Ennþá vantar svæði fyrir tuttugu smáhýsi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. desember 2019 19:00 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs segir að verið sé að skoða nokkrar staðsetningar fyrir smáhýsi. Ekki er búið að finna stað fyrir tuttugu smáhýsi sem borgin hefur látið hanna fyrir fólk með sértækar þarfir. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs segir að verið sé að skoða nokkrar staðsetningar. Deiliskipulagsferli hafi tafið fyrir og þá hafi komið fram áhyggjur hjá íbúum. Tæplega sjötíu heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir bíða eftir að komast að í smáhýsum sem borgin hefur sérstaklega látið hanna. Tvö slík eru á Granda og þá verða tuttugu hús sett upp en þau eru væntanleg til landsins á næstu dögum. „Það hefur ekki gengið eins vel og við vonuðum. Ferlið var aðeins flóknara en við töldum og við þurftum að fara í deiliskipulagsferli sem tekur langan tíma. Okkur finnst mikilvægt að gera þetta rólega og í sátt við íbúa og þá viljum við að öll helsta þjónusta sé í nágrenninu,“ segir Heiða. Deiliskipulag hefur verið auglýst á Héðinsgötu, Höfðabakka, Borgartúnsreit, Skógarhlíð og á Veðurstofuhæð. Heiða Björg segir að sumir hafi tekið hugmyndum um slíkt vel meðan aðrir hafi lýst yfir áhyggjum. „Við erum nú þegar með tugi íbúða fyrir fólk í þessum aðstæðum sem búa út um alla borg. Það er ekki ógn við friðhelgi eða öryggi okkar,“ segir Heiða. Hún segir að borgin líti til Árósa þar sem sambærilegt húsnæði sé og þar sé reynslan góð. „Reynslan af slíkum smáhýsum þar hefur verið góð. Sumum hentar betur að vera í litlum einingum og út af fyrir sig og við þurfum að virða það,“ segir Heiða. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Ekki er búið að finna stað fyrir tuttugu smáhýsi sem borgin hefur látið hanna fyrir fólk með sértækar þarfir. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs segir að verið sé að skoða nokkrar staðsetningar. Deiliskipulagsferli hafi tafið fyrir og þá hafi komið fram áhyggjur hjá íbúum. Tæplega sjötíu heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir bíða eftir að komast að í smáhýsum sem borgin hefur sérstaklega látið hanna. Tvö slík eru á Granda og þá verða tuttugu hús sett upp en þau eru væntanleg til landsins á næstu dögum. „Það hefur ekki gengið eins vel og við vonuðum. Ferlið var aðeins flóknara en við töldum og við þurftum að fara í deiliskipulagsferli sem tekur langan tíma. Okkur finnst mikilvægt að gera þetta rólega og í sátt við íbúa og þá viljum við að öll helsta þjónusta sé í nágrenninu,“ segir Heiða. Deiliskipulag hefur verið auglýst á Héðinsgötu, Höfðabakka, Borgartúnsreit, Skógarhlíð og á Veðurstofuhæð. Heiða Björg segir að sumir hafi tekið hugmyndum um slíkt vel meðan aðrir hafi lýst yfir áhyggjum. „Við erum nú þegar með tugi íbúða fyrir fólk í þessum aðstæðum sem búa út um alla borg. Það er ekki ógn við friðhelgi eða öryggi okkar,“ segir Heiða. Hún segir að borgin líti til Árósa þar sem sambærilegt húsnæði sé og þar sé reynslan góð. „Reynslan af slíkum smáhýsum þar hefur verið góð. Sumum hentar betur að vera í litlum einingum og út af fyrir sig og við þurfum að virða það,“ segir Heiða.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira