Starfsmenn Twitter fá að vinna heima um ókomna tíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 08:49 Starfsmenn Twitter hafa unnið heima síðan í mars. Getty/Omar Marques Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter munu fá að vinna heima um ókomna tíð kjósi þeir það. Þetta tilkynnti forstjóri fyrirtækisins, Jack Dorsey, í tölvupósti til starfsmanna í gær og talsmaður Twitter staðfesti fréttirnar í samtali við Guardian. Talsmaðurinn segir að fyrirtækið hafi verið eitt af þeim fyrstu til að gefa starfsmönnum kost á því að vinna að heiman vegna kórónuveirufaraldursins. „Við vorum í einstakri stöðu til að bregðast hratt við og leyfa starfsmönnum að vinna heima vegna áherslu okkar á sem minnsta miðstýringu og stuðning við starfsfólk sem er víða og getur unnið hvar sem er,“ sagði í bloggfærslu fyrirtækisins. Síðustu mánuðir hafi sýnt að Twitter geti látið þetta ganga upp. „Þannig að ef að starfsmenn okkar eru i þannig hlutverki og aðstöðu sem gerir þeim kleift að vinna heima, og þeir vilja halda því áfram um ókomna tíð, þá munum við láta það gerast.“ Höfuðstöðvar Twitter eru í San Fransisco í Kaliforníu. Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter munu fá að vinna heima um ókomna tíð kjósi þeir það. Þetta tilkynnti forstjóri fyrirtækisins, Jack Dorsey, í tölvupósti til starfsmanna í gær og talsmaður Twitter staðfesti fréttirnar í samtali við Guardian. Talsmaðurinn segir að fyrirtækið hafi verið eitt af þeim fyrstu til að gefa starfsmönnum kost á því að vinna að heiman vegna kórónuveirufaraldursins. „Við vorum í einstakri stöðu til að bregðast hratt við og leyfa starfsmönnum að vinna heima vegna áherslu okkar á sem minnsta miðstýringu og stuðning við starfsfólk sem er víða og getur unnið hvar sem er,“ sagði í bloggfærslu fyrirtækisins. Síðustu mánuðir hafi sýnt að Twitter geti látið þetta ganga upp. „Þannig að ef að starfsmenn okkar eru i þannig hlutverki og aðstöðu sem gerir þeim kleift að vinna heima, og þeir vilja halda því áfram um ókomna tíð, þá munum við láta það gerast.“ Höfuðstöðvar Twitter eru í San Fransisco í Kaliforníu.
Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira