Sádar boða enn meiri olíuframleiðslu í verðstríði við Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 16:41 Öryggisvörður með andlitsgrímu vegna kórónuveirunnar við höfuðstöðvar Aramco í Jiddah í Sádi-Arabíu. AP/Amr Nabil Engin þíða virðist væntanleg í deilum Sádi-Arabíu og Rússlands um olíuverð og hafa stjórnvöld í Ríad nú boðað að þau muni auka framleiðslu sína meira en áður hefur sést í apríl. Þau gera einnig lítið úr umleitunum Rússa um viðræður við OPEC, samtök olíuútflutningsríkja. Verð á hráolíu hrundi um 25% vegna deilna Sáda og Rússa í gær. OPEC samþykkti fyrir helgi að draga úr framleiðslu á olíu til að verja verð á henni í skugga minnkandi eftirspurnar vegna kórónuveirunnar sem breiðist nú um heiminn. Rússar höfnuðu því að taka þátt í aðgerðunum á föstudag og hófu Sádar þá verðstríð til að þvinga Rússa til að gefa eftir. Verðfallið leiddi til hruns á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Í Bandaríkin voru viðskipti í kauphöllinni í New York stöðvuð sjálfkrafa skömmu eftir opnun þegar hlutabréfaverð hríðlækkaði um 7% á örfáum mínútum. Amin Nasser, forstjóri Aramco, opinbers olíufélags Sádi-Arabíu, segir að það ætli að auka framboð á olíu í 12,3 milljónir tunna á dag í apríl. Það er 300.000 tunnum yfir framleiðslugetu félagsins sem Reuters-fréttastofan segir benda til þess að Sádar ætli að byrja að selja úr hráolíulager sem þeir halda til að stýra heimsmarkaðsverði. Bæði ríki tilbúin í langvarandi verðstríð Rússnesk stjórnvöld höfðu sagst opin fyrir viðræðum við OPEC en Abdulaziz bin Salman, orkumálaráðherra Sádi-Arabíu, virtist skjóta þá hugmynd niður í dag. „Ég sé ekki viskuna í því að halda fundi í maí-júní sem myndu aðeins opinbera að okkur hafi mistekist í að taka á því sem við hefðum átt að gera í neyð eins og þessari og að grípa til nauðsynlegra ráðstafana,“ sagði ráðherrann. Orkumálaráðuneyti Rússlands hefur boðað stjórnendur þarlendra olíufyrirtækja á fund á morgun til að ræða samstarfið við OPEC. Mögulegt er að Rússar auki sína framleiðslu einnig sem gæti lækkað olíuverð enn frekar. Reuters segir að bæði Rússar og Sádar hafi úr verulegum varasjóði að moða og að báðar þjóðir séu því vel undirbúnar til að standa í langvinnu verðstríði. Sádi-Arabía Rússland Bensín og olía Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Markaðir vestanhafs braggast eftir mikla lækkun Lækkanir gærdagsins sem raktar voru til áhyggna af kórónuveirunni gengu til baka að hluta við opnun markaða í dag. Bandaríkjastjórn ætlar að kynna mótvægisaðgerðir vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins í dag. 10. mars 2020 14:18 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Engin þíða virðist væntanleg í deilum Sádi-Arabíu og Rússlands um olíuverð og hafa stjórnvöld í Ríad nú boðað að þau muni auka framleiðslu sína meira en áður hefur sést í apríl. Þau gera einnig lítið úr umleitunum Rússa um viðræður við OPEC, samtök olíuútflutningsríkja. Verð á hráolíu hrundi um 25% vegna deilna Sáda og Rússa í gær. OPEC samþykkti fyrir helgi að draga úr framleiðslu á olíu til að verja verð á henni í skugga minnkandi eftirspurnar vegna kórónuveirunnar sem breiðist nú um heiminn. Rússar höfnuðu því að taka þátt í aðgerðunum á föstudag og hófu Sádar þá verðstríð til að þvinga Rússa til að gefa eftir. Verðfallið leiddi til hruns á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Í Bandaríkin voru viðskipti í kauphöllinni í New York stöðvuð sjálfkrafa skömmu eftir opnun þegar hlutabréfaverð hríðlækkaði um 7% á örfáum mínútum. Amin Nasser, forstjóri Aramco, opinbers olíufélags Sádi-Arabíu, segir að það ætli að auka framboð á olíu í 12,3 milljónir tunna á dag í apríl. Það er 300.000 tunnum yfir framleiðslugetu félagsins sem Reuters-fréttastofan segir benda til þess að Sádar ætli að byrja að selja úr hráolíulager sem þeir halda til að stýra heimsmarkaðsverði. Bæði ríki tilbúin í langvarandi verðstríð Rússnesk stjórnvöld höfðu sagst opin fyrir viðræðum við OPEC en Abdulaziz bin Salman, orkumálaráðherra Sádi-Arabíu, virtist skjóta þá hugmynd niður í dag. „Ég sé ekki viskuna í því að halda fundi í maí-júní sem myndu aðeins opinbera að okkur hafi mistekist í að taka á því sem við hefðum átt að gera í neyð eins og þessari og að grípa til nauðsynlegra ráðstafana,“ sagði ráðherrann. Orkumálaráðuneyti Rússlands hefur boðað stjórnendur þarlendra olíufyrirtækja á fund á morgun til að ræða samstarfið við OPEC. Mögulegt er að Rússar auki sína framleiðslu einnig sem gæti lækkað olíuverð enn frekar. Reuters segir að bæði Rússar og Sádar hafi úr verulegum varasjóði að moða og að báðar þjóðir séu því vel undirbúnar til að standa í langvinnu verðstríði.
Sádi-Arabía Rússland Bensín og olía Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Markaðir vestanhafs braggast eftir mikla lækkun Lækkanir gærdagsins sem raktar voru til áhyggna af kórónuveirunni gengu til baka að hluta við opnun markaða í dag. Bandaríkjastjórn ætlar að kynna mótvægisaðgerðir vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins í dag. 10. mars 2020 14:18 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12
Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52
Markaðir vestanhafs braggast eftir mikla lækkun Lækkanir gærdagsins sem raktar voru til áhyggna af kórónuveirunni gengu til baka að hluta við opnun markaða í dag. Bandaríkjastjórn ætlar að kynna mótvægisaðgerðir vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins í dag. 10. mars 2020 14:18