Eitt framboð barst í formannsembætti Samtaka ferðaþjónustunnar og var Bjarnheiður Hallsdóttir því endurkjörinn formaður samtakanna til næstu tveggja ára. Þetta var kunngjört á aðalfundi SAF sem fór fram í gær. Fundurinn var haldinn í netheimum að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins.
Samhliða kjöri á formanni, sem fram fór rafrænt í fyrsta sinn í sögu samtakanna, var kosið í þrjú stjórnarsæti hjá SAF. Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.
Sex frambjóðendur sóttust eftir stjórnarsætunum þremur og fór kjörið sem hér segir:
Aðalmenn í stjórn SAF starfsárin 2020 – 2022:
Ívar Ingimarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Óseyri, hlaut 70.563 atkvæði eða 87,28%
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions, hlaut 54.061 atkvæði eða 66,87%
Hallgrímur Lárusson, eigandi og framkvæmdastjóri Snæland Grímsson, hlaut 46.085 atkvæði eða 57,00%
Varamenn í stjórn SAF starfsárið 2020- 2021:
Ólöf Einarsdóttir, eigandi Mountaineers of Iceland
Unnur Svavarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri GoNorth
Ámundi Óskar Johansen, framkvæmdastjóri Veisluþjónustunnar – Rúgbrauðsgerðarinnar
Fyrir í stjórn SAF eru Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair Group, Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Radisson Blu Hótel Sögu og Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar. Hlutu þau kjör í stjórn SAF á aðalfundi árið 2019.