Sesar A gaf kærustunni frumlega afmælisgjöf Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 11. maí 2020 20:00 Aðsend mynd Eyjólfur B. Eyvindarson, betur þekktur sem rapparinn SESAR A, var Einhleypa Makamála síðasta haust. Amor hefur heldur betur skotið niður örvum sínum því Eyjó, eins og hann er oftast kallaður, fann ástina í örmum Ásdísar Þulu í lok síðasta árs. Fyrsta afmælisgjöf Eyjó til kærustunnar vakti töluverða athygli á samfélagsmiðlum enda einkar frumleg og listræn. Makamál slógu á þráðinn og fengu að forvitnast aðeins um nýju ástina og afmælisgjöfina. Hvernig og hvenær kynntust þið Ásdís? Það var um miðjan desember í fyrra að ég og Björg vinkona mín mæltum okkur mót á Kaffibarnum þar sem við ætluðum að hittast og spjalla yfir drykk. Hún mætti hins vegar ekki ein heldur voru með í för nokkrar vinkonur hennar og þar á meðal var Ásdís. Kvöldið endaði þannig að við Ásdís spjölluðum nær viðstöðulaust allt kvöldið svo að ákveðið var að heyrast fljótt aftur. Vikuna eftir hafði ég samband við hana á laugardegi. Hún var þá á gangi austur Sæbrautina og hafði leitað sér skjóls fyrir köldum vetrarvindi hjá ónefndri lúgusjoppu. Síminn hennar var við það að verða batteríslaus og henni var kalt. Ég bauðst því til að sækja hana og skutla henni heim sem ég svo gerði. Helgin varð svo eitt allsherjar stefnumót. Við fórum í sund, versluðum jólagjafir og fórum út að borða. Ég bauð henni einnig á jólatónleika sem ég söng á með kórnum mínum Bartónum sömu helgi. Við höfum verið saman síðan þá. En hvernig kviknaði svo hugmyndin að afmælisgjöfinni? Út um gluggann heima hjá henni sést yfir á veggi þar sem mikið er um veggjalist (eða graffitti). Það var í snemma í janúar að ég stóð við gluggann og leit út og virti fyrir mér veggina. Ég sá einn vegg sem sést allur og fékk þá hugmyndina, að gefa henni graffverk í afmælisgjöf. Þegar ég flutti til Kópavogs 12 ára gamall eignaðist ég vin sem hafði mikinn áhuga á veggjalist. Ég hafði kynnst því í Danmörku en lagði, á þeim tíma, stund á skrykkdans (Electric boogie). Við félagarnir fórum að mála saman og kynntumst fljótt öðrum veggjalistamönnum. Á svipuðum tíma fór ég að skrifa rapptexta og búa til tónlist, mér fannst rappið vera meiri tjáning og lagði því graffið til hliðar. Ég tala um þetta í laginu "List ein" (sem kom út á plötunni „Gerðuþaðsjálfur“). Það er mikið um myndlistarmenn í fjölskyldu Ásdísar og það var kannski undir áhrifum þess sem hugmyndin vaknaði. Að hún fengi striga sem hún gæti horft á út um gluggann heima hjá sér. Fyrst ég gat ekki málað lengur sjálfur, fékk ég félaga minn til þess. Hann er með þeim betri sem ég veit um og er listamannanafnið hans Dyer. (dyer_lcf á Instagram) Hann fór að skissa upp hugmynd en ég sá fyrir mér stíl úr gamla skólanum, stafi sem flestir ef ekki allir gætu lesið. Planið var að verkið ætti að vera tilbúið á afmælisdagsmorgninum og ég myndi sýna henni það út um gluggann. Hins vegar hafði rignt mikið og því hafði ekki verið hægt að úða í tæka tíð. Ég hafði náð að grunna vegginn með grárri útimálningu og fengið leyfi hjá eiganda veggsins og búið var að láta nokkra graffara vita (sem venjulega mála á þessu svæði) af planinu. Þegar svo loks var hægt að úða á vegginn þá vissi afmælisbarnið af því, en ekki hvað myndi koma á hann. Hún fékk svo að vita hvenær hún mátti fara út í glugga og bera það augum. Hvernig voru viðbrögðin hennar þegar hún sá verkið? Hún var himinlifandi, sagði þetta bestu afmælisgjöf sem hún hafi fengið. Óttastu ekkert að það verði erfitt að toppa þessa fyrstu afmælisgjöf? Gjöf er gjöf og ég hef ekki vanist því að þær séu bornar saman. Ég geri enga kröfu um að gjafir séu "toppaðar". Það skiptir ekki máli hversu dýr eða flókin framkvæmd á gjöf er, það er hugurinn bakvið hana og hversu mikil þörfin er á henni. Það er mesta gleðin, þá skiptir stærðin eða umfang ekki máli. Fullgert vegglistaverk eftir listamanninn DYER. Þær gerast nú varla frumlegri afmælisgjafirnar. Aðsend mynd Makamál þakka Eyjó kærlega fyrir spjallið og óska þessu nýja og skapandi kærustupari til hamingju með ástina og lífið. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Móðurmál: „Þú veist hvað er best fyrir barnið þitt“ Dansarinn Malín Agla Kristjánsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum með kærasta sínum, einkaþjálfaranum Svavari Ingvarssyni. 4. maí 2020 20:00 Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Það er eitt að vera hafnað, en annað að fá skilaboð um sambandsslit. 6. mars 2020 12:00 10 staðreyndir í tilefni Valentínusardagsins Vissir þú að einstaklingar eyða að meðaltali 20.160 mínútum ævi sinnar í kossa? 14. febrúar 2020 15:15 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Tæplega helmingur segist ekki nota verjur við skyndikynni Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál „Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag“ Makamál Tekur þú verjur með þér út á lífið? Makamál Hittu aftur og aftur í mark á fyrsta stefnumótinu Makamál Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Eyjólfur B. Eyvindarson, betur þekktur sem rapparinn SESAR A, var Einhleypa Makamála síðasta haust. Amor hefur heldur betur skotið niður örvum sínum því Eyjó, eins og hann er oftast kallaður, fann ástina í örmum Ásdísar Þulu í lok síðasta árs. Fyrsta afmælisgjöf Eyjó til kærustunnar vakti töluverða athygli á samfélagsmiðlum enda einkar frumleg og listræn. Makamál slógu á þráðinn og fengu að forvitnast aðeins um nýju ástina og afmælisgjöfina. Hvernig og hvenær kynntust þið Ásdís? Það var um miðjan desember í fyrra að ég og Björg vinkona mín mæltum okkur mót á Kaffibarnum þar sem við ætluðum að hittast og spjalla yfir drykk. Hún mætti hins vegar ekki ein heldur voru með í för nokkrar vinkonur hennar og þar á meðal var Ásdís. Kvöldið endaði þannig að við Ásdís spjölluðum nær viðstöðulaust allt kvöldið svo að ákveðið var að heyrast fljótt aftur. Vikuna eftir hafði ég samband við hana á laugardegi. Hún var þá á gangi austur Sæbrautina og hafði leitað sér skjóls fyrir köldum vetrarvindi hjá ónefndri lúgusjoppu. Síminn hennar var við það að verða batteríslaus og henni var kalt. Ég bauðst því til að sækja hana og skutla henni heim sem ég svo gerði. Helgin varð svo eitt allsherjar stefnumót. Við fórum í sund, versluðum jólagjafir og fórum út að borða. Ég bauð henni einnig á jólatónleika sem ég söng á með kórnum mínum Bartónum sömu helgi. Við höfum verið saman síðan þá. En hvernig kviknaði svo hugmyndin að afmælisgjöfinni? Út um gluggann heima hjá henni sést yfir á veggi þar sem mikið er um veggjalist (eða graffitti). Það var í snemma í janúar að ég stóð við gluggann og leit út og virti fyrir mér veggina. Ég sá einn vegg sem sést allur og fékk þá hugmyndina, að gefa henni graffverk í afmælisgjöf. Þegar ég flutti til Kópavogs 12 ára gamall eignaðist ég vin sem hafði mikinn áhuga á veggjalist. Ég hafði kynnst því í Danmörku en lagði, á þeim tíma, stund á skrykkdans (Electric boogie). Við félagarnir fórum að mála saman og kynntumst fljótt öðrum veggjalistamönnum. Á svipuðum tíma fór ég að skrifa rapptexta og búa til tónlist, mér fannst rappið vera meiri tjáning og lagði því graffið til hliðar. Ég tala um þetta í laginu "List ein" (sem kom út á plötunni „Gerðuþaðsjálfur“). Það er mikið um myndlistarmenn í fjölskyldu Ásdísar og það var kannski undir áhrifum þess sem hugmyndin vaknaði. Að hún fengi striga sem hún gæti horft á út um gluggann heima hjá sér. Fyrst ég gat ekki málað lengur sjálfur, fékk ég félaga minn til þess. Hann er með þeim betri sem ég veit um og er listamannanafnið hans Dyer. (dyer_lcf á Instagram) Hann fór að skissa upp hugmynd en ég sá fyrir mér stíl úr gamla skólanum, stafi sem flestir ef ekki allir gætu lesið. Planið var að verkið ætti að vera tilbúið á afmælisdagsmorgninum og ég myndi sýna henni það út um gluggann. Hins vegar hafði rignt mikið og því hafði ekki verið hægt að úða í tæka tíð. Ég hafði náð að grunna vegginn með grárri útimálningu og fengið leyfi hjá eiganda veggsins og búið var að láta nokkra graffara vita (sem venjulega mála á þessu svæði) af planinu. Þegar svo loks var hægt að úða á vegginn þá vissi afmælisbarnið af því, en ekki hvað myndi koma á hann. Hún fékk svo að vita hvenær hún mátti fara út í glugga og bera það augum. Hvernig voru viðbrögðin hennar þegar hún sá verkið? Hún var himinlifandi, sagði þetta bestu afmælisgjöf sem hún hafi fengið. Óttastu ekkert að það verði erfitt að toppa þessa fyrstu afmælisgjöf? Gjöf er gjöf og ég hef ekki vanist því að þær séu bornar saman. Ég geri enga kröfu um að gjafir séu "toppaðar". Það skiptir ekki máli hversu dýr eða flókin framkvæmd á gjöf er, það er hugurinn bakvið hana og hversu mikil þörfin er á henni. Það er mesta gleðin, þá skiptir stærðin eða umfang ekki máli. Fullgert vegglistaverk eftir listamanninn DYER. Þær gerast nú varla frumlegri afmælisgjafirnar. Aðsend mynd Makamál þakka Eyjó kærlega fyrir spjallið og óska þessu nýja og skapandi kærustupari til hamingju með ástina og lífið.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Móðurmál: „Þú veist hvað er best fyrir barnið þitt“ Dansarinn Malín Agla Kristjánsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum með kærasta sínum, einkaþjálfaranum Svavari Ingvarssyni. 4. maí 2020 20:00 Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Það er eitt að vera hafnað, en annað að fá skilaboð um sambandsslit. 6. mars 2020 12:00 10 staðreyndir í tilefni Valentínusardagsins Vissir þú að einstaklingar eyða að meðaltali 20.160 mínútum ævi sinnar í kossa? 14. febrúar 2020 15:15 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Tæplega helmingur segist ekki nota verjur við skyndikynni Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál „Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag“ Makamál Tekur þú verjur með þér út á lífið? Makamál Hittu aftur og aftur í mark á fyrsta stefnumótinu Makamál Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Móðurmál: „Þú veist hvað er best fyrir barnið þitt“ Dansarinn Malín Agla Kristjánsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum með kærasta sínum, einkaþjálfaranum Svavari Ingvarssyni. 4. maí 2020 20:00
Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Það er eitt að vera hafnað, en annað að fá skilaboð um sambandsslit. 6. mars 2020 12:00
10 staðreyndir í tilefni Valentínusardagsins Vissir þú að einstaklingar eyða að meðaltali 20.160 mínútum ævi sinnar í kossa? 14. febrúar 2020 15:15