Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 13:39 Herjólfsdalur þar sem Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram um Verslunarmannahelgina ár hvert. Breyting gæti orðið á í ár. Vísir/SigurjónÓ Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Ráðherra segir mikilvægt að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar hafi þetta bak við eyrað. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Fjöldamörk samkomubannsins verða meðal annars hækkuð úr 20 í 50 manns en nánar má lesa um hvaða takmörkunum verður aflétt fyrst um sinn hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og Ölmu Möller, landlækni.Vísir/Vilhelm Skrefin taka gildi 4. maí en á fundinum var heilbrigðisráðherra spurð út í hvað tæki við þegar fram liggja stundir, meðal annars með tilliti til fjöldasamkoma og hátíðarhalda í sumar þar sem búast má við að fjöldi fólks komi saman. Þannig kemur fram í minnisblaði sóttvarnarlæknis, sem aðgerðirnar sem kynntar voru í dag byggja á, að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns að minnsta kosti út ágúst. Sú tillaga er þó ekki hluti af þeim afléttingum sem taka gildi 4. maí. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra aðspurð um þetta atriði. Sagði hún að þrátt fyrir að ekki væri tímabært að ræða nákvæmlega hvað yrði hluti af frekar afléttingum samkomubannsis í sumar væri þessi fjöldatakmörkun á stóra viðburði á meðal þess sem sóttvarnarlæknir gerði ráð fyrir að leggja til við ráðherra. „Honum fannst samt eðlilegt og ekki síst í ljósi þess að það eru margir að skipuleggja stórar samkomur að láta þetta fylgja í minnisblaðinu sem svona útgangspunkt sem hann er að vinna út frá nákvæmnlega núna að hann telur líklegt að hann muni leggja á mitt borð þegar fram líða stundir,“ sagði Svandís. Ljóst er að ef sett verður tvö þúsund manna fjöldatakmörkun á stóra viðburði í sumar munu hátíðarhöld um Verslunarmannahelgina, svo sem Þjóðhátíð í Eyjum, og stór íþróttamót fyrir krakka, ekki geta farið fram í óbreyttri mynd frá fyrri árum. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að hugsa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Ráðherra segir mikilvægt að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar hafi þetta bak við eyrað. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Fjöldamörk samkomubannsins verða meðal annars hækkuð úr 20 í 50 manns en nánar má lesa um hvaða takmörkunum verður aflétt fyrst um sinn hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og Ölmu Möller, landlækni.Vísir/Vilhelm Skrefin taka gildi 4. maí en á fundinum var heilbrigðisráðherra spurð út í hvað tæki við þegar fram liggja stundir, meðal annars með tilliti til fjöldasamkoma og hátíðarhalda í sumar þar sem búast má við að fjöldi fólks komi saman. Þannig kemur fram í minnisblaði sóttvarnarlæknis, sem aðgerðirnar sem kynntar voru í dag byggja á, að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns að minnsta kosti út ágúst. Sú tillaga er þó ekki hluti af þeim afléttingum sem taka gildi 4. maí. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra aðspurð um þetta atriði. Sagði hún að þrátt fyrir að ekki væri tímabært að ræða nákvæmlega hvað yrði hluti af frekar afléttingum samkomubannsis í sumar væri þessi fjöldatakmörkun á stóra viðburði á meðal þess sem sóttvarnarlæknir gerði ráð fyrir að leggja til við ráðherra. „Honum fannst samt eðlilegt og ekki síst í ljósi þess að það eru margir að skipuleggja stórar samkomur að láta þetta fylgja í minnisblaðinu sem svona útgangspunkt sem hann er að vinna út frá nákvæmnlega núna að hann telur líklegt að hann muni leggja á mitt borð þegar fram líða stundir,“ sagði Svandís. Ljóst er að ef sett verður tvö þúsund manna fjöldatakmörkun á stóra viðburði í sumar munu hátíðarhöld um Verslunarmannahelgina, svo sem Þjóðhátíð í Eyjum, og stór íþróttamót fyrir krakka, ekki geta farið fram í óbreyttri mynd frá fyrri árum. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að hugsa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira