Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2020 01:04 Þetta er ekki skemmtiferðaskipið sem um ræðir, það er aðeins stærra. Vísir/Vilhelm Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. Skipið leggst að Skarfabakka um klukkan sjö. Skipið mun hafa viðveru hér á landi í tvo daga. Vegna kórónuveirunnar sem breiðist hratt út um heiminn þurfa öll skip sem koma til landsins erlendis frá að veita Landhelgisgæslunni sérstaka heilbrigðisyfirlýsingu vegna kórónuveirunnar áður en þau fá heimild til að koma til hafnar. Undir venjulegum kringumstæðum ber skipum að senda Landhelgisgæslunni almenna heilbrigðisyfirlýsingu sem og aðrar upplýsingar. Vegna aðstæðna nú ber skipstjórum og skipslæknum, ef þeir eru um borð, að fylla út sérstakt eyðublað sem getur gefið upplýsingar um COVID-19 smit. Skipum verður ekki hleypt til hafnar nema eyðublaðið berist Landhelgisgæslunni. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur skipstjóri Magellan skilað slíkri heilbrigðisyfirlýsingu án athugasemda um veikindi um borð. Skipið leggst því að höfn í Reykjavík. Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar kemur fram að vakni grunur um sýkingu af völdum COVID-19 um borð í skipi, tilkynnir Landhelgisgæslan málið til sóttvarnalæknis. Í slíkum tilfellum hafa sóttvarnalæknir, lögregla, Landhelgisgæslan, tollgæsla, hafnaryfirvöld hluteigandi hafnar, Samgöngustofa og skipstjóri samráð sín á milli um að hleypa farþegum ekki frá borði auk þess sem skipinu verður ekki heimilt að koma að bryggju á meðan greining fer fram. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. Skipið leggst að Skarfabakka um klukkan sjö. Skipið mun hafa viðveru hér á landi í tvo daga. Vegna kórónuveirunnar sem breiðist hratt út um heiminn þurfa öll skip sem koma til landsins erlendis frá að veita Landhelgisgæslunni sérstaka heilbrigðisyfirlýsingu vegna kórónuveirunnar áður en þau fá heimild til að koma til hafnar. Undir venjulegum kringumstæðum ber skipum að senda Landhelgisgæslunni almenna heilbrigðisyfirlýsingu sem og aðrar upplýsingar. Vegna aðstæðna nú ber skipstjórum og skipslæknum, ef þeir eru um borð, að fylla út sérstakt eyðublað sem getur gefið upplýsingar um COVID-19 smit. Skipum verður ekki hleypt til hafnar nema eyðublaðið berist Landhelgisgæslunni. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur skipstjóri Magellan skilað slíkri heilbrigðisyfirlýsingu án athugasemda um veikindi um borð. Skipið leggst því að höfn í Reykjavík. Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar kemur fram að vakni grunur um sýkingu af völdum COVID-19 um borð í skipi, tilkynnir Landhelgisgæslan málið til sóttvarnalæknis. Í slíkum tilfellum hafa sóttvarnalæknir, lögregla, Landhelgisgæslan, tollgæsla, hafnaryfirvöld hluteigandi hafnar, Samgöngustofa og skipstjóri samráð sín á milli um að hleypa farþegum ekki frá borði auk þess sem skipinu verður ekki heimilt að koma að bryggju á meðan greining fer fram.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira