Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 12:19 Stúdentaráð Háskóla Íslands sendir kröfuna fyrir hönd íslenskra stúdenta. vísir/vilhelm Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands gefa til kynna að atvinnutryggingagjöld þessa hóps nemi 3,9 milljörðum króna og hefur stjórnvöldum verið sendur reikningurinn, sem má sjá hér að neðan. Krafan er liður í baráttu háskólanema fyrir efldum úrræðum stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Stúdentar telja fyrirætlanir hins opinbera um atvinnusköpun í sumar hrökkva skammt og hafa kallað eftir því að námsmenn geti sótt um atvinnuleysisbætur í sumar, nú þegar fyrirtæki halda að sér höndum og sumarstörf af skornum skammti. Fyrir þessu eru fordæmi, en stúdentar voru sviptir rétti til atvinnuleysisbóta í námshléum árið 2010. Sjá einnig: „Störfin munu aldrei grípa alla“ „Stúdentar eru réttindalausir þar sem þeir falla á milli kerfa. Þeir missa réttinn til atvinnuleysisbóta ef þeir eru skráðir í meira en 10 eininga nám en á sama tíma er námsframvindukrafa LÍN 22 einingar fyrir lágmarks framfærsluláni. LÍN lánar aðeins 9 mánuði ársins og hina þrjá eiga stúdentar engan rétt á framfærslustuðningi frá ríkinu,“ segir þannig í ákalli námsmanna. Reikningurinn sem námsmenn senda á stjórnvöld. Íslenskir stúdentar vinna mikið meðfram námi í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt tölum Eurostudent IV starfa 70 prósent námsmanna í hálfu starfi samhliða námi og 90 prósent vinna fullt starf á sumrin. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, m.v. lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, gefa því til kynna að námsmenn hafi greitt rúma 3,9 milljarða króna í atvinnutryggingagjöld frá árinu 2010 - sem námsmenn vilja nú fá endurgreitt. „Það má spyrja sig af hverju stúdentar eru að borga í sjóð sem býr til öryggisnet sem þeir hafa engan aðgang að,“ spyrja námsmenn. Ráðherrar kynntu aðgerðir fyrir námsmenn á blaðamannafundi í síðustu viku Stúdentaráð hefur bent á að úrræðin sem standa stúdentum til boða munu ekki grípa alla þó þau séu nauðsynleg skref í rétta átt. „3400 störfin sem verða í boði eru bæði ætluð framhaldsskólanemum og háskólanemum. Samanlagt gera það 30 þúsund námsmenn og það gefur augaleið að störfin munu ekki duga fyrir alla. Við erum enn að bíða eftir að sjá framboð þeirra og getum ekki stólað á að stjórnvöld sjái til hvernig störfin ganga fyrir sig og í framhaldinu tekið ákvörðun um að skapa fleiri,“ segir Stúdentaráð. Við teljum það sjálfsagt réttlætismál að námsmenn séu ekki undanskildir aðgengi að sama öryggisneti og annað vinnandi fólk. Óvissan sem við stöndum fyrir er gríðarleg og krefst lausna strax. Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands gefa til kynna að atvinnutryggingagjöld þessa hóps nemi 3,9 milljörðum króna og hefur stjórnvöldum verið sendur reikningurinn, sem má sjá hér að neðan. Krafan er liður í baráttu háskólanema fyrir efldum úrræðum stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Stúdentar telja fyrirætlanir hins opinbera um atvinnusköpun í sumar hrökkva skammt og hafa kallað eftir því að námsmenn geti sótt um atvinnuleysisbætur í sumar, nú þegar fyrirtæki halda að sér höndum og sumarstörf af skornum skammti. Fyrir þessu eru fordæmi, en stúdentar voru sviptir rétti til atvinnuleysisbóta í námshléum árið 2010. Sjá einnig: „Störfin munu aldrei grípa alla“ „Stúdentar eru réttindalausir þar sem þeir falla á milli kerfa. Þeir missa réttinn til atvinnuleysisbóta ef þeir eru skráðir í meira en 10 eininga nám en á sama tíma er námsframvindukrafa LÍN 22 einingar fyrir lágmarks framfærsluláni. LÍN lánar aðeins 9 mánuði ársins og hina þrjá eiga stúdentar engan rétt á framfærslustuðningi frá ríkinu,“ segir þannig í ákalli námsmanna. Reikningurinn sem námsmenn senda á stjórnvöld. Íslenskir stúdentar vinna mikið meðfram námi í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt tölum Eurostudent IV starfa 70 prósent námsmanna í hálfu starfi samhliða námi og 90 prósent vinna fullt starf á sumrin. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, m.v. lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, gefa því til kynna að námsmenn hafi greitt rúma 3,9 milljarða króna í atvinnutryggingagjöld frá árinu 2010 - sem námsmenn vilja nú fá endurgreitt. „Það má spyrja sig af hverju stúdentar eru að borga í sjóð sem býr til öryggisnet sem þeir hafa engan aðgang að,“ spyrja námsmenn. Ráðherrar kynntu aðgerðir fyrir námsmenn á blaðamannafundi í síðustu viku Stúdentaráð hefur bent á að úrræðin sem standa stúdentum til boða munu ekki grípa alla þó þau séu nauðsynleg skref í rétta átt. „3400 störfin sem verða í boði eru bæði ætluð framhaldsskólanemum og háskólanemum. Samanlagt gera það 30 þúsund námsmenn og það gefur augaleið að störfin munu ekki duga fyrir alla. Við erum enn að bíða eftir að sjá framboð þeirra og getum ekki stólað á að stjórnvöld sjái til hvernig störfin ganga fyrir sig og í framhaldinu tekið ákvörðun um að skapa fleiri,“ segir Stúdentaráð. Við teljum það sjálfsagt réttlætismál að námsmenn séu ekki undanskildir aðgengi að sama öryggisneti og annað vinnandi fólk. Óvissan sem við stöndum fyrir er gríðarleg og krefst lausna strax.
Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
„Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48