Andlát: Tímóteus Pétursson Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2019 17:34 Mörg verka Tómóteusar má finna í stærstu listastöfnum Bandaríkjanna og Evrópu Mynd/Aðsend Listamaðurinn Bohuslav Woody Vasulka, sem tók nafnið Tímóteus Pétursson er hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1968, er látinn. Hann lést í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum þann 20. desember síðastliðinn. Hann var fæddur í Brno Tékkóslóvakíu 1937 og nam verkfræði í Industrial Engineering School of Brno áður en hann fór til náms í FAMU – kvikmyndaskólanum í Prag. Þar hitti hann fiðluleikarann Steinunni Briem Bjarnadóttur eða Steinu árið 1959 og bað hann hennar í sömu andrá og þau hittust fyrst. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Tímóteus hafi orðið einn af tengdsonum Íslands eftir að hann og Steinnunn giftust. Semm fyrr segir fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og nafnið Tímóteus Pétursson. Sumarið 1964 vann Woody að tveimur kvikmyndum á Íslandi: Velrybarska Stanice um hvalstöðina í Hvalfirði og Sezona v Seydisfjordur – Vertíð á Seyðisfirði um síldarævintýrið, báðar merkilegar heimildir um Ísland þess tíma. Saman fluttu Steina og Woody til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar eftir stutta viðveru á Íslandi. Þau settust að í New York þar sem þau kynntust nýrri tækni - vídeó.Sjá einnig:Skylda að geyma og varðveita vídeólistSaman notuðu þau þekkingu sína í tónlist og kvikmyndagerð sem undirstöðu í algerlega nýrri túlkun í myndlist með hinni nýju vídeótækni. Fjöldamörg verk liggja eftir Woody bæði á filmu, video og ljósmyndum. Einnig hefur hann sett upp fjölda innsetninga og eru mörg verka hans í stærstu listastöfnum Bandaríkjanna og Evrópu. Steina og Woody stofnuðu The Kitchen í New York 1972 til þess að sýna verk sín og annarra sem störfuðu í vídeó, tónlist og myndlist og starfar það enn í dag. Árið 2015 opnaði Listasafn Íslands Vasulka stofu á safninu sem sýnir verk þeirra og varðveitir hluta af arfleifð þeirra. Vasulka tvíeykið: Steina og Woody eru hluti af listamannahópi Berg Contemporary og fyrr á árinu var frumsýnd kvikmyndin Vasulka áhrifin – The Vasulka Effect á Skjaldborg og Bíó Paradís sem fjallar um líf og störf þeirra beggja. Síðan 1980 hafa þau búið í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Steinunn lifir mann sinn Woody. Andlát Myndlist Tengdar fréttir Skylda að geyma og varðveita vídeólist Steina og Woody Vasulka eru hvatinn að stofnun Vasulka-stofunnar. 13. febrúar 2014 10:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Listamaðurinn Bohuslav Woody Vasulka, sem tók nafnið Tímóteus Pétursson er hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1968, er látinn. Hann lést í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum þann 20. desember síðastliðinn. Hann var fæddur í Brno Tékkóslóvakíu 1937 og nam verkfræði í Industrial Engineering School of Brno áður en hann fór til náms í FAMU – kvikmyndaskólanum í Prag. Þar hitti hann fiðluleikarann Steinunni Briem Bjarnadóttur eða Steinu árið 1959 og bað hann hennar í sömu andrá og þau hittust fyrst. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Tímóteus hafi orðið einn af tengdsonum Íslands eftir að hann og Steinnunn giftust. Semm fyrr segir fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og nafnið Tímóteus Pétursson. Sumarið 1964 vann Woody að tveimur kvikmyndum á Íslandi: Velrybarska Stanice um hvalstöðina í Hvalfirði og Sezona v Seydisfjordur – Vertíð á Seyðisfirði um síldarævintýrið, báðar merkilegar heimildir um Ísland þess tíma. Saman fluttu Steina og Woody til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar eftir stutta viðveru á Íslandi. Þau settust að í New York þar sem þau kynntust nýrri tækni - vídeó.Sjá einnig:Skylda að geyma og varðveita vídeólistSaman notuðu þau þekkingu sína í tónlist og kvikmyndagerð sem undirstöðu í algerlega nýrri túlkun í myndlist með hinni nýju vídeótækni. Fjöldamörg verk liggja eftir Woody bæði á filmu, video og ljósmyndum. Einnig hefur hann sett upp fjölda innsetninga og eru mörg verka hans í stærstu listastöfnum Bandaríkjanna og Evrópu. Steina og Woody stofnuðu The Kitchen í New York 1972 til þess að sýna verk sín og annarra sem störfuðu í vídeó, tónlist og myndlist og starfar það enn í dag. Árið 2015 opnaði Listasafn Íslands Vasulka stofu á safninu sem sýnir verk þeirra og varðveitir hluta af arfleifð þeirra. Vasulka tvíeykið: Steina og Woody eru hluti af listamannahópi Berg Contemporary og fyrr á árinu var frumsýnd kvikmyndin Vasulka áhrifin – The Vasulka Effect á Skjaldborg og Bíó Paradís sem fjallar um líf og störf þeirra beggja. Síðan 1980 hafa þau búið í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Steinunn lifir mann sinn Woody.
Andlát Myndlist Tengdar fréttir Skylda að geyma og varðveita vídeólist Steina og Woody Vasulka eru hvatinn að stofnun Vasulka-stofunnar. 13. febrúar 2014 10:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Skylda að geyma og varðveita vídeólist Steina og Woody Vasulka eru hvatinn að stofnun Vasulka-stofunnar. 13. febrúar 2014 10:30