Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2020 21:00 Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Vinnumálastofnunar hafa í dag fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að dæmi séu um það að fyrirtæki, sem sagt hafi upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Sjá einnig: Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Forseti ASÍ og forstjóri Vinnumálastofnunar lýstu efasemdum um þetta í samtali við fréttastofu í gær enda hafi hugmyndin með hlutabótaleiðinni verið sú að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Í dag hefur Vinnumálastofnun dregið nokkuð í land eftir frekari skoðun en málið hefur í dag sætt nánari skoðun af hálfu aðila vinnumarkaðarins og Vinnumálastofnunar. Forstjóri Securitas, sem bauð nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp hjá fyrirtækinu að gera samkomulag um lækkað starfshlutfall á uppsagnartímanum, sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í gær að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar hjá lögfræðingum Samtaka atvinnulífsins. Funda áfram á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst líta svo á að túlka megi lögin með þeim hætti að hægt sé að fara þessa leið. „Samkvæmt orðanna hljóðan í lagatexta er það með þeim hætti og eins og ég segi, við eigum þetta uppbyggilega samtal milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ,“ segir Halldór. Það samtal er enn í gangi og stefnt að því að funda áfram í fyrramálið. „Ég bind vonir við að það verði til lykta leitt á morgun,“ segir Halldór. Inntur eftir svörum við því hvers vegna Samtök atvinnulífsins túlki lögin á þessa leið, með tilliti til þess að hugmyndin um hlutabótaúrræðið hafi frá upphafi verið kynnt sem úrræði til að viðhalda ráðningarsambandi, svarar Halldór: „Eftir því sem að tíminn vindur fram breytast aðstæður hjá fyrirtækjum og landsmönnum öllum og þegar að þetta úrræði var í vinnslu, í sameiginlegri vinnslu SA, ASÍ og Vinnumálastofnunar, þá vil ég meina að síðan þá hefur útlitið dökknað umtalsvert og það er eðlilegt að við því sé brugðist,“ segir Halldór. „Sem dæmi, sú staða mun koma upp að fólk sem er á hlutabótaúrræði mun mögulega lenda í uppsögn vegna þess að staðan í hagkerfinu er því miður bara verri en flestir gerðu ráð fyrir. Og þegar við vorum að ræða þetta upphaflega var gert ráð fyrir, eða margir vonuðust til þess að um væri að ræða tímabundna niðursveiflu, en ég hygg að það séu fáir á þeim buxunum í dag.“ Úrræðin verði endurmetin reglulega Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í dag að til standi að framlengja úrræði stjórnvalda um hlutabótaleiðina. „En við gerum líka ráð fyrir því að hugsanlega þurfi að gera einhverjar breytingar á þeirri leið út frá þeirri reynslu sem er komin á leiðina. Upphaflega markmiðið, og það hefur verið skýrt allan tímann, var að þessi leið væri fyrir launafólk í landinu fyrst og fremst og til að tryggja afkomu launafólks. Þess vegna var hún mjög opin og hún var samþykkt mjög opin á Alþingi. Þetta þarf að meta núna þegar við skoðum framkvæmd leiðarinnar,“ sagði Katrín. Halldór kveðst taka undir með forsætisráðherra hvað þetta varðar. „Þetta þarf að endurmeta með reglubundnu millibili, sér í lagi þegar tugþúsundir manna eru að fara á þetta úrræði á örskömmum tíma,“ segir Halldór. Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Vinnumálastofnunar hafa í dag fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að dæmi séu um það að fyrirtæki, sem sagt hafi upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Sjá einnig: Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Forseti ASÍ og forstjóri Vinnumálastofnunar lýstu efasemdum um þetta í samtali við fréttastofu í gær enda hafi hugmyndin með hlutabótaleiðinni verið sú að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Í dag hefur Vinnumálastofnun dregið nokkuð í land eftir frekari skoðun en málið hefur í dag sætt nánari skoðun af hálfu aðila vinnumarkaðarins og Vinnumálastofnunar. Forstjóri Securitas, sem bauð nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp hjá fyrirtækinu að gera samkomulag um lækkað starfshlutfall á uppsagnartímanum, sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í gær að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar hjá lögfræðingum Samtaka atvinnulífsins. Funda áfram á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst líta svo á að túlka megi lögin með þeim hætti að hægt sé að fara þessa leið. „Samkvæmt orðanna hljóðan í lagatexta er það með þeim hætti og eins og ég segi, við eigum þetta uppbyggilega samtal milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ,“ segir Halldór. Það samtal er enn í gangi og stefnt að því að funda áfram í fyrramálið. „Ég bind vonir við að það verði til lykta leitt á morgun,“ segir Halldór. Inntur eftir svörum við því hvers vegna Samtök atvinnulífsins túlki lögin á þessa leið, með tilliti til þess að hugmyndin um hlutabótaúrræðið hafi frá upphafi verið kynnt sem úrræði til að viðhalda ráðningarsambandi, svarar Halldór: „Eftir því sem að tíminn vindur fram breytast aðstæður hjá fyrirtækjum og landsmönnum öllum og þegar að þetta úrræði var í vinnslu, í sameiginlegri vinnslu SA, ASÍ og Vinnumálastofnunar, þá vil ég meina að síðan þá hefur útlitið dökknað umtalsvert og það er eðlilegt að við því sé brugðist,“ segir Halldór. „Sem dæmi, sú staða mun koma upp að fólk sem er á hlutabótaúrræði mun mögulega lenda í uppsögn vegna þess að staðan í hagkerfinu er því miður bara verri en flestir gerðu ráð fyrir. Og þegar við vorum að ræða þetta upphaflega var gert ráð fyrir, eða margir vonuðust til þess að um væri að ræða tímabundna niðursveiflu, en ég hygg að það séu fáir á þeim buxunum í dag.“ Úrræðin verði endurmetin reglulega Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í dag að til standi að framlengja úrræði stjórnvalda um hlutabótaleiðina. „En við gerum líka ráð fyrir því að hugsanlega þurfi að gera einhverjar breytingar á þeirri leið út frá þeirri reynslu sem er komin á leiðina. Upphaflega markmiðið, og það hefur verið skýrt allan tímann, var að þessi leið væri fyrir launafólk í landinu fyrst og fremst og til að tryggja afkomu launafólks. Þess vegna var hún mjög opin og hún var samþykkt mjög opin á Alþingi. Þetta þarf að meta núna þegar við skoðum framkvæmd leiðarinnar,“ sagði Katrín. Halldór kveðst taka undir með forsætisráðherra hvað þetta varðar. „Þetta þarf að endurmeta með reglubundnu millibili, sér í lagi þegar tugþúsundir manna eru að fara á þetta úrræði á örskömmum tíma,“ segir Halldór.
Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira