Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2020 18:14 Robert O'Brien þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins (t.h.). Getty/Chip Somodevilla Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fundi G7 leiðtoganna vegna kórónuveirufaraldursins sem átti að fara fram þann 10. júní. Trump sagði á miðvikudag að ekki væri loku fyrir það skotið að leiðtogarnir kæmu saman á fundi nærri Washington borg og sagði hann það gefa heiminum þau skilaboð að allt væri að snúa í fyrra horf. „G7 fundurinn, ef hann fer fram „í persónu“ eins og við höldum, mun fara fram í lok júní,“ sagði O‘Brien í þættinum Face the Nation hjá sjónvarpsstöðinni CBS. Þá sagði O‘Brien að hann tryði því að höfuðborg landsins nálgaðist hápunktinn á virkum smitum og að bandarísk yfirvöld vildu helst halda fundinn augliti til auglits ef hægt væri. Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði hins vegar á föstudag að í Washington borg væri hæst hlutfall jákvæðra sýna í landinu öllu. Þá sagði hún að hún hafi beðið sóttvarnarembætti Bandaríkjanna að vinna með heilbrigðisyfirvöldum í Washington, Chicago og Los Angeles að því að greina hvers vegna smitum sé að fjölga. O‘Brien sagði að hann teldi að leiðtogar G7 ríkjanna vildu frekar hittast augliti til auglits en að funda í gegn um fjarskiptabúnað. Þá sagði hann að forsetinn hefði þegar framlengt fundarboðið og viðbrögðin hafi verið mjög góð. Tryggt yrði að allir væru heilbrigðir fyrir komu og að umhverfið yrði öruggt. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er opinn fyrir því að ferðast til Bandaríkjanna til að funda með G7 leiðtogunum ef aðstæður leifa samkvæmt ummælum starfsmanns forsetans sem birt voru á miðvikudag. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fundi G7 leiðtoganna vegna kórónuveirufaraldursins sem átti að fara fram þann 10. júní. Trump sagði á miðvikudag að ekki væri loku fyrir það skotið að leiðtogarnir kæmu saman á fundi nærri Washington borg og sagði hann það gefa heiminum þau skilaboð að allt væri að snúa í fyrra horf. „G7 fundurinn, ef hann fer fram „í persónu“ eins og við höldum, mun fara fram í lok júní,“ sagði O‘Brien í þættinum Face the Nation hjá sjónvarpsstöðinni CBS. Þá sagði O‘Brien að hann tryði því að höfuðborg landsins nálgaðist hápunktinn á virkum smitum og að bandarísk yfirvöld vildu helst halda fundinn augliti til auglits ef hægt væri. Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði hins vegar á föstudag að í Washington borg væri hæst hlutfall jákvæðra sýna í landinu öllu. Þá sagði hún að hún hafi beðið sóttvarnarembætti Bandaríkjanna að vinna með heilbrigðisyfirvöldum í Washington, Chicago og Los Angeles að því að greina hvers vegna smitum sé að fjölga. O‘Brien sagði að hann teldi að leiðtogar G7 ríkjanna vildu frekar hittast augliti til auglits en að funda í gegn um fjarskiptabúnað. Þá sagði hann að forsetinn hefði þegar framlengt fundarboðið og viðbrögðin hafi verið mjög góð. Tryggt yrði að allir væru heilbrigðir fyrir komu og að umhverfið yrði öruggt. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er opinn fyrir því að ferðast til Bandaríkjanna til að funda með G7 leiðtogunum ef aðstæður leifa samkvæmt ummælum starfsmanns forsetans sem birt voru á miðvikudag.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira