Svörtustu spár þegar að raungerast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2020 21:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Arnar Svörtustu spár eru þegar að raungerast hvað varðar atvinnuleysi og er það gríðarlegt áhyggjuefni að sögn fjármálaráðherra. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þungt hljóð í félagsmönnum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi í gær að ef til vill væri orðið tímabært að skoða beina ríkisstyrki til fyrirtækja í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem blasir við. „Ég tek eftir því að víða um lönd er verið að fara þá leið,“ segir Bjarni. Það sé ljóst að staðan fari versnandi. „Okkar svartasta spá um þátttöku í hlutastarfaleiðinni og hvað atvinnuleysi varðar að öðru leyti eru bara strax að raungerast þannig að mér finnst vera tímabært fyrir okkur að hefja umræðu um þessa þætti,“ segir Bjarni. Þegar liggi fyrir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða. „Eins líka þurfum við að gera ráð fyrir því að frestanir á gjalddögum, eftir atvikum brúarlánin muni á endanum rata í þann farveg að það munu ekki allir geta staðið í skilum og mér finnst langbest að vera heiðarlegur með þetta strax í upphafi,“ segir Bjarni. „Ég hef bara miklar áhyggjur af því hversu víðtæk efnahagsleg áhrif eru strax að birtast útaf þessum faraldri og mér finnst nauðsynlegt að við horfumst í augu við það strax.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir áhrifin vera smám saman að koma í ljós. „Á síðustu tveimur vikum þá erum við búin að hringja í á fimmta hundrað félagsmenn í ólíkum greinum iðnaðar til þess að fá svona hugmynd um það hvernig ástandið kemur við reksturinn,“ segir Sigurður. Ástandið bitni með mismunandi hætti á ólíkar greinar iðnaðarins. „Við finnum það auðvitað á okkar félagsmönnum að meira þarf til svoleiðis að við erum auðvitað vongóð um það að svo verði.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Svörtustu spár eru þegar að raungerast hvað varðar atvinnuleysi og er það gríðarlegt áhyggjuefni að sögn fjármálaráðherra. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þungt hljóð í félagsmönnum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi í gær að ef til vill væri orðið tímabært að skoða beina ríkisstyrki til fyrirtækja í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem blasir við. „Ég tek eftir því að víða um lönd er verið að fara þá leið,“ segir Bjarni. Það sé ljóst að staðan fari versnandi. „Okkar svartasta spá um þátttöku í hlutastarfaleiðinni og hvað atvinnuleysi varðar að öðru leyti eru bara strax að raungerast þannig að mér finnst vera tímabært fyrir okkur að hefja umræðu um þessa þætti,“ segir Bjarni. Þegar liggi fyrir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða. „Eins líka þurfum við að gera ráð fyrir því að frestanir á gjalddögum, eftir atvikum brúarlánin muni á endanum rata í þann farveg að það munu ekki allir geta staðið í skilum og mér finnst langbest að vera heiðarlegur með þetta strax í upphafi,“ segir Bjarni. „Ég hef bara miklar áhyggjur af því hversu víðtæk efnahagsleg áhrif eru strax að birtast útaf þessum faraldri og mér finnst nauðsynlegt að við horfumst í augu við það strax.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir áhrifin vera smám saman að koma í ljós. „Á síðustu tveimur vikum þá erum við búin að hringja í á fimmta hundrað félagsmenn í ólíkum greinum iðnaðar til þess að fá svona hugmynd um það hvernig ástandið kemur við reksturinn,“ segir Sigurður. Ástandið bitni með mismunandi hætti á ólíkar greinar iðnaðarins. „Við finnum það auðvitað á okkar félagsmönnum að meira þarf til svoleiðis að við erum auðvitað vongóð um það að svo verði.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira