Heimasíður sem halda bílaáhugafólki uppteknu í samkomubanni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. apríl 2020 07:00 Bílaáhugafólk þarf sína afþreyingu í samkomubanni eins og aðrir. Hér eru nokkrar heimasíður þar sem verja má klukkustundum við fjölbreytt en bílatengd málefni. Nú þegar páskahelginni er að ljúka og langt liðið á samkomubann getur verið erfitt fyrir áhugafólk um bíla að fá útrás fyrir sitt áhugamál. Autocar.co.uk tók saman lista yfir áhugaverðar heimasíður fyrir bílaáhugafólk. Fyrst ber að nefna Google Maps, einhver kann að spyrja sig hvað það hafi með bíla að gera. Það má nota Google Maps til að skoða gervihnattarmyndir af jörðinni og öllum þeim kappakstursbrautum sem á henni eru (þeim sem eru utandyra að minnsta kosti). Kappakstur Nú þegar allur alþjóðlegur kappakstur liggur niðri vegna COVID-19 er hægt að horfa á Rafíþróttir, slíkur kappakstur nýtur sífellt meiri vinsælda, sérstaklega þegar enginn annar kappakstur er í gangi. Færa má sannfærandi rök fyrir því að hermikappakstur sé sú rafíþrótt sem kemst næst hinni raunverulegri íþrótt, þar sem flestir nota pedala og stýri í hermikappakstri. Youtube-rásin VHS Rallies er eitthvað sem rallý-áhugafólk ætti að skoða. Þar hefur ónefndur rallý-áhugamaður sett inn myndefni sem viðkomandi átti á VHS spólum til að bjarga efninu. Það má reka augu í fyrrum kempur á borð vð Colin McRae og Ari Vatanen. Setja saman bíla Það má lengi dunda sér við að velja lit draumabílinn á heimasíðum framleiðenda. Sumar síður gera notendum kleift að velja mikil smáatriði og þá er gaman að sjá mögulegar útkomur og bera saman. Það má slá inn margar bílategundir í Google leitarvélina og bæta orðinu „Configurator“ (Stillir) við fyrir aftan og dunda sér við að velja búnað og lit á drauma bílinn. Samkomubann á Íslandi Bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent
Bílaáhugafólk þarf sína afþreyingu í samkomubanni eins og aðrir. Hér eru nokkrar heimasíður þar sem verja má klukkustundum við fjölbreytt en bílatengd málefni. Nú þegar páskahelginni er að ljúka og langt liðið á samkomubann getur verið erfitt fyrir áhugafólk um bíla að fá útrás fyrir sitt áhugamál. Autocar.co.uk tók saman lista yfir áhugaverðar heimasíður fyrir bílaáhugafólk. Fyrst ber að nefna Google Maps, einhver kann að spyrja sig hvað það hafi með bíla að gera. Það má nota Google Maps til að skoða gervihnattarmyndir af jörðinni og öllum þeim kappakstursbrautum sem á henni eru (þeim sem eru utandyra að minnsta kosti). Kappakstur Nú þegar allur alþjóðlegur kappakstur liggur niðri vegna COVID-19 er hægt að horfa á Rafíþróttir, slíkur kappakstur nýtur sífellt meiri vinsælda, sérstaklega þegar enginn annar kappakstur er í gangi. Færa má sannfærandi rök fyrir því að hermikappakstur sé sú rafíþrótt sem kemst næst hinni raunverulegri íþrótt, þar sem flestir nota pedala og stýri í hermikappakstri. Youtube-rásin VHS Rallies er eitthvað sem rallý-áhugafólk ætti að skoða. Þar hefur ónefndur rallý-áhugamaður sett inn myndefni sem viðkomandi átti á VHS spólum til að bjarga efninu. Það má reka augu í fyrrum kempur á borð vð Colin McRae og Ari Vatanen. Setja saman bíla Það má lengi dunda sér við að velja lit draumabílinn á heimasíðum framleiðenda. Sumar síður gera notendum kleift að velja mikil smáatriði og þá er gaman að sjá mögulegar útkomur og bera saman. Það má slá inn margar bílategundir í Google leitarvélina og bæta orðinu „Configurator“ (Stillir) við fyrir aftan og dunda sér við að velja búnað og lit á drauma bílinn.
Samkomubann á Íslandi Bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent