Fyrirtækjalistinn verður birtur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. maí 2020 19:00 Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. Alls hafa ellefu þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var. Ákall hefur verið um að birta fyritækjalistann og hefur kallið meðal annars komið frá ráðherrum. Vinnumálastofnun hefur nú tekið ákvörðun um birtingu. Enn á þó eftir að vinna listann og setja í birtingarhæfan búning og því verður hann ekki birtur fyrr en í næstu viku. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist þó stíga varlega til jarðar. „Ég er enn svolítið hugsi þrátt fyrir álit Persónuverndar og hef stuðning persónuverndarfulltrúa stofnunarinnar í því hvort það sé rétt að birta lista yfir fyrirtæki t.d. með fimm starfsmenn eða færri,“ sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hvaða áhyggjur hefur þú? „Ég hef bara áhyggjur af því að fólk geti fundið út hverjir það voru sem sóttu um greiðslur atvinnuleysisbóta í minnkuðu starfshlutfalli. Það eru einstaklingarnir sem sóttu um og það eru einstaklingarnir sem fengu greitt. Við komumst ekkert hjá því,“ sagði Unnur. Málið snúist því um traust. Ekki sé búið að ákveða hvort að fámenn fyrirtæki verði undanskilin listanum en Persónuvernd hefur sagt að slíkt verði til þess að tilgangurinn, sem er að tryggja almannahagsmuni og stuða að aðhaldi fyrir fyrirtæki, náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingu. Hluti af svari Persónuverndar til Vinnumálastofnunar vegna birtingar upplýsinga um nýtingu hlutabótaleiðar. Skjáskot úr frétt Atvinnuleysi jókst mjög í aprílmánuði þegar flestir þeirra sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall í kjölfar kórónuveirufaraldursins komu af fullum þunga inn í atvinnuleysistölur. Heildaratvinnuleysi var 17,8%. Alls hafa ellefu þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14 Svona var 69. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. maí 2020 13:46 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. Alls hafa ellefu þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var. Ákall hefur verið um að birta fyritækjalistann og hefur kallið meðal annars komið frá ráðherrum. Vinnumálastofnun hefur nú tekið ákvörðun um birtingu. Enn á þó eftir að vinna listann og setja í birtingarhæfan búning og því verður hann ekki birtur fyrr en í næstu viku. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist þó stíga varlega til jarðar. „Ég er enn svolítið hugsi þrátt fyrir álit Persónuverndar og hef stuðning persónuverndarfulltrúa stofnunarinnar í því hvort það sé rétt að birta lista yfir fyrirtæki t.d. með fimm starfsmenn eða færri,“ sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hvaða áhyggjur hefur þú? „Ég hef bara áhyggjur af því að fólk geti fundið út hverjir það voru sem sóttu um greiðslur atvinnuleysisbóta í minnkuðu starfshlutfalli. Það eru einstaklingarnir sem sóttu um og það eru einstaklingarnir sem fengu greitt. Við komumst ekkert hjá því,“ sagði Unnur. Málið snúist því um traust. Ekki sé búið að ákveða hvort að fámenn fyrirtæki verði undanskilin listanum en Persónuvernd hefur sagt að slíkt verði til þess að tilgangurinn, sem er að tryggja almannahagsmuni og stuða að aðhaldi fyrir fyrirtæki, náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingu. Hluti af svari Persónuverndar til Vinnumálastofnunar vegna birtingar upplýsinga um nýtingu hlutabótaleiðar. Skjáskot úr frétt Atvinnuleysi jókst mjög í aprílmánuði þegar flestir þeirra sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall í kjölfar kórónuveirufaraldursins komu af fullum þunga inn í atvinnuleysistölur. Heildaratvinnuleysi var 17,8%. Alls hafa ellefu þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14 Svona var 69. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. maí 2020 13:46 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14
Svona var 69. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. maí 2020 13:46
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40