Annar aðgerðarpakki stjórnvalda mun snúa að fólki og heimilum Jóhann K. Jóhannsson og Andri Eysteinsson skrifa 11. apríl 2020 12:45 Ásmundur Einar Daðason er félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Baldur Annar aðgerðapakki stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins mun lúta að heimilum og fólki að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að atvinnuleysissjóður muni greiða út fimmtíu til sextíu milljarða í bætur á þessu ári. Fleiri en þrjátíu þúsund hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Tólf þúsund af þeim koma úr ferðaþjónustu og sex þúsund úr verslun og þjónustu. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við með 230 milljarða króna aðgerðapakka til að styðja við fyrirtæki og atvinnulíf en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, að gangi svartsýnustu spár eftir megi gera ráð fyrir mesta samdrætti hér á landi í heila öld. „Við erum að vinna með þær tölur núna að það verða eina tekjur af ferðaþjónustu í apríl. Engar í maí og mjög litlar í júní og við þær aðstæður þá auðvitað kreppir að,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hann segir vinnu stjórnvalda fyrir annan aðgerðarpakka í fullum gangi og gera megi ráð fyrir að hann verði kynntur eftir páska. „Ég og menntamálaráðherra settum af stað vinnu nú í vikunni sem að miðar að því að skoða úrræði fyrir námsmenn í sumar og líka stöðu námsmanna almennt á vinnumarkaði. Við erum að skoða frekari úrræði með sveitarfélögunum og vinna að því með hvaða hætti við getum gripið til vinnumarkaðsaðgerða hvað það snertir. Við eigum við á því að við munum þurfa að grípa til róttækra aðgerða enda nokkuð ljóst að atvinnuleysistryggingasjóður fer í það að greiða út á þessu ári, ef ekkert breytist, 50-60 milljarða í atvinnuleysisbætur.“ Sem er um það bil 35-40% meira en gert var ráð fyrir á þessu ári. „Við munum núna koma með pakka eftir páska sem að snýr að ýmsum úrræðum þegar það kemur að fólki og fjölskyldum en síðan í framhaldinu munum við vinna frekari vinnumarkaðsaðgerðir þegar að við sjáum aðeins hvernig gengur að aflétta þeim hömlum sem hafa verið á íslensku samfélagi.“ „Eftir því sem þetta dregst á langinn að þá þarf auðvitað víðtækari aðgerðir í félagslegum skilningi. Ég hef lagt áherslu á það að það er mikilvægt að hjálpa fyrirtækjum en þá verðum við að gera það sama fyrir fólkið og fjölskyldurnar. Fólkið og fjölskyldurnar eru í sömu stöðu eftir því sem þetta dregst á langinn, varðandi tekjuleysi. Varðandi afkomu sína. Varðandi hræðslu við að missa sínar eignir og svo framvegis og við ætlum okkur einfaldlega að reyna að grípa sem flesta í þeim vikum og mánuðum sem fram undan eru,“sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Annar aðgerðapakki stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins mun lúta að heimilum og fólki að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að atvinnuleysissjóður muni greiða út fimmtíu til sextíu milljarða í bætur á þessu ári. Fleiri en þrjátíu þúsund hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Tólf þúsund af þeim koma úr ferðaþjónustu og sex þúsund úr verslun og þjónustu. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við með 230 milljarða króna aðgerðapakka til að styðja við fyrirtæki og atvinnulíf en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, að gangi svartsýnustu spár eftir megi gera ráð fyrir mesta samdrætti hér á landi í heila öld. „Við erum að vinna með þær tölur núna að það verða eina tekjur af ferðaþjónustu í apríl. Engar í maí og mjög litlar í júní og við þær aðstæður þá auðvitað kreppir að,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hann segir vinnu stjórnvalda fyrir annan aðgerðarpakka í fullum gangi og gera megi ráð fyrir að hann verði kynntur eftir páska. „Ég og menntamálaráðherra settum af stað vinnu nú í vikunni sem að miðar að því að skoða úrræði fyrir námsmenn í sumar og líka stöðu námsmanna almennt á vinnumarkaði. Við erum að skoða frekari úrræði með sveitarfélögunum og vinna að því með hvaða hætti við getum gripið til vinnumarkaðsaðgerða hvað það snertir. Við eigum við á því að við munum þurfa að grípa til róttækra aðgerða enda nokkuð ljóst að atvinnuleysistryggingasjóður fer í það að greiða út á þessu ári, ef ekkert breytist, 50-60 milljarða í atvinnuleysisbætur.“ Sem er um það bil 35-40% meira en gert var ráð fyrir á þessu ári. „Við munum núna koma með pakka eftir páska sem að snýr að ýmsum úrræðum þegar það kemur að fólki og fjölskyldum en síðan í framhaldinu munum við vinna frekari vinnumarkaðsaðgerðir þegar að við sjáum aðeins hvernig gengur að aflétta þeim hömlum sem hafa verið á íslensku samfélagi.“ „Eftir því sem þetta dregst á langinn að þá þarf auðvitað víðtækari aðgerðir í félagslegum skilningi. Ég hef lagt áherslu á það að það er mikilvægt að hjálpa fyrirtækjum en þá verðum við að gera það sama fyrir fólkið og fjölskyldurnar. Fólkið og fjölskyldurnar eru í sömu stöðu eftir því sem þetta dregst á langinn, varðandi tekjuleysi. Varðandi afkomu sína. Varðandi hræðslu við að missa sínar eignir og svo framvegis og við ætlum okkur einfaldlega að reyna að grípa sem flesta í þeim vikum og mánuðum sem fram undan eru,“sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira