Orðspor Íslands laskað næstu árin ef opnun landsins fer illa Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2020 11:15 Ráðherrar kynntu á þriðjudag fyrirætlanir um að falla frá kröfu um tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þess í stað geti fólk farið í skimun eða skilað inn heilbrigðisvottorði. vísir/vilhelm Takist fyrirhuguð opnun landsins ekki sem skyldi má vænta þess að það gæti orðið Íslendingum mjög kostnaðarsamt. Ekki aðeins myndi það kosta samfélagið „gríðarlega“ að herða aftur samkomubann og aðrar sóttvarnir heldur myndi bakslag í baráttunni hugsanlega skaða orðspor Íslands í útlöndum. Komur ferðmanna myndu stöðvast og ár gætu liðið þangað til Ísland yrði aftur talið traustur áfangastaður. Þetta er álit Lilju Daggar Jónsdóttur, hagfræðings og ráðgjafa forsætisráðuneytisins, sem fengin var til að leggja hagrænt mat á hugmyndir stjórnvalda um opnun landamæra. Kynnt var í vikunni að fólk sem kemur hingað til lands eftir 15. júní muni hafa val um það að fara í tveggja vikna sóttkví, fara í sýnatöku eða skila heilbrigðisvottorði sem staðfestir að það sé laust við kórónuveiruna. Lilja Dögg segir því ekki að neita að mikill hagrænn ávinningur fylgi því að ferðamenn fari aftur að flykkjast hingað til lands. Óvissan sé hins vegar of mikil til að hægt sé að slá nokkrum föstu í þessum efnum. Ekki sé vitað hvenær markaðir opnist aftur, hver eftirspurnin eftir utanlandsferðum sé í þessu árferði, hvernig flugsamgöngur munu byggjast upp aftur o.s.frv. Einfaldasta hagræðna forsendan fyrir því að opna landið aftur að mati Lilju hljóti þó að vera sannfæringin um að hægt sé að opna landið aftur án þess að auka hætturnar á faraldurinn blossi upp að nýju. „Það er til mikils að vinna að aflétta ferðatakmörkunum hratt og örugglega, innan þess ramma sem sóttvarnaraðgerðir setja,“ segir Lilja og undirstrikar mikilvægi sóttvarnanna. Það er ekki bara vegna þess að það myndi kosta samfélagið gríðarlega að herða aftur sóttvarnaraðgerðir, heldur einnig vegna þess að það myndi aftur stöðva komu ferðalanga til landsins og hugsanlega skaða orðspor Íslands sem trausts áfangastaðar næsta árið/árin. Dómsmálaráðherra ræðir við sóttvarnalækni og yfirlögregluþjón á fundinum á þriðjudag.vísir/vilhelm Eins og fréttastofan greindi frá í gær er ótal spurningum enn ósvarað um fyrirhugaða opnun landsins 15. júní. Endanleg útfærsla á sýnatöku við komuna til landsins liggur ekki fyrir og óljóst er hvað hægt sé að taka sýni úr mörgum ferðamönnum á dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í skýrslu starfshóps um landamæraopnunina að fyrirtæki sitt hafa getað tekið 2000 sýni á dag og hægt sé að margfalda þá afkastagetu. Þá eru einnig áhöld um hvort hægt sé yfirhöfuð að skilda ferðamenn í veirupróf eða til að sækja smitrakningarforrit í síma sína, eins og stjórnvöld leggja upp með. Þá hefur ekki verið útfært hvað skuli gera ef ferðamaður greinist með veiruna hér á landi. Sóttvarnarlæknir segir að líkast til verði veikir ferðamenn ekki sendir úr landi og að farið yrði fram á við ferðamenn að þeir væru með ferðatryggingu til að geta staðið undir kostnaði af sjúkrahúsdvöl hér á landi eða dvöl í sóttkví. Þá liggi áhættugreining Landspítalans á þessari opnun ekki fyrir. Það sé því óljóst hvort spítalinn myndi ráða við aukið álag sem gæti fylgt opnun landamæra. Forstjóri Landspítalans segir að áhættugreiningin sé í vinnslu og að hún verði kynnt stjórnvöldum annað hvort í lok vikunnar eða þeirrar næstu. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mörgum spurningum ósvarað varðandi opnun landamæra Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. 13. maí 2020 18:00 Ótímabær opnun gæti leitt til óþarfa dauðsfalla Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. 12. maí 2020 22:48 Ráðherrar vongóðir um að það versta sé afstaðið Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. 12. maí 2020 20:33 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Takist fyrirhuguð opnun landsins ekki sem skyldi má vænta þess að það gæti orðið Íslendingum mjög kostnaðarsamt. Ekki aðeins myndi það kosta samfélagið „gríðarlega“ að herða aftur samkomubann og aðrar sóttvarnir heldur myndi bakslag í baráttunni hugsanlega skaða orðspor Íslands í útlöndum. Komur ferðmanna myndu stöðvast og ár gætu liðið þangað til Ísland yrði aftur talið traustur áfangastaður. Þetta er álit Lilju Daggar Jónsdóttur, hagfræðings og ráðgjafa forsætisráðuneytisins, sem fengin var til að leggja hagrænt mat á hugmyndir stjórnvalda um opnun landamæra. Kynnt var í vikunni að fólk sem kemur hingað til lands eftir 15. júní muni hafa val um það að fara í tveggja vikna sóttkví, fara í sýnatöku eða skila heilbrigðisvottorði sem staðfestir að það sé laust við kórónuveiruna. Lilja Dögg segir því ekki að neita að mikill hagrænn ávinningur fylgi því að ferðamenn fari aftur að flykkjast hingað til lands. Óvissan sé hins vegar of mikil til að hægt sé að slá nokkrum föstu í þessum efnum. Ekki sé vitað hvenær markaðir opnist aftur, hver eftirspurnin eftir utanlandsferðum sé í þessu árferði, hvernig flugsamgöngur munu byggjast upp aftur o.s.frv. Einfaldasta hagræðna forsendan fyrir því að opna landið aftur að mati Lilju hljóti þó að vera sannfæringin um að hægt sé að opna landið aftur án þess að auka hætturnar á faraldurinn blossi upp að nýju. „Það er til mikils að vinna að aflétta ferðatakmörkunum hratt og örugglega, innan þess ramma sem sóttvarnaraðgerðir setja,“ segir Lilja og undirstrikar mikilvægi sóttvarnanna. Það er ekki bara vegna þess að það myndi kosta samfélagið gríðarlega að herða aftur sóttvarnaraðgerðir, heldur einnig vegna þess að það myndi aftur stöðva komu ferðalanga til landsins og hugsanlega skaða orðspor Íslands sem trausts áfangastaðar næsta árið/árin. Dómsmálaráðherra ræðir við sóttvarnalækni og yfirlögregluþjón á fundinum á þriðjudag.vísir/vilhelm Eins og fréttastofan greindi frá í gær er ótal spurningum enn ósvarað um fyrirhugaða opnun landsins 15. júní. Endanleg útfærsla á sýnatöku við komuna til landsins liggur ekki fyrir og óljóst er hvað hægt sé að taka sýni úr mörgum ferðamönnum á dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í skýrslu starfshóps um landamæraopnunina að fyrirtæki sitt hafa getað tekið 2000 sýni á dag og hægt sé að margfalda þá afkastagetu. Þá eru einnig áhöld um hvort hægt sé yfirhöfuð að skilda ferðamenn í veirupróf eða til að sækja smitrakningarforrit í síma sína, eins og stjórnvöld leggja upp með. Þá hefur ekki verið útfært hvað skuli gera ef ferðamaður greinist með veiruna hér á landi. Sóttvarnarlæknir segir að líkast til verði veikir ferðamenn ekki sendir úr landi og að farið yrði fram á við ferðamenn að þeir væru með ferðatryggingu til að geta staðið undir kostnaði af sjúkrahúsdvöl hér á landi eða dvöl í sóttkví. Þá liggi áhættugreining Landspítalans á þessari opnun ekki fyrir. Það sé því óljóst hvort spítalinn myndi ráða við aukið álag sem gæti fylgt opnun landamæra. Forstjóri Landspítalans segir að áhættugreiningin sé í vinnslu og að hún verði kynnt stjórnvöldum annað hvort í lok vikunnar eða þeirrar næstu.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mörgum spurningum ósvarað varðandi opnun landamæra Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. 13. maí 2020 18:00 Ótímabær opnun gæti leitt til óþarfa dauðsfalla Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. 12. maí 2020 22:48 Ráðherrar vongóðir um að það versta sé afstaðið Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. 12. maí 2020 20:33 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Mörgum spurningum ósvarað varðandi opnun landamæra Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. 13. maí 2020 18:00
Ótímabær opnun gæti leitt til óþarfa dauðsfalla Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. 12. maí 2020 22:48
Ráðherrar vongóðir um að það versta sé afstaðið Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. 12. maí 2020 20:33