Viðhorf ráðherra beri vott um skilningsleysi gagnvart stöðu stúdenta Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 16:00 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Stúdentaráð „Fyrstu viðbrögð eru auðvitað vonbrigði og það blossaði upp mikil reiði meðal stúdenta við að heyra þessa skoðun ráðherra. Það er ekki þannig að við séum búin að vera að krefjast eingöngu atvinnuleysisbóta af því að við viljum komast upp með að gera ekki neitt.“ Þetta segir Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs um ummæli Ásmundar Einars Daðasonar barna- og félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag þar sem hann lýsti yfir áhyggjum af því að allar kröfur sem væru að koma fram miðuðu að því að slökkva allt og loka öllu og allir vildu fá fjármagn fyrir að „gera ekki neitt“. Það væri því ekki skynsamlegt að leyfa stúdentum að sækja um atvinnuleysisbætur þegar tugir þúsunda væru nú þegar á atvinnuleysisskrá. „Þetta viðhorf til atvinnuleysisbóta, að þær séu til þess gerðar að greiða fólki fyrir að gera ekki neitt er að sjálfsögðu ekki þannig. Það eru skilyrði fyrir því að vera virkur í atvinnuleit og taka störfum sem þér bjóðast, og það myndi líka ganga yfir stúdenta. Þetta viðhorf lýsir svolitlu skilningsleysi að okkar mati og þeirri stöðu sem stúdentar eru í og af hverju við erum að leggja þessar kröfur fram í raun og veru,“ segir Jóna Þórey í samtali við Vísi. Hún segir Stúdentaráð hafa lagt fram tillögur að úrræðum fyrir stúdenta, til að mynda fjölgun sumarstarfa og fleiri atvinnuskapandi úrræðum í einkageiranum. Krafan um atvinnuleysisbætur fyrir stúdenta komi fram samhliða því til þess að tryggja öllum framfærslu og fjárhagsöryggi. „Eitthvað er í vinnslu vissulega, en það er þessi öryggisventill sem þarf að vera til staðar til þess að grípa fólk sem hefur hvað mestar áhyggjur og mun koma hvað verst út úr þessu, því þeir sem eru félagslega verst staddir og hafa ekki sterkt bakland og geta í rauninni ekki flutt úr sínum leiguhúsnæðum aftur heim og svo framvegis, þeir munu sitja eftir,“ segir Jóna Þórey og bætir við að sá hópur muni neyðast til þess að sækja í úrræði velferðarkerfisins og því er kostnaðurinn sem fylgi ástandinu óhjákvæmilegur. Á borði ráðherra að foreldrar og börn komi ekki illa út úr ástandinu Jóna Þórey segir tímabundna framfærslu fyrir stúdenta í sumarið ekki fjarstæðukennda hugmynd. Slíkt úrræði hafi verið í boði sumarið 2009 þegar ástandið á vinnumarkaði var afar slæmt eftir hrun og það væri öllum til bóta ef það væri einnig í boði nú. Í könnun Stúdentaráðs kom í ljós að stúdentar upplifðu mikinn kvíða vegna kórónuveirufaraldursins og ástandið hefði verulega slæm áhrif á andlega heilsu þeirra. Jóna Þórey segir fjárhagsáhyggjur ofan á það gera slæmt ástand enn verra. „Það er algjörlega okkar tilfinning að óöryggið og óvissan er að fara mjög illa í fólk. Samkvæmt þeirri könnun höfðu foreldrar langt umfram meiri áhyggjur af fjárhagsöryggi sínu heldur en aðrir hópar, sem og fólk í leiguhúsnæðum. Það er auðvitað borði háttvirts barnamálaráðherra að foreldrar og börn muni ekki koma illa út úr þessu. Foreldrar í námi hafa mjög miklar áhyggjur af stöðunni.“ Aðspurð hvort hún telji barna- og félagsmálaráðherra gera sér grein fyrir þeirri stöðu sem margir stúdentar eru í segir Jóna Þórey það ekki hafa sýnt sig í viðtalinu. „Mér finnst það allavega ekki hafa endurspeglast í þessu viðtali, en ég vona að hann geri það að meira marki en kom þarna fram í Silfrinu í dag.“ Ummælin í besta falli óheppileg Í yfirlýsingu frá Stúdentaráði Háskóla Íslands er lýst yfir vonbrigðum með ummælin. Þau séu í besta falli óheppileg og lýsi vonandi ekki viðhorfi ráðherra til krafna þeirra um fjárhagsöryggi. Nú sé sumarið komið og stúdentar geti ekki beðið lengur. Viðbrögð SHÍ vegna ummæla Félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag.https://t.co/P569lBomJ0 pic.twitter.com/J2Z3PaopuI— SHÍ (@Studentarad) May 10, 2020 Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa á samfélagsmiðlum og hafa stúdentar lýst yfir reiði og vonbrigðum, fyrst þegar tillaga um atvinnuleysisbætur til stúdenta var felld og nú í dag vegna ummæla Ásmundar í Silfrinu. Hvað er í gangi? pic.twitter.com/eyqso8SMUi— Freyja Steingrímsdóttir (@freyjast) May 10, 2020 Mannfjandsamlegt viðhorf.Sérstaklega þegar stórum hluta fólks STENDUR EKKI TIL BOÐA AÐ GERA NEITT!Það er ástæða fyrir því að fólk verður atvinnulaust... https://t.co/85qfDoGqQC— Álfur Birkir (@AlfurBirkir) May 10, 2020 Þessi maður fær 1.941.328 krónur á mánuði á sumrin fyrir það að gera ekki neitt. Námsmenn fá ekkert sumarfrí, framfærslu sem er langt undir lágmarkslaunum og margir nú að missa vinnuna. Hver er sá sem er að gera ekki neitt? https://t.co/zTDNKRyahX— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) May 10, 2020 FÓLK VELUR SÉR EKKI AÐ VERA ATVINNULAUST TIL ÞESS AÐ FÁ LÁGMARKSTEKJUR. https://t.co/rlkN5qfw5U— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) May 10, 2020 Hvaða sturlaða veruleikafirring og forréttindablinda er þetta?!? Ég er í sjokki. https://t.co/IwoMqMt98W— Aldís Mjöll (@AldisMjoll) May 10, 2020 Ótrúlegt skilningsleysi ráðherra. Óháð kröfu stúdenta þá ertu atvinnuleysisbætur grundvöllur þess að fólk hafi tíma til að finna störf við hæfi. Það má þannig færa rök fyrir því að í raun geti þær haft góð áhrif á hsgkerfið, ekki bara einstaklinga). https://t.co/xHLq6CgfHW— Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) May 10, 2020 Blaut tuska í andlitið.Kröfur stúdenta eru réttmætar. Hvað með foreldra í námi sem er þriðjungur námsmanna, hæstvirtur barnamálaráðherra? Eru þeir líka bara latir og vilja pening fyrir að gera ekki neitt? https://t.co/1xYotCw67G— Jóna Þ. Pétursdóttir (@jonapeturs) May 10, 2020 Hér í Bretlandi eru bótaþegar mjög jaðarsettir í allri stjórnmála- og fjölmiðlaumræðu, en ég held samt að enginn ráðherra kæmist upp með að tala eins og Ásmundur Einar gerði í Silfrinu í dag án þess að það yrði að stórmáli, hann lenti á forsíðum blaða og krafist yrði afsagnar.— Jóhann Páll (@JPJohannsson) May 10, 2020 Félagsmál Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35 Skoða hvort fallist verði á kröfu SHÍ um að fella niður skrásetningargjöld Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. 26. apríl 2020 11:53 40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32 Mest lesið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Erlent Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Innlent Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Erlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru auðvitað vonbrigði og það blossaði upp mikil reiði meðal stúdenta við að heyra þessa skoðun ráðherra. Það er ekki þannig að við séum búin að vera að krefjast eingöngu atvinnuleysisbóta af því að við viljum komast upp með að gera ekki neitt.“ Þetta segir Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs um ummæli Ásmundar Einars Daðasonar barna- og félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag þar sem hann lýsti yfir áhyggjum af því að allar kröfur sem væru að koma fram miðuðu að því að slökkva allt og loka öllu og allir vildu fá fjármagn fyrir að „gera ekki neitt“. Það væri því ekki skynsamlegt að leyfa stúdentum að sækja um atvinnuleysisbætur þegar tugir þúsunda væru nú þegar á atvinnuleysisskrá. „Þetta viðhorf til atvinnuleysisbóta, að þær séu til þess gerðar að greiða fólki fyrir að gera ekki neitt er að sjálfsögðu ekki þannig. Það eru skilyrði fyrir því að vera virkur í atvinnuleit og taka störfum sem þér bjóðast, og það myndi líka ganga yfir stúdenta. Þetta viðhorf lýsir svolitlu skilningsleysi að okkar mati og þeirri stöðu sem stúdentar eru í og af hverju við erum að leggja þessar kröfur fram í raun og veru,“ segir Jóna Þórey í samtali við Vísi. Hún segir Stúdentaráð hafa lagt fram tillögur að úrræðum fyrir stúdenta, til að mynda fjölgun sumarstarfa og fleiri atvinnuskapandi úrræðum í einkageiranum. Krafan um atvinnuleysisbætur fyrir stúdenta komi fram samhliða því til þess að tryggja öllum framfærslu og fjárhagsöryggi. „Eitthvað er í vinnslu vissulega, en það er þessi öryggisventill sem þarf að vera til staðar til þess að grípa fólk sem hefur hvað mestar áhyggjur og mun koma hvað verst út úr þessu, því þeir sem eru félagslega verst staddir og hafa ekki sterkt bakland og geta í rauninni ekki flutt úr sínum leiguhúsnæðum aftur heim og svo framvegis, þeir munu sitja eftir,“ segir Jóna Þórey og bætir við að sá hópur muni neyðast til þess að sækja í úrræði velferðarkerfisins og því er kostnaðurinn sem fylgi ástandinu óhjákvæmilegur. Á borði ráðherra að foreldrar og börn komi ekki illa út úr ástandinu Jóna Þórey segir tímabundna framfærslu fyrir stúdenta í sumarið ekki fjarstæðukennda hugmynd. Slíkt úrræði hafi verið í boði sumarið 2009 þegar ástandið á vinnumarkaði var afar slæmt eftir hrun og það væri öllum til bóta ef það væri einnig í boði nú. Í könnun Stúdentaráðs kom í ljós að stúdentar upplifðu mikinn kvíða vegna kórónuveirufaraldursins og ástandið hefði verulega slæm áhrif á andlega heilsu þeirra. Jóna Þórey segir fjárhagsáhyggjur ofan á það gera slæmt ástand enn verra. „Það er algjörlega okkar tilfinning að óöryggið og óvissan er að fara mjög illa í fólk. Samkvæmt þeirri könnun höfðu foreldrar langt umfram meiri áhyggjur af fjárhagsöryggi sínu heldur en aðrir hópar, sem og fólk í leiguhúsnæðum. Það er auðvitað borði háttvirts barnamálaráðherra að foreldrar og börn muni ekki koma illa út úr þessu. Foreldrar í námi hafa mjög miklar áhyggjur af stöðunni.“ Aðspurð hvort hún telji barna- og félagsmálaráðherra gera sér grein fyrir þeirri stöðu sem margir stúdentar eru í segir Jóna Þórey það ekki hafa sýnt sig í viðtalinu. „Mér finnst það allavega ekki hafa endurspeglast í þessu viðtali, en ég vona að hann geri það að meira marki en kom þarna fram í Silfrinu í dag.“ Ummælin í besta falli óheppileg Í yfirlýsingu frá Stúdentaráði Háskóla Íslands er lýst yfir vonbrigðum með ummælin. Þau séu í besta falli óheppileg og lýsi vonandi ekki viðhorfi ráðherra til krafna þeirra um fjárhagsöryggi. Nú sé sumarið komið og stúdentar geti ekki beðið lengur. Viðbrögð SHÍ vegna ummæla Félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag.https://t.co/P569lBomJ0 pic.twitter.com/J2Z3PaopuI— SHÍ (@Studentarad) May 10, 2020 Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa á samfélagsmiðlum og hafa stúdentar lýst yfir reiði og vonbrigðum, fyrst þegar tillaga um atvinnuleysisbætur til stúdenta var felld og nú í dag vegna ummæla Ásmundar í Silfrinu. Hvað er í gangi? pic.twitter.com/eyqso8SMUi— Freyja Steingrímsdóttir (@freyjast) May 10, 2020 Mannfjandsamlegt viðhorf.Sérstaklega þegar stórum hluta fólks STENDUR EKKI TIL BOÐA AÐ GERA NEITT!Það er ástæða fyrir því að fólk verður atvinnulaust... https://t.co/85qfDoGqQC— Álfur Birkir (@AlfurBirkir) May 10, 2020 Þessi maður fær 1.941.328 krónur á mánuði á sumrin fyrir það að gera ekki neitt. Námsmenn fá ekkert sumarfrí, framfærslu sem er langt undir lágmarkslaunum og margir nú að missa vinnuna. Hver er sá sem er að gera ekki neitt? https://t.co/zTDNKRyahX— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) May 10, 2020 FÓLK VELUR SÉR EKKI AÐ VERA ATVINNULAUST TIL ÞESS AÐ FÁ LÁGMARKSTEKJUR. https://t.co/rlkN5qfw5U— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) May 10, 2020 Hvaða sturlaða veruleikafirring og forréttindablinda er þetta?!? Ég er í sjokki. https://t.co/IwoMqMt98W— Aldís Mjöll (@AldisMjoll) May 10, 2020 Ótrúlegt skilningsleysi ráðherra. Óháð kröfu stúdenta þá ertu atvinnuleysisbætur grundvöllur þess að fólk hafi tíma til að finna störf við hæfi. Það má þannig færa rök fyrir því að í raun geti þær haft góð áhrif á hsgkerfið, ekki bara einstaklinga). https://t.co/xHLq6CgfHW— Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) May 10, 2020 Blaut tuska í andlitið.Kröfur stúdenta eru réttmætar. Hvað með foreldra í námi sem er þriðjungur námsmanna, hæstvirtur barnamálaráðherra? Eru þeir líka bara latir og vilja pening fyrir að gera ekki neitt? https://t.co/1xYotCw67G— Jóna Þ. Pétursdóttir (@jonapeturs) May 10, 2020 Hér í Bretlandi eru bótaþegar mjög jaðarsettir í allri stjórnmála- og fjölmiðlaumræðu, en ég held samt að enginn ráðherra kæmist upp með að tala eins og Ásmundur Einar gerði í Silfrinu í dag án þess að það yrði að stórmáli, hann lenti á forsíðum blaða og krafist yrði afsagnar.— Jóhann Páll (@JPJohannsson) May 10, 2020
Félagsmál Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35 Skoða hvort fallist verði á kröfu SHÍ um að fella niður skrásetningargjöld Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. 26. apríl 2020 11:53 40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32 Mest lesið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Erlent Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Innlent Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Erlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Sjá meira
Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35
Skoða hvort fallist verði á kröfu SHÍ um að fella niður skrásetningargjöld Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. 26. apríl 2020 11:53
40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32