Leclerc brunar á Ferrari SF90 í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. maí 2020 07:00 Leclerc fagnar. vísir/getty Ferrari ökumaðurinn Charles Leclerc ók hinum glænýja Ferrari SF90 Stradale hybrid á götum Mónakó á dögunum. Ástæðan var endurgerð stuttmyndarinnar C’était un rendez-vous frá 1976. Við tökurnar ók Leclerc Ferrari SF 90 Stradale hybrid, sem er 986 hestafla V8 tvinnbíll með tvær forþjöppur. Þokkalegt afl. Myndin er væntanleg í júní. Verkefnið er unnið í samvinnu við upprunalegan leikstjóra hinnar umdeildu myndar, Claude Lelouch. Hafi lesendur ekki séð upprunalegu myndina má finna hana hér að neðan. Hún gerist eldsnemma á sunnudagsmorgni í ágúst 1976. Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Claude Lelouch festi myndavél framan á Mercedens-Benz 450SEL, með 6,9 lítra vél. Hann ók svo af stað á ógnarhraða í gegnum París. Hann sagði einungis tveimur einstaklingum frá fyrirætlan sinni, kærustunni sinni sem hann hitti á hápunkti myndarinnar og aðstoðarmanni sem var með talstöð til að vara við á blindhornum. Ekkert sést í bílinn í myndinni en Lelouch setti yfir myndina hljóð úr sínum eigin Ferrari 275GTB með V12 vél. Lelouch náði um 200 km/klst. í París þar sem engar götur voru lokaðar. Eins fór Lelouch yfir nokkur rauð ljós. Þrátt fyrir að ekki sjáist í bíl í myndinni tengdi fólk hana strax við Ferrari hljóðsins vegna, slíkt hefur leitt til þeirrar endurgerðar sem Leclerc tekur þátt í að gera sem Ferrari ökumaður. Myndin vakti því afar mikla athygli þegar hún birtist fyrst. Hún féll alls ekki í kramið hjá mörgum sem fannst uppátækið afar vafasamt. Formúla Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Ferrari ökumaðurinn Charles Leclerc ók hinum glænýja Ferrari SF90 Stradale hybrid á götum Mónakó á dögunum. Ástæðan var endurgerð stuttmyndarinnar C’était un rendez-vous frá 1976. Við tökurnar ók Leclerc Ferrari SF 90 Stradale hybrid, sem er 986 hestafla V8 tvinnbíll með tvær forþjöppur. Þokkalegt afl. Myndin er væntanleg í júní. Verkefnið er unnið í samvinnu við upprunalegan leikstjóra hinnar umdeildu myndar, Claude Lelouch. Hafi lesendur ekki séð upprunalegu myndina má finna hana hér að neðan. Hún gerist eldsnemma á sunnudagsmorgni í ágúst 1976. Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Claude Lelouch festi myndavél framan á Mercedens-Benz 450SEL, með 6,9 lítra vél. Hann ók svo af stað á ógnarhraða í gegnum París. Hann sagði einungis tveimur einstaklingum frá fyrirætlan sinni, kærustunni sinni sem hann hitti á hápunkti myndarinnar og aðstoðarmanni sem var með talstöð til að vara við á blindhornum. Ekkert sést í bílinn í myndinni en Lelouch setti yfir myndina hljóð úr sínum eigin Ferrari 275GTB með V12 vél. Lelouch náði um 200 km/klst. í París þar sem engar götur voru lokaðar. Eins fór Lelouch yfir nokkur rauð ljós. Þrátt fyrir að ekki sjáist í bíl í myndinni tengdi fólk hana strax við Ferrari hljóðsins vegna, slíkt hefur leitt til þeirrar endurgerðar sem Leclerc tekur þátt í að gera sem Ferrari ökumaður. Myndin vakti því afar mikla athygli þegar hún birtist fyrst. Hún féll alls ekki í kramið hjá mörgum sem fannst uppátækið afar vafasamt.
Formúla Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent