21 dagur í Pepsi Max: Seltjarnarnes sautjánda bæjarfélagið sem á lið í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2020 10:00 Gróttuviti í öllu sínu veldi. vísir/vilhelm Seltjarnarnes er sautjánda bæjarfélagið sem eignast lið í efstu deild karla í fótbolta á Íslandi. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag verður fjallað um liðið sem þreytir frumraun sína í efstu deild á þessu tímabili; Gróttu á Seltjarnarnesi. Uppgangur Gróttu hefur verið afar eftirtektarverður. Undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar fóru Seltirningar upp um tvær deildir á jafn mörgum árum og leika í fyrsta sinn í efstu deild í sumar. Þeir verða þó án Óskars Hrafns á fyrsta tímabilinu í deild þeirra bestu. Eftir síðasta tímabil hætti hann hjá Gróttu og tók við Breiðabliki af Ágústi Gylfasyni. Grótta stökk þá til og réði Ágúst. Eins og áður sagði er Seltjarnarnes sautjánda bæjarfélagið sem á lið í efstu deild karla. Grótta hefur hingað til verið þekktara sem handboltafélag en núna spreytir fótboltalið félagsins sig á stærsta sviðinu í fyrsta sinn. Af tólf félögum í Pepsi Max-deildinni koma tíu af Höfuðborgarsvæðinu. ÍA og KA eru einu fulltrúar landsbyggðarinnar. Grótta er þrítugasta liðið sem leikur í efstu deild karla. Af þessum þrjátíu liðum hafa fimmtán komið frá Höfuðborgarsvæðinu. Fyrsti leikur Gróttu í Pepsi Max-deildinni er gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli sunnudaginn 14. júní. Fyrsti leikur Gróttu á Vivaldi-vellinum sínum á Seltjarnarnesi er gegn Val laugardaginn 20. júní. Bæjarfélög sem hafa átt lið í efstu deild Reykjavík (KR, Valur, Fram, Víkingur, Fylkir, Fjölnir, Leiknir, ÍR, Þróttur) Kópavogur (Breiðablik, HK) Hafnarfjörður (ÍBH, FH, Haukar) Garðabær (Stjarnan) Seltjarnarnes (Grótta) Akranes (ÍA) Akureyri (ÍBA, KA, Þór) Vestmannaeyjar (ÍBV) Keflavík Grindavík Garður (Víðir) Selfoss Borgarnes (Skallagrímur) Ólafsvík (Víkingur) Ísafjörður (ÍBÍ) Ólafsfjörður (Leiftur) Húsavík (Völsungur) Pepsi Max-deild karla Grótta Seltjarnarnes Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Seltjarnarnes er sautjánda bæjarfélagið sem eignast lið í efstu deild karla í fótbolta á Íslandi. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag verður fjallað um liðið sem þreytir frumraun sína í efstu deild á þessu tímabili; Gróttu á Seltjarnarnesi. Uppgangur Gróttu hefur verið afar eftirtektarverður. Undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar fóru Seltirningar upp um tvær deildir á jafn mörgum árum og leika í fyrsta sinn í efstu deild í sumar. Þeir verða þó án Óskars Hrafns á fyrsta tímabilinu í deild þeirra bestu. Eftir síðasta tímabil hætti hann hjá Gróttu og tók við Breiðabliki af Ágústi Gylfasyni. Grótta stökk þá til og réði Ágúst. Eins og áður sagði er Seltjarnarnes sautjánda bæjarfélagið sem á lið í efstu deild karla. Grótta hefur hingað til verið þekktara sem handboltafélag en núna spreytir fótboltalið félagsins sig á stærsta sviðinu í fyrsta sinn. Af tólf félögum í Pepsi Max-deildinni koma tíu af Höfuðborgarsvæðinu. ÍA og KA eru einu fulltrúar landsbyggðarinnar. Grótta er þrítugasta liðið sem leikur í efstu deild karla. Af þessum þrjátíu liðum hafa fimmtán komið frá Höfuðborgarsvæðinu. Fyrsti leikur Gróttu í Pepsi Max-deildinni er gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli sunnudaginn 14. júní. Fyrsti leikur Gróttu á Vivaldi-vellinum sínum á Seltjarnarnesi er gegn Val laugardaginn 20. júní. Bæjarfélög sem hafa átt lið í efstu deild Reykjavík (KR, Valur, Fram, Víkingur, Fylkir, Fjölnir, Leiknir, ÍR, Þróttur) Kópavogur (Breiðablik, HK) Hafnarfjörður (ÍBH, FH, Haukar) Garðabær (Stjarnan) Seltjarnarnes (Grótta) Akranes (ÍA) Akureyri (ÍBA, KA, Þór) Vestmannaeyjar (ÍBV) Keflavík Grindavík Garður (Víðir) Selfoss Borgarnes (Skallagrímur) Ólafsvík (Víkingur) Ísafjörður (ÍBÍ) Ólafsfjörður (Leiftur) Húsavík (Völsungur)
Reykjavík (KR, Valur, Fram, Víkingur, Fylkir, Fjölnir, Leiknir, ÍR, Þróttur) Kópavogur (Breiðablik, HK) Hafnarfjörður (ÍBH, FH, Haukar) Garðabær (Stjarnan) Seltjarnarnes (Grótta) Akranes (ÍA) Akureyri (ÍBA, KA, Þór) Vestmannaeyjar (ÍBV) Keflavík Grindavík Garður (Víðir) Selfoss Borgarnes (Skallagrímur) Ólafsvík (Víkingur) Ísafjörður (ÍBÍ) Ólafsfjörður (Leiftur) Húsavík (Völsungur)
Pepsi Max-deild karla Grótta Seltjarnarnes Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram