Ford deilir gögnum sjálfkeyrandi bíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. maí 2020 07:00 Mynd sem sýnir gögnin í gegnum tól sem Ford skaffar. Bílaframleiðandinn Ford hefur deilt gögnum úr prófunum sjálfkeyrandi bíla framleiðandans. Markmiðið er að stuðla að og auka rannsóknir og þróun á sviði sjálfkeyrandi bíla. Eðli sjálfkeyrandi bíla er slíkt að þeir þurfa umtalsvert magn af gögnum til að virka. Slíkt getur verið erfitt að verða sér úti um. Til að auðvelda öllum sem vilja að þróa kerfi og hugbúnað fyrir sjálfkeyrandi bíla hefur Ford opnað aðgang að gagnasafn sem fræðasamfélagið og rannsakendur geta nýtt sér. „Það er engin betri leið til að upphefja rannsóknir og þróun en að ganga úr skugga um að fræðasamfélagið hafi öll þau gögn sem það þarf til að búa til góða algrími (e. algorithms) fyrir sjálfkeyrandi bíla, segir í færslu fyrirtækisins á Medium. Stutt í sjálfkeyrandi bíla Ford hafði ætlað að kynna fyrstu kynslóð sína af sjálfkeyrandi bílum á næsta ári, en því hefur nú verið frestað til 2022. „Að gefnum þeim áskorunum sem nú ganga yfir sem og nauðsyn þess að skilja langtíma áhrif COVID-19 á hegðun viðskiptavina, hefur Ford ákveðið að fresta kynningu sjálfkeyrandi bíla sinna til 2022,“ sagði í tilkynningu frá framleiðandanum. Gögnunum var safnað yfir eitt ár og kemur frá mörgum sjálfkeyrandi tilrauna-bílum. Meðal þess sem finna má í gögnunum eru leysigeislaskannanir, myndavélaskynjaragögn, GPS hnit og aðrar almennar upplýsingar um ferðina, ásamt þrívíddar líkani af skýjum og yfirborði jarðar. Ford deilir einnig tóli sem gerir kleift að lesa úr gögnunum og birta sem mynd. Sjálfkeyrandi Ford. Önnur fyrirtæki hafa deilt gögnum úr sjálfkeyrandi bílum í langan tíma, Waymo má nefna þar sem dæmi. Það sem sker Ford úr er hversu gríðarlegt umfang gagna er um að ræða. Í fyrsta lagi að þau spanni heilt ár. Í öðru lagi að þau taki til mismunandi veðurfars t.d. rigningar, snjókomu, sólskins og skýjaðra daga. Í þriðja lagi þá var gögnunum safnað á Detroit svæðinu, þar sem bílarnir þurftu að glíma við þéttar byggðir, hraðbrautir, göng, hljóðlát íbúðahverfi, flugvelli, framkvæmdasvæði og gangandi vegfarendur. Þessi gögn eru því til þess fallin að gefa rannsakendum byr undir báða vængi. Fleiri en einn bíll Gögnin ná til nokkurra bíla sem þýðir að hægt er að skoða hvað gerist þegar þeir þurfa að eiga í samskiptum hver við annan. Einn þeirra gæti til að mynda skynjað eitthvað eða vitað eitthvað sem aðrir bílar hefðu gott af því að taka með í reikninginn. Tækni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent
Bílaframleiðandinn Ford hefur deilt gögnum úr prófunum sjálfkeyrandi bíla framleiðandans. Markmiðið er að stuðla að og auka rannsóknir og þróun á sviði sjálfkeyrandi bíla. Eðli sjálfkeyrandi bíla er slíkt að þeir þurfa umtalsvert magn af gögnum til að virka. Slíkt getur verið erfitt að verða sér úti um. Til að auðvelda öllum sem vilja að þróa kerfi og hugbúnað fyrir sjálfkeyrandi bíla hefur Ford opnað aðgang að gagnasafn sem fræðasamfélagið og rannsakendur geta nýtt sér. „Það er engin betri leið til að upphefja rannsóknir og þróun en að ganga úr skugga um að fræðasamfélagið hafi öll þau gögn sem það þarf til að búa til góða algrími (e. algorithms) fyrir sjálfkeyrandi bíla, segir í færslu fyrirtækisins á Medium. Stutt í sjálfkeyrandi bíla Ford hafði ætlað að kynna fyrstu kynslóð sína af sjálfkeyrandi bílum á næsta ári, en því hefur nú verið frestað til 2022. „Að gefnum þeim áskorunum sem nú ganga yfir sem og nauðsyn þess að skilja langtíma áhrif COVID-19 á hegðun viðskiptavina, hefur Ford ákveðið að fresta kynningu sjálfkeyrandi bíla sinna til 2022,“ sagði í tilkynningu frá framleiðandanum. Gögnunum var safnað yfir eitt ár og kemur frá mörgum sjálfkeyrandi tilrauna-bílum. Meðal þess sem finna má í gögnunum eru leysigeislaskannanir, myndavélaskynjaragögn, GPS hnit og aðrar almennar upplýsingar um ferðina, ásamt þrívíddar líkani af skýjum og yfirborði jarðar. Ford deilir einnig tóli sem gerir kleift að lesa úr gögnunum og birta sem mynd. Sjálfkeyrandi Ford. Önnur fyrirtæki hafa deilt gögnum úr sjálfkeyrandi bílum í langan tíma, Waymo má nefna þar sem dæmi. Það sem sker Ford úr er hversu gríðarlegt umfang gagna er um að ræða. Í fyrsta lagi að þau spanni heilt ár. Í öðru lagi að þau taki til mismunandi veðurfars t.d. rigningar, snjókomu, sólskins og skýjaðra daga. Í þriðja lagi þá var gögnunum safnað á Detroit svæðinu, þar sem bílarnir þurftu að glíma við þéttar byggðir, hraðbrautir, göng, hljóðlát íbúðahverfi, flugvelli, framkvæmdasvæði og gangandi vegfarendur. Þessi gögn eru því til þess fallin að gefa rannsakendum byr undir báða vængi. Fleiri en einn bíll Gögnin ná til nokkurra bíla sem þýðir að hægt er að skoða hvað gerist þegar þeir þurfa að eiga í samskiptum hver við annan. Einn þeirra gæti til að mynda skynjað eitthvað eða vitað eitthvað sem aðrir bílar hefðu gott af því að taka með í reikninginn.
Tækni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent