Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 13:25 Hér má sjá hvernig aðstæður eru á kjörstöðum í Wisconsin. AP/Scott Trindl Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. Þrátt fyrir að fólki hafi verið skipað að halda sig heima er sömuleiðis verið að biðja kjósendur um að taka þátt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar seinna á árinu og í kosningu um sæti í Hæstarétti Wisconsin. Það er vegna ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem tekin var í gær um að ríkisstjóri Wisconsin geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að fresta kosningum. Repúblikanar vildu ekki fresta kosningunum Málið á sér þó nokkurn aðdraganda. Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin og Demókrati, hefur verið ragur við að fresta forvalinu, vegna mótstöðu Repúblikana, sem eru í meirihluta í þingi ríksins. Repúblikanar eru sömuleiðis í meirihluta Hæstaréttar Wisconsin. Þegar Evers gaf út tilskipun í gærkvöldi um að fresta ætti kosningunum þvert á mótmæli Repúblikana í þinginu, tók það Hæstarétt Wisconsin einungis fjórar klukkustundir að gefa út úrskurð um að Evers gæti ekki frestað kosningunum án aðkomu þingsins. Ríkisstjórinn sjálfur hafði þó dregið það í efa og þess vegna hafði hann ekki reynt það fyrr. Hæstiréttur Bandaríkjanna fylgdi því svo eftir skömmu seinna og sneri við úrskurði lægri dómstóls sem lengdi tímabilið sem tekið yrði á móti utankjörfundaratkvæðum. Sá úrskurður fylgdi einnig flokkslínum, 5-4. Ruth Bader Ginsburg, sem skipuð var af Demókrata, mótmælti þeirri niðurstöðu og gagnrýndi meirihluta dómara. Hún sagði heimsfaraldurinn hafa þegar leitt til gífurlegrar fjölgunar í utankjörfundaratkvæðum og nú yrði ljóst að atkvæði þúsunda kjósenda myndu ekki skila sér. Frambjóðendurnir Joe Biden og Bernie Sanders voru báðir samþykkir því að kosningunum yrði frestað og segja hættulegt að svo verði ekki. Íbúar Wisconsin mótmæla ákvörðun Hæstaréttar ríkisins.AP/Amber Arnold Repúblikanar vilja minni þátttöku Vegna smithættunnar hafa þúsundir sjálfboðaliða hætt við að hjálpa við framkvæmd þeirra. Til marks um þá miklu manneklu sem hefur myndast hafa yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, fækkað kjörstöðum úr 180 í fimm. Þjóðvarðlið Wisconsin hefur verið kallað út til að hjálpa til við framkvæmd kosninganna. Repúblikanar eru sannfærðir um að lægri þátttaka í kosningunum, og þá sérstaklega í fjölmennum byggðum eins og Milwaukee, muni hagnast þeirra frambjóðanda til Hæstaréttar ríkisins. Strjálbýlli svæði, þar sem kjósendur eru líklegri til að aðhyllast Repúblikanaflokknum, verða fyrir minni truflunum. Mikið deilt í Wisconsin Stjórnmálin í Wisconsin hafa harðnað mikið á undanförnum árum. Donald Trump, forseti, vann ríkið í kosningunum 2016 með einungis 26 þúsund atkvæðum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans, hafði talið sigur sinn þar öruggan og heimsótti ríkið ekki í kosningabaráttunni. Til marks um breytinguna hafa allir stærstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins, auk Barack Obama, fyrrverandi forseta, heimsótt ríkið á undanförnum mánuðum. Margir Repúblikanar telja Wisconsin vera ríkið sem færði Trump lyklana að Hvíta húsinu og í síðustu kosningum hafa báðir flokkar varið gífurlegum fjármunum í kosningabaráttu þar. Þingkosningarnar 2018 þóttu sérstaklega grimmilegar. Trump sjálfur hefur tekið þátt í deilunum um kosningarnar í Wisconsin. Hann sakaði til að mynda Evers um bellibrögð, þegar hann reyndi að fresta kosingunum og hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttuni. Í nótt tísti hann til að mynda stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda Repúblikanaflokksins til Hæstaréttar. Vote today, Tuesday, for highly respected Republican, Justice Daniel Kelly. Tough on Crime, loves your Military, Vets, Farmers, & will save your 2nd Amendment. A BIG VOTE! https://t.co/1FPYjzZCoH— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 7, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. Þrátt fyrir að fólki hafi verið skipað að halda sig heima er sömuleiðis verið að biðja kjósendur um að taka þátt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar seinna á árinu og í kosningu um sæti í Hæstarétti Wisconsin. Það er vegna ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem tekin var í gær um að ríkisstjóri Wisconsin geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að fresta kosningum. Repúblikanar vildu ekki fresta kosningunum Málið á sér þó nokkurn aðdraganda. Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin og Demókrati, hefur verið ragur við að fresta forvalinu, vegna mótstöðu Repúblikana, sem eru í meirihluta í þingi ríksins. Repúblikanar eru sömuleiðis í meirihluta Hæstaréttar Wisconsin. Þegar Evers gaf út tilskipun í gærkvöldi um að fresta ætti kosningunum þvert á mótmæli Repúblikana í þinginu, tók það Hæstarétt Wisconsin einungis fjórar klukkustundir að gefa út úrskurð um að Evers gæti ekki frestað kosningunum án aðkomu þingsins. Ríkisstjórinn sjálfur hafði þó dregið það í efa og þess vegna hafði hann ekki reynt það fyrr. Hæstiréttur Bandaríkjanna fylgdi því svo eftir skömmu seinna og sneri við úrskurði lægri dómstóls sem lengdi tímabilið sem tekið yrði á móti utankjörfundaratkvæðum. Sá úrskurður fylgdi einnig flokkslínum, 5-4. Ruth Bader Ginsburg, sem skipuð var af Demókrata, mótmælti þeirri niðurstöðu og gagnrýndi meirihluta dómara. Hún sagði heimsfaraldurinn hafa þegar leitt til gífurlegrar fjölgunar í utankjörfundaratkvæðum og nú yrði ljóst að atkvæði þúsunda kjósenda myndu ekki skila sér. Frambjóðendurnir Joe Biden og Bernie Sanders voru báðir samþykkir því að kosningunum yrði frestað og segja hættulegt að svo verði ekki. Íbúar Wisconsin mótmæla ákvörðun Hæstaréttar ríkisins.AP/Amber Arnold Repúblikanar vilja minni þátttöku Vegna smithættunnar hafa þúsundir sjálfboðaliða hætt við að hjálpa við framkvæmd þeirra. Til marks um þá miklu manneklu sem hefur myndast hafa yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, fækkað kjörstöðum úr 180 í fimm. Þjóðvarðlið Wisconsin hefur verið kallað út til að hjálpa til við framkvæmd kosninganna. Repúblikanar eru sannfærðir um að lægri þátttaka í kosningunum, og þá sérstaklega í fjölmennum byggðum eins og Milwaukee, muni hagnast þeirra frambjóðanda til Hæstaréttar ríkisins. Strjálbýlli svæði, þar sem kjósendur eru líklegri til að aðhyllast Repúblikanaflokknum, verða fyrir minni truflunum. Mikið deilt í Wisconsin Stjórnmálin í Wisconsin hafa harðnað mikið á undanförnum árum. Donald Trump, forseti, vann ríkið í kosningunum 2016 með einungis 26 þúsund atkvæðum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans, hafði talið sigur sinn þar öruggan og heimsótti ríkið ekki í kosningabaráttunni. Til marks um breytinguna hafa allir stærstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins, auk Barack Obama, fyrrverandi forseta, heimsótt ríkið á undanförnum mánuðum. Margir Repúblikanar telja Wisconsin vera ríkið sem færði Trump lyklana að Hvíta húsinu og í síðustu kosningum hafa báðir flokkar varið gífurlegum fjármunum í kosningabaráttu þar. Þingkosningarnar 2018 þóttu sérstaklega grimmilegar. Trump sjálfur hefur tekið þátt í deilunum um kosningarnar í Wisconsin. Hann sakaði til að mynda Evers um bellibrögð, þegar hann reyndi að fresta kosingunum og hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttuni. Í nótt tísti hann til að mynda stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda Repúblikanaflokksins til Hæstaréttar. Vote today, Tuesday, for highly respected Republican, Justice Daniel Kelly. Tough on Crime, loves your Military, Vets, Farmers, & will save your 2nd Amendment. A BIG VOTE! https://t.co/1FPYjzZCoH— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 7, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira