Kristján Gunnar Valdimarsson, sem sakaður er um að hafa frelsissvipt þrjár konur og beitt þær kynferðislegu ofbeldi, er í farsíma-, heimsóknar- og fjölmiðlabanni samkvæmt heimildum fréttastofu. Ákvörðun verður tekin um það á morgun hvort farið verði fram á framlengt gæsluvarðhald.
Greint verður frá því hvort það verður gert áður en gæsluvarðhaldið rennur út á morgun en Kristján var látinn laus úr einangrun í gærkvöldi. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu Vísis.
Ekki hefur verið gefið upp klukkan hvað gæsluvarðhaldið rennur út og vill lögreglan ekki tjá sig meira að svo stöddu.
Lektorinn í farsíma-, heimsóknar- og fjölmiðlabanni

Tengdar fréttir

Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“
Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag

Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi
Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag.

Lektorinn ekki lengur í einangrun
Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, í gær en aflétti einangrun.