Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag að karlmaður, sem gekk berserksgang í verslunum á Selfossi, skuli sæta nær mánaðargæsluvarðhaldi, eða til 2. apríl.
Maðurinn, sem handtekinn var um miðjan dag í gær, hafði látið öllum illum látum í verslunum N1 og Nettó á Selfossi í gær. Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi að skömmu áður hefði maðurinn verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi.
Höfðu fangaverðir nýlokið við að aðstoða hann í að komast í Strætó á Selfossi eftir að Landsréttur hafði úrskurðað að hann skyldi látinn laus úr gæsluvarðhaldi sem Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað manninn í.
Í gæsluvarðhald eftir berserksgang á Selfossi
