Rafn hefur sofið með límband fyrir munninum í þrjú ár til að losna við kæfisvefn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2020 13:32 Rafn er þjálfari og heilsuráðgjafi. Rafn Franklín þjálfari og heilsuráðgjafi ræddi um baráttu sína við kæfisvefn og hrotur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég áttaði mig í raun ekki á mínum svefnvandamálum og það var í rauninni ekki fyrr en mér var skipað að fara í svefnrannsókn. Fólk var farið að kvarta í kringum mig út af hrotum og það hélt jafnvel að ég væri að láta lífið í svefni,“ segir Rafn en þá kom í ljós að hann væri með kæfisvefn. „Þetta setti af stað ákveðna vegferð sem ég haf verið í á síðustu árum að kafa ofan í hvernig ég get hámarkað svefngæðin mín. Ég hef fundið gríðarlegan mun á því að gera allt sem ég geri í dag til þess að bæta svefninn.“ Hann segist hafa farið nokkrar óhefðbundnar leiðir í sinni vegferð að betri svefn. „Ég teipa fyrir munninn á hverju kvöldi og þetta geri ég til að tryggja að ég andi með nefinu. Þetta eru nokkuð ný fræði sem eru að koma upp á yfirborðið og markmiðið er að anda með nefinu og þar að leiðandi verður meiri súrefnisupptaka til heilans og líffæra. Þetta mun verða til þess að þú færð betri nætursvefn.“ Rafn ráðleggur samt alltaf fólki að ræða við lækni áður en það stekkur í svona aðgerðir. Árið 2017 ræddi Vísir við Ernu Sif Arnardóttur, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala, eftir að Rafn hafði tjáð sig um málið í færslu á Facebook sem rataði í fjölmiðla. Hún gat í raun ekki mælt með þessari aðferð. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ sagði Erna Sif á sínum tíma. „Þetta hefur virkað gríðarlega vel fyrir mig og eitthvað sem ég hef gert núna í þrjú ár á hverju kvöldi. Fyrstu næturnar vaknaði ég um miðja nótt, kippti teipinu af mér og hélt áfram að sofa. Eftir nokkra daga byrjaði ég að venjast þessu og síðan eftir 2-3 vikur fór ég að finna mikinn mun hversu skýrari ég væri í hugsun og jafnari orka yfir allan daginn.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við hann. Heilsa Svefn Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Rafn Franklín þjálfari og heilsuráðgjafi ræddi um baráttu sína við kæfisvefn og hrotur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég áttaði mig í raun ekki á mínum svefnvandamálum og það var í rauninni ekki fyrr en mér var skipað að fara í svefnrannsókn. Fólk var farið að kvarta í kringum mig út af hrotum og það hélt jafnvel að ég væri að láta lífið í svefni,“ segir Rafn en þá kom í ljós að hann væri með kæfisvefn. „Þetta setti af stað ákveðna vegferð sem ég haf verið í á síðustu árum að kafa ofan í hvernig ég get hámarkað svefngæðin mín. Ég hef fundið gríðarlegan mun á því að gera allt sem ég geri í dag til þess að bæta svefninn.“ Hann segist hafa farið nokkrar óhefðbundnar leiðir í sinni vegferð að betri svefn. „Ég teipa fyrir munninn á hverju kvöldi og þetta geri ég til að tryggja að ég andi með nefinu. Þetta eru nokkuð ný fræði sem eru að koma upp á yfirborðið og markmiðið er að anda með nefinu og þar að leiðandi verður meiri súrefnisupptaka til heilans og líffæra. Þetta mun verða til þess að þú færð betri nætursvefn.“ Rafn ráðleggur samt alltaf fólki að ræða við lækni áður en það stekkur í svona aðgerðir. Árið 2017 ræddi Vísir við Ernu Sif Arnardóttur, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala, eftir að Rafn hafði tjáð sig um málið í færslu á Facebook sem rataði í fjölmiðla. Hún gat í raun ekki mælt með þessari aðferð. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ sagði Erna Sif á sínum tíma. „Þetta hefur virkað gríðarlega vel fyrir mig og eitthvað sem ég hef gert núna í þrjú ár á hverju kvöldi. Fyrstu næturnar vaknaði ég um miðja nótt, kippti teipinu af mér og hélt áfram að sofa. Eftir nokkra daga byrjaði ég að venjast þessu og síðan eftir 2-3 vikur fór ég að finna mikinn mun hversu skýrari ég væri í hugsun og jafnari orka yfir allan daginn.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við hann.
Heilsa Svefn Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira