Mál fyrrverandi starfsmanns SÁÁ endaði með þriggja milljóna króna sekt Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 22:17 Við ákvörðun sektarinnar var horft til þess að um væri að ræða samtök sem vinna að almannaheillum fyrir sjálfsaflafé. Vísir/Sigurjón Persónuvernd hefur sektað SÁÁ um þrjár milljónir króna vegna öryggisbrests. Sektin varðar sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns SÁÁ. Deilt hefur verið um það hvort að hann hafi fengið þau afhent fyrir mistök eða tekið þau ófrjálsri hendi. Umrædd gögn eru talin mjög viðkvæm og er meðal annars um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Málið litið mjög alvarlegum augum Fram kom í umfjöllun um málið í ágúst síðastliðnum að embætti landlæknis og Persónuvernd hafi litið málið mjög alvarlegum augum. Gögnin voru að endingu afhent embætti landlæknis. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að stofnunin telji að afhending sjúkraskrárgagnanna „væri afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu S.Á.Á. til að tryggja öryggi persónuupplýsinga.“ Sjá einnig: Viðkvæmu gögnin komin á borð landlæknis og lögreglu gert viðvart Hjalti Þór Björnsson, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017 eftir þrjátíu ára starf. Hjalti komst að því síðasta sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga félagsins. Í samtali við fréttastofu í ágúst síðastliðnum sagðist hann hafa greint Persónuvernd frá málinu en þáverandi stjórn SÁÁ tilkynnti málið sömuleiðis til Persónuverndar. Var lögreglu einnig gert viðvart. Ósammála um það hvernig hann komst yfir gögnin Þá hafði deila staðið á milli Hjalta og Arnþórs Jónssonar, formanns stjórnar SÁÁ, þar sem hinn síðarnefndi sakaði Hjalta um að hafa tekið gögnin ófrjálsri hendi við starfslokin. Hjalti hefur ætíð neitað því og sagt að honum hafi borist gögnin fyrir mistök með öðru dóti í kjölfar uppsagnarinnar. Niðurstaða Persónuverndar er sú að Hjalti hafi fengið umrædd gögn með öðrum persónulegum gögnum sem hann fékk afhent árið eftir að hann hætti störfum hjá SÁÁ. Við ákvörðun sektarinnar leit Persónuvernd til þess að um væri að ræða samtök sem „vinna að almannaheillum, starfa ekki í fjárhagslegum tilgangi og leggja sjálfsaflafé til heilbrigðisþjónustu sem er opin almenningi.“ Einnig var litið til þess að mikil umbótavinna hafi verið unnin innan félagsins, sem hófst áður en upp komst um öryggisbrestinn, til að uppfylla kröfur persónuverndarlöggjafar. Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Persónuvernd hefur sektað SÁÁ um þrjár milljónir króna vegna öryggisbrests. Sektin varðar sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns SÁÁ. Deilt hefur verið um það hvort að hann hafi fengið þau afhent fyrir mistök eða tekið þau ófrjálsri hendi. Umrædd gögn eru talin mjög viðkvæm og er meðal annars um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Málið litið mjög alvarlegum augum Fram kom í umfjöllun um málið í ágúst síðastliðnum að embætti landlæknis og Persónuvernd hafi litið málið mjög alvarlegum augum. Gögnin voru að endingu afhent embætti landlæknis. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að stofnunin telji að afhending sjúkraskrárgagnanna „væri afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu S.Á.Á. til að tryggja öryggi persónuupplýsinga.“ Sjá einnig: Viðkvæmu gögnin komin á borð landlæknis og lögreglu gert viðvart Hjalti Þór Björnsson, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017 eftir þrjátíu ára starf. Hjalti komst að því síðasta sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga félagsins. Í samtali við fréttastofu í ágúst síðastliðnum sagðist hann hafa greint Persónuvernd frá málinu en þáverandi stjórn SÁÁ tilkynnti málið sömuleiðis til Persónuverndar. Var lögreglu einnig gert viðvart. Ósammála um það hvernig hann komst yfir gögnin Þá hafði deila staðið á milli Hjalta og Arnþórs Jónssonar, formanns stjórnar SÁÁ, þar sem hinn síðarnefndi sakaði Hjalta um að hafa tekið gögnin ófrjálsri hendi við starfslokin. Hjalti hefur ætíð neitað því og sagt að honum hafi borist gögnin fyrir mistök með öðru dóti í kjölfar uppsagnarinnar. Niðurstaða Persónuverndar er sú að Hjalti hafi fengið umrædd gögn með öðrum persónulegum gögnum sem hann fékk afhent árið eftir að hann hætti störfum hjá SÁÁ. Við ákvörðun sektarinnar leit Persónuvernd til þess að um væri að ræða samtök sem „vinna að almannaheillum, starfa ekki í fjárhagslegum tilgangi og leggja sjálfsaflafé til heilbrigðisþjónustu sem er opin almenningi.“ Einnig var litið til þess að mikil umbótavinna hafi verið unnin innan félagsins, sem hófst áður en upp komst um öryggisbrestinn, til að uppfylla kröfur persónuverndarlöggjafar.
Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira