Þóra María Sigurjónsdóttir er gengin í raðir HK frá Aftureldingu sem hún hefur leikið með allan sinn feril.
Þóra er einn allra efnilegasti leikmaður landsins og Hrafnhildur Skúladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, valdi hana besta unga leikmann Olís-deildar kvenna. Hún miðaði þar við leikmenn fædda árið 2000 og síðar.
Hún skoraði 34 mörk í fyrstu níu leikjum Aftureldingar í vetur áður en hún sleit krossband í hné.
Þóra, sem er leikstjórnandi, hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.
Auk Þóru hefur HK fengið Ólöfu Ástu Arnþórsdóttur frá Stjörnunni, Alexöndru Líf Arnarsdóttur frá Haukum og Chloe Önnu Aronsdóttur frá ÍR. HK endaði í 4. sæti Olís-deildar kvenna á síðasta tímabili.
HK komnar/farnar
Komnar:
- Þóra María Sigurjónsdóttir frá Aftureldingu
- Ólöf Ásta Ástþórsdóttir frá Stjörnunni
- Chloe Anna Aronsdóttir frá ÍR
- Alexandra Líf Arnarsdóttir frá Haukum
Farnar: