Eyjamenn aldrei verið jafnspenntir og boða fótboltamótin samkvæmt áætlun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2020 14:58 Margir eiga góðar minningar frá heimsókn sinni á Heimaey í júní til keppni á fótboltamóti. Vísir/Vilhelm Árleg fótboltamót fara fram í Vestmannaeyjum á tilsettum tíma. Þetta tilkynntu Eyjamenn í dag. TM-mótið verður haldið 10.-13. júní og Orkumótið 24.-27. júní. Munu mótin verða með sama sniði og undanfarin ár. Von er á um þúsund iðkendum á TM-mótið sem er fyrir tólf ára stelpur og ellefu hundrað iðkendum á Orkumótið en mótið er fyrir tíu ára drengi. Töluverð óvissa hefur verið um mótin undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðaráætlanir hafa verið unnar með aðgerðarstjórn almannavarna út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir í dag. Í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja er minnt á að fjöldatakmarkanir, sem nú miðast við fimmtíu manns í rými og munu að óbreyttu miða við meiri fjölda með tímanum, gilda ekki um börn, aðeins fullorðna. Því ætla Eyjamenn að takmarka aðgengi foreldra í gistingu, mat og jafnvel á þá viðburði sem fara fram inni í íþróttahúsi. Foreldrum er velkomið að koma og fylgjast með leikjum en þó með því skilyrði að þeir haldi sig inn á afmörkuðum svæðum og haldi tveggja metra reglunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að ekki hafa allir þeir sem ætluðu sér að koma tækifæri til þess vegna t.d. undirliggjandi sjúkdóma og því óskum við eftir því að þið farið að vinna að því að fá lokatölur á þátttakendum ykkar félags og senda okkur fyrir 18. maí. Við höfum seinkað eindaga þátttökugjalda fyrir einstaklinga til 25. maí (hafi fjöldatölum verið skilað eigi síðar en 18. maí). Í ljósi aðstæðna þá getum við ekki tekið á móti fleiri en tveimur fullorðnum í gistingu eða mat á okkar vegum á hvert lið.“ Segjast Eyjamenn aldrei hafa hlakkað jafn mikið til að sjá þátttakendur og þeirra fólk. Aðgerðaráætlunina fyrir Orkumótið má lesa hér. Aðgerðaráætlunina fyrir TM-mótið má lesa hér. Vestmannaeyjar Almannavarnir Börn og uppeldi Heilsa Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Árleg fótboltamót fara fram í Vestmannaeyjum á tilsettum tíma. Þetta tilkynntu Eyjamenn í dag. TM-mótið verður haldið 10.-13. júní og Orkumótið 24.-27. júní. Munu mótin verða með sama sniði og undanfarin ár. Von er á um þúsund iðkendum á TM-mótið sem er fyrir tólf ára stelpur og ellefu hundrað iðkendum á Orkumótið en mótið er fyrir tíu ára drengi. Töluverð óvissa hefur verið um mótin undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðaráætlanir hafa verið unnar með aðgerðarstjórn almannavarna út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir í dag. Í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja er minnt á að fjöldatakmarkanir, sem nú miðast við fimmtíu manns í rými og munu að óbreyttu miða við meiri fjölda með tímanum, gilda ekki um börn, aðeins fullorðna. Því ætla Eyjamenn að takmarka aðgengi foreldra í gistingu, mat og jafnvel á þá viðburði sem fara fram inni í íþróttahúsi. Foreldrum er velkomið að koma og fylgjast með leikjum en þó með því skilyrði að þeir haldi sig inn á afmörkuðum svæðum og haldi tveggja metra reglunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að ekki hafa allir þeir sem ætluðu sér að koma tækifæri til þess vegna t.d. undirliggjandi sjúkdóma og því óskum við eftir því að þið farið að vinna að því að fá lokatölur á þátttakendum ykkar félags og senda okkur fyrir 18. maí. Við höfum seinkað eindaga þátttökugjalda fyrir einstaklinga til 25. maí (hafi fjöldatölum verið skilað eigi síðar en 18. maí). Í ljósi aðstæðna þá getum við ekki tekið á móti fleiri en tveimur fullorðnum í gistingu eða mat á okkar vegum á hvert lið.“ Segjast Eyjamenn aldrei hafa hlakkað jafn mikið til að sjá þátttakendur og þeirra fólk. Aðgerðaráætlunina fyrir Orkumótið má lesa hér. Aðgerðaráætlunina fyrir TM-mótið má lesa hér.
Vestmannaeyjar Almannavarnir Börn og uppeldi Heilsa Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19
Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41