Situr uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað: „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 21:20 Haraldur Sigþórsson segist vera í vonlausri stöðu vegna kaupa á sérhönnuðum bíl sem skyndilega hækkaði í verði. Vísir/Arnar Hreyfihamlað fólk sem pantaði sérútbúin bíl um áramót situr nú uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað eftir fall krónunnar. Einn þeirra segist vera í vonlausri stöðu þar sem ekki er hægt að hætta við kaupin. Landssamband hreyfihamlaðra vill að ríkið aðstoði hópinn. Þeir sem eru mikið hreyfihamlaðir þurfa sérhannaðan sendibíl til að geta keyrt sjálfir. Þetta fólk fær styrk frá Tryggingastofnun til að kaupa slíkan bíl. Þá eru tollar og aðflutningsgjöld felld niður. Fólkið greiðir svo mismuninn sem hefur hingað til verið um ein milljón. Haraldur Sigþórsson pantaði nýjan bíl í desember síðastliðnum sem er sérhannaður fyrir hann. „Undir venjulegum kringumstæðum væri ég í þeirri stöðu að vera að taka á móti bílnum núna en með öllu þessu covid dæmi þá hefur íslenska krónan fallið mjög mikið þannig að verðið sem var samið um í nóvember eða desember hefur gjörbreyst og ég sit uppi með einhverja eina og hálfa milljón í algjöran aukakostnað,“ segir Haraldur Sigurþórsson. VÍSIR/ARNAR Fleiri eru í sömu stöðu að sögn Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. „Þetta eru þó nokkrir einstaklingar sem hafa eiginlega legið á okkur og samtökunum og kallað á hjálp,“ segir Bergur Þorri. „Það er búið að gera áætlanir og svo bara bregðast þær með falli krónunnar og menn eru að fá milljón eða meira í hækkun sem fellur allt á notandann. Forsendur fyrir kaupunum sem menn gerðu um áramótin eru algjörlega brostnar,“ segir Bergur Þórri. Bíllinn sem Haraldur pantaði er kominn langt í breytingaferlinu en hann veit ekki hvað gerist ef hann getur ekki leyst hann úr. „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu vegna þess að margir myndu vilja hætta við en það er ekki hægt, þannig ég hreinlega veit ekki hvað gerist. Eins og staðan lítur út í dag er það eiginlega bara þannig að við verðum að bera þennan kostnað sem mér finnst eiginlega mjög óréttlátt,“ segir Haraldur. Sjálfbjörg hefur vakið athygli ráðherra á málinu. „Ráðherra gæti nú brugðist við og að minnsta kosti breytt reglunum tímabundið til að koma til móts við fólkið sem er bara í mjög erfiðri stöðu,“ segir Bergur Þorri. Haraldur segir stöðuna erfiða fyrir öryrkja. „Öryrkjar eru náttúrulega í þeirri stöðu að svona upphæð er allt of mikil. Við getum alveg búist við einhverri smá aukaupphæð vegna gengisbreytinga en þetta er bara alltof, alltof mikið,“ segir Haraldur. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Hreyfihamlað fólk sem pantaði sérútbúin bíl um áramót situr nú uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað eftir fall krónunnar. Einn þeirra segist vera í vonlausri stöðu þar sem ekki er hægt að hætta við kaupin. Landssamband hreyfihamlaðra vill að ríkið aðstoði hópinn. Þeir sem eru mikið hreyfihamlaðir þurfa sérhannaðan sendibíl til að geta keyrt sjálfir. Þetta fólk fær styrk frá Tryggingastofnun til að kaupa slíkan bíl. Þá eru tollar og aðflutningsgjöld felld niður. Fólkið greiðir svo mismuninn sem hefur hingað til verið um ein milljón. Haraldur Sigþórsson pantaði nýjan bíl í desember síðastliðnum sem er sérhannaður fyrir hann. „Undir venjulegum kringumstæðum væri ég í þeirri stöðu að vera að taka á móti bílnum núna en með öllu þessu covid dæmi þá hefur íslenska krónan fallið mjög mikið þannig að verðið sem var samið um í nóvember eða desember hefur gjörbreyst og ég sit uppi með einhverja eina og hálfa milljón í algjöran aukakostnað,“ segir Haraldur Sigurþórsson. VÍSIR/ARNAR Fleiri eru í sömu stöðu að sögn Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. „Þetta eru þó nokkrir einstaklingar sem hafa eiginlega legið á okkur og samtökunum og kallað á hjálp,“ segir Bergur Þorri. „Það er búið að gera áætlanir og svo bara bregðast þær með falli krónunnar og menn eru að fá milljón eða meira í hækkun sem fellur allt á notandann. Forsendur fyrir kaupunum sem menn gerðu um áramótin eru algjörlega brostnar,“ segir Bergur Þórri. Bíllinn sem Haraldur pantaði er kominn langt í breytingaferlinu en hann veit ekki hvað gerist ef hann getur ekki leyst hann úr. „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu vegna þess að margir myndu vilja hætta við en það er ekki hægt, þannig ég hreinlega veit ekki hvað gerist. Eins og staðan lítur út í dag er það eiginlega bara þannig að við verðum að bera þennan kostnað sem mér finnst eiginlega mjög óréttlátt,“ segir Haraldur. Sjálfbjörg hefur vakið athygli ráðherra á málinu. „Ráðherra gæti nú brugðist við og að minnsta kosti breytt reglunum tímabundið til að koma til móts við fólkið sem er bara í mjög erfiðri stöðu,“ segir Bergur Þorri. Haraldur segir stöðuna erfiða fyrir öryrkja. „Öryrkjar eru náttúrulega í þeirri stöðu að svona upphæð er allt of mikil. Við getum alveg búist við einhverri smá aukaupphæð vegna gengisbreytinga en þetta er bara alltof, alltof mikið,“ segir Haraldur.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira