Í það minnsta tuttugu eru látnir eftir umferðarslys nærri bænum Gualan í austurhluta Gvatemala. Slysið varð eftir að flutningabíll og rúta skullu saman snemma á laugardagsmorgun.
Níu börn eru á meðal hinna látnu. Tólf eru slösuð og voru þau flutt á sjúkrahús á svæðinu. Alejandro Giammattei, nýkjörinn forseti Gvatemala, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri harmi sleginn vegna slyssins og vottaði aðstandendum samúð sína.
Todos los guatemaltecos nos hemos despertado de luto, lamento profundamente el fallecimiento de las personas en el accidente de Gualán. En estos momentos de tanto dolor le pido a Dios que les de cristiana resignación a sus familiares. pic.twitter.com/04aJgQhvvI
— Alejandro Giammattei (@DrGiammattei) December 21, 2019
Ekki er vitað nákvæmlega hvað olli slysinu en grunur leikur á að ökumaður flutningabílsins hafi keyrt yfir hámarkshraða og hafnað á afturhluta rútunnar. Myndir frá vettvangi slyssins sýna aftari hluta rútunnar gjöreyðilagðan.
Báðir ökumenn eru nú í haldi lögreglu og verða yfirheyrðir vegna slyssins.
