Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2020 12:35 Frá undirrituninni við Skrafabakka í dag. Vísir/Egill Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. Það voru fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Faxaflóahafna, Veitna, Samskips og Eimskips sem undirrituðu viljayfirlýsinguna en búnaðinum er ætlað að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og staðbundinni loftmengun frá starfsemi hafnarsvæða í Reykjavík. Fyrsti áfanginn Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur fram að um sé að ræða fyrsta áfanga í því verkefni að tryggja raftengingar fyrir stærri skip í höfnum á Íslandi. „Áætlað er að rafvæðingin í þessum áfanga komi til með að draga úr bruna á yfir 660 þúsund lítrum af olíu og draga þannig úr losun koldíoxíðs um 9.589 tonn eða um 20% af núverandi losun á starfssvæði Faxaflóahafna. Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þennan fyrsta áfanga en ef allt gengur að óskum munu flutningaskip Eimskipa og Samskipa geta tengst landrafmagni á næsta ári. Verkefnið er í samræmi við stefnu Íslands í loftslagsmálum og í samræmi við Loftslagsstefnur Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna. Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þennan fyrsta áfanga en ef allt gengur að óskum munu flutningaskip Eimskipa og Samskipa geta tengst landrafmagni á næsta ári.Vísir/Vilhelm Landtenging skipa við rafmagn er mikilvægur þáttur í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bæta loftgæði við hafnir. Á síðustu árum hafa möguleikar á því að tengja stærri skip landrafmagni verið kannaðir ítarlega og nú er fyrsta skrefið stigið með undirritun viljayfirlýsingar um tengingu skipa í Sundahöfn. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum boðið landtengingar fyrir báta og minni skip. Þetta verkefni markar þau tímamót að einnig verður hægt að tengja stór skip við landrafmagn í höfnum. Á næstu árum áforma Faxaflóahafnir að hefja landtengingar fyrir skemmtiferðaskip, en bygging dreifistöðvar Veitna við Sægarða er forsenda þess verkefnis,“ segir í tilkynningunni. Orkumál Samgöngur Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. Það voru fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Faxaflóahafna, Veitna, Samskips og Eimskips sem undirrituðu viljayfirlýsinguna en búnaðinum er ætlað að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og staðbundinni loftmengun frá starfsemi hafnarsvæða í Reykjavík. Fyrsti áfanginn Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur fram að um sé að ræða fyrsta áfanga í því verkefni að tryggja raftengingar fyrir stærri skip í höfnum á Íslandi. „Áætlað er að rafvæðingin í þessum áfanga komi til með að draga úr bruna á yfir 660 þúsund lítrum af olíu og draga þannig úr losun koldíoxíðs um 9.589 tonn eða um 20% af núverandi losun á starfssvæði Faxaflóahafna. Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þennan fyrsta áfanga en ef allt gengur að óskum munu flutningaskip Eimskipa og Samskipa geta tengst landrafmagni á næsta ári. Verkefnið er í samræmi við stefnu Íslands í loftslagsmálum og í samræmi við Loftslagsstefnur Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna. Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þennan fyrsta áfanga en ef allt gengur að óskum munu flutningaskip Eimskipa og Samskipa geta tengst landrafmagni á næsta ári.Vísir/Vilhelm Landtenging skipa við rafmagn er mikilvægur þáttur í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bæta loftgæði við hafnir. Á síðustu árum hafa möguleikar á því að tengja stærri skip landrafmagni verið kannaðir ítarlega og nú er fyrsta skrefið stigið með undirritun viljayfirlýsingar um tengingu skipa í Sundahöfn. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum boðið landtengingar fyrir báta og minni skip. Þetta verkefni markar þau tímamót að einnig verður hægt að tengja stór skip við landrafmagn í höfnum. Á næstu árum áforma Faxaflóahafnir að hefja landtengingar fyrir skemmtiferðaskip, en bygging dreifistöðvar Veitna við Sægarða er forsenda þess verkefnis,“ segir í tilkynningunni.
Orkumál Samgöngur Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira