kartöflur, flysjaðar og skornar í 3 cm bita. 2 matskeiðar olía 2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir 100 millilítrar jurtamjólk, eða eftir smekk Lúka af steinselju, fínsöxuð Salt og pipar, eftir smekk Leiðbeiningar Jólaskjóður Forhitið ofn í 160°C. Skiptið hnetusteikinni í 6 parta og mótið þéttar kúlur. Steikið salottlaukinn og sætukartöfluna í smástund á pönnu við miðlungs hita. Bætið sveppum við og látið þá brúnast aðeins. Epli og timjan bætast þá við og blandan smökkuð til með salti og pipar. Hellið reykleginum á pönnuna og látið hann sjóða aðeins niður. Kreistið að lokum sítrónusafa yfir og látið kólna í stutta stund. Skerið út sex 20x20 sentímetra ferninga af vegan smjördeigi. Leggið hnetusteikarkúlu mitt á hvern smjördeigsferning og mótið úr henni litla skál. Skiptið grænmetisfyllingunni í 6 hluta og setjið ofan í hnetusteikarskálarnar. Takið í hornin saman á smjördeiginu og lokið skjóðunni með því að þrýsta deiginu saman rétt ofan við fyllinguna. Hornin líta þá út eins og lauf og herlegheitin eins og peningaskjóða. Skjóðurnar geymast vel óbakaðar inni í ísskáp í 2-3 daga. Bakið í 50 mín við 160°C. Dijonsósa Mýkjið laukinn í potti yfir miðlungshita. Hrærið svo dijonsinnepi, rósapipar, fáfnisgrasi, grænmetiskrafti, jurtarjóma og hvítvíni saman við laukinn. Bætið við appelsínusafa, ef vill. Látið sósuna sjóða rólega niður og bragðið hana til með salti og pipar. Salatdressing Blandið og maukið hindber, appelsínusafa, hvítvínsedik og hunang í skál. Hellið olíunni í mjórri bunu og þeytið hana út í hindberjablönduna. Smakkið dressinguna síðan til með sítrónusafa og salti. Rauðrófusalat með hindberjum, rauðkáli og perum Blandið rauðrófum, rauðkáli, perum og salatdressingu saman í skál og látið standa í ísskáp. Skreytið salatið með með fíkjum og pekanhnetum rétt áður en það er borið fram. Kartöflumús Sjóðið kartöflurnar í 25 mín og hellið vatninu af þeim. Mýkið hvítlaukinn í olíu yfir miðlungshita, hellið jurtamjólkinni út í og látið suðuna koma upp. Setjið kartöflurnar í pottinn og stappið vel. Bætið að lokum steinseljunni við og smakkið til með salti og pipar. Aðventumolar Árna í Árdal Hnetusteik Jól Jólamatur Kartöflumús Rauðrófusalat Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Lamba Wellington Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 9. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Eplaskífur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 6. desember 2019 12:45 Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaís Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 8. desember 2019 15:15 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið
Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins eru jólaskjóður. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Jólaskjóður - Aðventumolar Árna í Árdal Innihald Jólaskjóður 1 hnetusteik frá Móður Náttúru Olía, til steikingar 2 skalottlaukar, flysjaðir og grófsaxaðir ½ sætukartafla, flysjuð og skorin í litla teninga 6 sveppir, grófsaxaðir 1 epli, skorið í litla teninga 2 matskeiðar ferskt timian Salt og nýmalaður svartur pipar 50 millilítrar reyklögur (e. liquid smoke) Safi úr hálfri sítrónu Vegan smjördeig Dijonsósa Olía, til steikingar 2 skalottlaukar 2 matskeiðar dijonsinnep Rósapipar, eftir smekk Fáfnisgras, eftir smekk 1 grænmetisteningur 500 millilítrar jurtarjómi 100 millilítrar hvítvín Safi úr ½ appelsínu, má sleppa Salatdressing 10 fersk hindber Safi úr einni appelsínu Hvítvínsedik, eftir smekk Hunang, eftir smekk Olía, eftir smekk Sítrónusafi, eftir smekk Salt Rauðrófusalat með hindberjum, rauðkáli og perum 1 rauðrófa, rifin í fínar ræmur ¼ rauðkálshaus, skorinn í þunnar ræmur 1 pera, flysjuð og skorin í bita 2 ferskar fíkjur, skornar í báta 10 pekanhnetur, léttristaðar á pönnu Kartöflumús 500 grömm kartöflur, flysjaðar og skornar í 3 cm bita. 2 matskeiðar olía 2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir 100 millilítrar jurtamjólk, eða eftir smekk Lúka af steinselju, fínsöxuð Salt og pipar, eftir smekk Leiðbeiningar Jólaskjóður Forhitið ofn í 160°C. Skiptið hnetusteikinni í 6 parta og mótið þéttar kúlur. Steikið salottlaukinn og sætukartöfluna í smástund á pönnu við miðlungs hita. Bætið sveppum við og látið þá brúnast aðeins. Epli og timjan bætast þá við og blandan smökkuð til með salti og pipar. Hellið reykleginum á pönnuna og látið hann sjóða aðeins niður. Kreistið að lokum sítrónusafa yfir og látið kólna í stutta stund. Skerið út sex 20x20 sentímetra ferninga af vegan smjördeigi. Leggið hnetusteikarkúlu mitt á hvern smjördeigsferning og mótið úr henni litla skál. Skiptið grænmetisfyllingunni í 6 hluta og setjið ofan í hnetusteikarskálarnar. Takið í hornin saman á smjördeiginu og lokið skjóðunni með því að þrýsta deiginu saman rétt ofan við fyllinguna. Hornin líta þá út eins og lauf og herlegheitin eins og peningaskjóða. Skjóðurnar geymast vel óbakaðar inni í ísskáp í 2-3 daga. Bakið í 50 mín við 160°C. Dijonsósa Mýkjið laukinn í potti yfir miðlungshita. Hrærið svo dijonsinnepi, rósapipar, fáfnisgrasi, grænmetiskrafti, jurtarjóma og hvítvíni saman við laukinn. Bætið við appelsínusafa, ef vill. Látið sósuna sjóða rólega niður og bragðið hana til með salti og pipar. Salatdressing Blandið og maukið hindber, appelsínusafa, hvítvínsedik og hunang í skál. Hellið olíunni í mjórri bunu og þeytið hana út í hindberjablönduna. Smakkið dressinguna síðan til með sítrónusafa og salti. Rauðrófusalat með hindberjum, rauðkáli og perum Blandið rauðrófum, rauðkáli, perum og salatdressingu saman í skál og látið standa í ísskáp. Skreytið salatið með með fíkjum og pekanhnetum rétt áður en það er borið fram. Kartöflumús Sjóðið kartöflurnar í 25 mín og hellið vatninu af þeim. Mýkið hvítlaukinn í olíu yfir miðlungshita, hellið jurtamjólkinni út í og látið suðuna koma upp. Setjið kartöflurnar í pottinn og stappið vel. Bætið að lokum steinseljunni við og smakkið til með salti og pipar.
Aðventumolar Árna í Árdal Hnetusteik Jól Jólamatur Kartöflumús Rauðrófusalat Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Lamba Wellington Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 9. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Eplaskífur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 6. desember 2019 12:45 Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaís Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 8. desember 2019 15:15 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið
Aðventumolar Árna í Árdal: Lamba Wellington Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 9. desember 2019 10:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Eplaskífur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 6. desember 2019 12:45
Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaís Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 8. desember 2019 15:15