Fóru ránshendi um Kringluna og Smáralind Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 10:49 Stærsti þjófnaðurinn er talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind. vísir/vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir margvíslegt búðarhnupl á haustmánuðum ársins 2017 fram til byrjunar árs 2018. Hann er sjö sinnum, í slagtogi við óþekkta einstaklinga, talinn hafa stolið varningi úr hinum ýmsu verslunum. Andvirði varningsins hljóp að jafnaði á tugum þúsunda en stórtækasta hnuplið var upp á næstum 400 þúsund krónur. Manninum hefur verið gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í júní til að svara fyrir sakirnar. Auk fyrrnefnds þjófnaðar er hann jafnframt sagður hafa gerst brotlegur við fíkniefna- og umferðarlög. Fjórum sinnum var hann stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og síðastliðið sumar fundust fíkniefni í fórum hans. Í ákærunni yfir manninum er þjófnaðarhrinan talin hafa hafist 11. september 2017. Þá er sá ákærði sagður hafa farið með félaga sínum inn í Bónus í Mosfellsbæ og stolið þaðan þremur pökkum af kjúklingabringum að óþekktu verðmæti. Næst er maðurinn sagður hafa herjað á Kringluna. Rúmlega mánuði eftir Bónusferðina er talið að hann hafi stolið fatnaði úr verslun Útilífs í Kringlunni fyrir næstum 111 þúsund krónur og hátalara úr Icephone sem metinn er á 25 þúsund. Manninum hefur verið gert að svara til saka fyrir Héraðsdómi Reykjaness í júní.vísir/vilhelm Næst er hann talinn hafa stolið margvíslegum varningi úr Krónunni í Nóatúni sem metinn var á rúmar 90 þúsund krónur, áður en hann á að hafa hnuplað tvívegis úr verslun Icewear á Laugavegi með mánaðar millibili. Heildarandvirði Icewear-varningsins er sagt um 100 þúsund krónur. Stærsti þjófnaðurinn er þó talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind í janúarlok 2018. Þaðan á hann að hafa gengið út með varning að verðmæti 396 þúsund króna. Í ákærunni er ekki tiltekið hvurslags vörur var um að ræða í þessu tilfelli. Í öllum ofangreindum málum er maðurinn sagður hafa verið í fylgd með einstaklingum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kann ekki deili á. Mál mannsins verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 22. júní næstkomandi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum. Lögreglumál Verslun Reykjavík Kópavogur Kringlan Smáralind Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir margvíslegt búðarhnupl á haustmánuðum ársins 2017 fram til byrjunar árs 2018. Hann er sjö sinnum, í slagtogi við óþekkta einstaklinga, talinn hafa stolið varningi úr hinum ýmsu verslunum. Andvirði varningsins hljóp að jafnaði á tugum þúsunda en stórtækasta hnuplið var upp á næstum 400 þúsund krónur. Manninum hefur verið gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í júní til að svara fyrir sakirnar. Auk fyrrnefnds þjófnaðar er hann jafnframt sagður hafa gerst brotlegur við fíkniefna- og umferðarlög. Fjórum sinnum var hann stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og síðastliðið sumar fundust fíkniefni í fórum hans. Í ákærunni yfir manninum er þjófnaðarhrinan talin hafa hafist 11. september 2017. Þá er sá ákærði sagður hafa farið með félaga sínum inn í Bónus í Mosfellsbæ og stolið þaðan þremur pökkum af kjúklingabringum að óþekktu verðmæti. Næst er maðurinn sagður hafa herjað á Kringluna. Rúmlega mánuði eftir Bónusferðina er talið að hann hafi stolið fatnaði úr verslun Útilífs í Kringlunni fyrir næstum 111 þúsund krónur og hátalara úr Icephone sem metinn er á 25 þúsund. Manninum hefur verið gert að svara til saka fyrir Héraðsdómi Reykjaness í júní.vísir/vilhelm Næst er hann talinn hafa stolið margvíslegum varningi úr Krónunni í Nóatúni sem metinn var á rúmar 90 þúsund krónur, áður en hann á að hafa hnuplað tvívegis úr verslun Icewear á Laugavegi með mánaðar millibili. Heildarandvirði Icewear-varningsins er sagt um 100 þúsund krónur. Stærsti þjófnaðurinn er þó talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind í janúarlok 2018. Þaðan á hann að hafa gengið út með varning að verðmæti 396 þúsund króna. Í ákærunni er ekki tiltekið hvurslags vörur var um að ræða í þessu tilfelli. Í öllum ofangreindum málum er maðurinn sagður hafa verið í fylgd með einstaklingum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kann ekki deili á. Mál mannsins verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 22. júní næstkomandi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum.
Lögreglumál Verslun Reykjavík Kópavogur Kringlan Smáralind Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira