Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 13:00 Júlían Jóhann Karl Jóhannsson með bikarinn sem Íþróttamaður ársins fær. Vísir/Sigurbjörn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. Júlían mætti í Í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi útnefninguna við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. „Þetta er titill sem maður getur ekki átt von á. Ef ég fer á mót þá veit ég nokkurn veginn hvað ég er búinn að leggja inn og hverju ég lyfti á mótinu. Ég veit eftir mótið í hvaða sæti ég lendi því það er í mínum höndum. Þetta var ekki í mínum höndum en mér fannst það samt ekki það ólíklegasta að ég myndi vinna þetta,“ sagði Júlían Jóhann Karl Jóhannsson en það voru liðin 38 ár síðan að kraftlyftingamaður var kjörinn Íþróttamaður ársins. Þeir bestu frá miklu stærri þjóðum en Ísland Júlían hækkaði sig um eitt sæti í kjörinu frá því í fyrra þegar hann endaði í öðru sæti hjá Samtökum íþróttafréttamanna. „Ég stóð mig betur í ár en í fyrra þegar ég lenti í fjórða sæti á heimsmeistaramótinu. Það kemur síðan í ljós eftir kjörið í fyrra að ég hafi lent í þriðja sæti. Núna lendi ég í þriðja sæti og tek við bronsinu á staðnum,“ sagði Júlían en var hann sáttur við þriðja sætið eða vildi hann komast ofar. „Ég var nokkuð og mjög sáttur við bronsið. Þetta var þannig mót og þeir voru gríðarlega sterkir þeir sem lentu í fyrsta og öðru sæti. Þeir hafa báðir verið lengi í sérflokki í þessum þyngdarflokki en annar er frá Bandaríkjunum en hinn frá Rússlandi. Það eru miklu stærri þjóðir en Ísland. Ég var sáttur við bronsið þennan dag en það þýðir ekki að ég verði það að eilífu,“ sagði Júlían en hvert stefnir hann á nýju ári? „Ég stefni áfram eftir svona hvatningu eins og svona verðlaun eru. Ég er rosalega stoltur af þessu og sérstaklega sem fulltrúi svona lítillar íþróttar ef svo má segja. Þó við séum mörg stór þá er þetta lítil íþrótt. Ég stefni klárlega áfram. Þetta ár fer svolítið í það að tryggja mér sæti á heimsleikum sem fara fram fjórða hvert ár eða árið eftir Ólympíuleika,“ sagði Júlían en hann getur ekki komst inn á Ólympíuleika. Kemst ekki á Ólympíuleika „Kraftlyftingar eru ekki inn á Ólympíuleikum. Þar eru inni ólympskar lyftingar en kraftlyftingar eru komnar inn í Ólympíusambandið en ekki inn á leikana. Ég held að það sé unnið að því að koma þeim inn,“ sagði Júlían. Íþróttamaður ársins er ekki valinn einungis út á afrekin heldur skiptir einnig máli framkoman og að vera góð fyrirmynd. Heimsmet Júlíans í réttstöðulyftu, sem hann setti á árinu, er 405,5 kíló lyfta hans sem er engin smá þyngd. Hvernig og hvenær byrjaði hann? „Ég lyfti fyrst þegar ég var sextán ára en ég er orðinn 27 ára núna í janúar. Þá lyfti ég 195 kílóum í réttstöðulyftu á mínu fyrsta móti,“ sagði Júlían sem hefur meira en tvöfaldað þá þyngd á þessum ellefu árum. Hann bætti heimsmet sitt um hálft kíló á HM á þessu ári en hvert hálft kíló skiptir orðið miklu máli þegar menn eru komnir upp í slíkar þyngdir. „Já það gerir það. Hálft kíló getur gjörbreytt lyftum og það er það minnsta sem þú getur hækkað um ef þú ert að reyna við heimsmet. Þegar þú ert kominn upp í þessar heimsmetaþyngdir þá munar um hvert gramm,“ sagði Júlían. Stundum er við það að fara að líða yfir mig Gunnlaugur Helgason rifjar upp það þegar menn tala um að sjá bleika fíla eftir svona mikla áreynslu við að lyfta svona gríðarlegum þyngdum. „Ég veit ekki hvort að það séu bleikir fílar en ég kannast við tilfinninguna þegar maður sér bletti. Stundum er við það að fara að líða yfir mig,“ sagði Júlían um tilfinninguna eftir að hafa lyft yfir 400 kílóum. Lengi vel var steranotkun sett í samhengi við kraftlyftingar frekar en ólympskar lyftingar. Heimir Karlsson spurði Júlían hvernig það væri almennt í dag. „Það sem gerist á árunum 2006 til 2009 þá gengur Kraftlyftingasambandið í endurnýjun lífdaga ef svo má að orði komast. Það er endurvakið og endurstofnað innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Ég minntist aðeins á þetta í þakkarræðunni minni af því að mér finnst þetta vera rosalega mikilvægt. Með þessu er skapaður heilbrigður vettvangur fyrir unga sem aldna til þess að stunda kraftlyftingar í heilbrigðu íþróttaumhverfi. Markmiðið þá var að kraftlyftingar á Íslandi yrðu eins og allar aðrar íþróttir á Íslandi. Það eru lyfjapróf og lyfjaeftirlit,“ sagði Júlían Það má heyra allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Íþróttamaður ársins Kraftlyftingar Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. Júlían mætti í Í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi útnefninguna við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. „Þetta er titill sem maður getur ekki átt von á. Ef ég fer á mót þá veit ég nokkurn veginn hvað ég er búinn að leggja inn og hverju ég lyfti á mótinu. Ég veit eftir mótið í hvaða sæti ég lendi því það er í mínum höndum. Þetta var ekki í mínum höndum en mér fannst það samt ekki það ólíklegasta að ég myndi vinna þetta,“ sagði Júlían Jóhann Karl Jóhannsson en það voru liðin 38 ár síðan að kraftlyftingamaður var kjörinn Íþróttamaður ársins. Þeir bestu frá miklu stærri þjóðum en Ísland Júlían hækkaði sig um eitt sæti í kjörinu frá því í fyrra þegar hann endaði í öðru sæti hjá Samtökum íþróttafréttamanna. „Ég stóð mig betur í ár en í fyrra þegar ég lenti í fjórða sæti á heimsmeistaramótinu. Það kemur síðan í ljós eftir kjörið í fyrra að ég hafi lent í þriðja sæti. Núna lendi ég í þriðja sæti og tek við bronsinu á staðnum,“ sagði Júlían en var hann sáttur við þriðja sætið eða vildi hann komast ofar. „Ég var nokkuð og mjög sáttur við bronsið. Þetta var þannig mót og þeir voru gríðarlega sterkir þeir sem lentu í fyrsta og öðru sæti. Þeir hafa báðir verið lengi í sérflokki í þessum þyngdarflokki en annar er frá Bandaríkjunum en hinn frá Rússlandi. Það eru miklu stærri þjóðir en Ísland. Ég var sáttur við bronsið þennan dag en það þýðir ekki að ég verði það að eilífu,“ sagði Júlían en hvert stefnir hann á nýju ári? „Ég stefni áfram eftir svona hvatningu eins og svona verðlaun eru. Ég er rosalega stoltur af þessu og sérstaklega sem fulltrúi svona lítillar íþróttar ef svo má segja. Þó við séum mörg stór þá er þetta lítil íþrótt. Ég stefni klárlega áfram. Þetta ár fer svolítið í það að tryggja mér sæti á heimsleikum sem fara fram fjórða hvert ár eða árið eftir Ólympíuleika,“ sagði Júlían en hann getur ekki komst inn á Ólympíuleika. Kemst ekki á Ólympíuleika „Kraftlyftingar eru ekki inn á Ólympíuleikum. Þar eru inni ólympskar lyftingar en kraftlyftingar eru komnar inn í Ólympíusambandið en ekki inn á leikana. Ég held að það sé unnið að því að koma þeim inn,“ sagði Júlían. Íþróttamaður ársins er ekki valinn einungis út á afrekin heldur skiptir einnig máli framkoman og að vera góð fyrirmynd. Heimsmet Júlíans í réttstöðulyftu, sem hann setti á árinu, er 405,5 kíló lyfta hans sem er engin smá þyngd. Hvernig og hvenær byrjaði hann? „Ég lyfti fyrst þegar ég var sextán ára en ég er orðinn 27 ára núna í janúar. Þá lyfti ég 195 kílóum í réttstöðulyftu á mínu fyrsta móti,“ sagði Júlían sem hefur meira en tvöfaldað þá þyngd á þessum ellefu árum. Hann bætti heimsmet sitt um hálft kíló á HM á þessu ári en hvert hálft kíló skiptir orðið miklu máli þegar menn eru komnir upp í slíkar þyngdir. „Já það gerir það. Hálft kíló getur gjörbreytt lyftum og það er það minnsta sem þú getur hækkað um ef þú ert að reyna við heimsmet. Þegar þú ert kominn upp í þessar heimsmetaþyngdir þá munar um hvert gramm,“ sagði Júlían. Stundum er við það að fara að líða yfir mig Gunnlaugur Helgason rifjar upp það þegar menn tala um að sjá bleika fíla eftir svona mikla áreynslu við að lyfta svona gríðarlegum þyngdum. „Ég veit ekki hvort að það séu bleikir fílar en ég kannast við tilfinninguna þegar maður sér bletti. Stundum er við það að fara að líða yfir mig,“ sagði Júlían um tilfinninguna eftir að hafa lyft yfir 400 kílóum. Lengi vel var steranotkun sett í samhengi við kraftlyftingar frekar en ólympskar lyftingar. Heimir Karlsson spurði Júlían hvernig það væri almennt í dag. „Það sem gerist á árunum 2006 til 2009 þá gengur Kraftlyftingasambandið í endurnýjun lífdaga ef svo má að orði komast. Það er endurvakið og endurstofnað innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Ég minntist aðeins á þetta í þakkarræðunni minni af því að mér finnst þetta vera rosalega mikilvægt. Með þessu er skapaður heilbrigður vettvangur fyrir unga sem aldna til þess að stunda kraftlyftingar í heilbrigðu íþróttaumhverfi. Markmiðið þá var að kraftlyftingar á Íslandi yrðu eins og allar aðrar íþróttir á Íslandi. Það eru lyfjapróf og lyfjaeftirlit,“ sagði Júlían Það má heyra allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.
Íþróttamaður ársins Kraftlyftingar Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira