Í beinni: KR og Fylkir áfram í undanúrslit, hvaða lið sigra í kvöld? Ólafur Hrafn Steinarsson skrifar 30. maí 2020 19:56 í gær fór fram fyrsta umferð í Stórmeistaramóti Vodafonedeildarinnar, fyrirfram var búist við að engar hræringar myndu eiga sér stað og að lið KR og Fylkis myndu fara í gegn án mótspyrnu. Þvert á við það sem allir bjuggust við fengum við hörkuleik frá nýliðum úrvalsdeildarinnar XY.Esports ásamt því að Tindastóll hélt áfram að koma á óvart. Leikir dagsins eru Þór Akureyri á móti FH núna klukkan 18:00 Dusty Coolbet á móti Bad Company klukkan 21:00 Tómas Jóhannsson, sérfræðingur um Vodafone-deildina í CS:GO. ,,Það var alveg magnað að sjá áskorendana standa í bestu liðum landsins. Við vorum mikið búnir að velta því fyrir okkur hvort að Tindastóll myndi eiga roð í stórlið KR en það sást að það var mikill skrekkur í þeim að vera mættir í beina útsendingu, þetta eru allt RISA leikir og okkur hlakkar til að sjá meira af Tindastól" sagði Tómas Jóhannsson sérfræðingur í Vodafonedeildinni Fylkir - XY.Esport 2-0 Fylkir hafa verið stórveldi í CS:GO síðan liðið var stofnað og fyrirfram var búist við að þeir myndu mæta hungraðir til leiks eftir að naumlega misst af deildarsigrinum til Dusty í Vodafonedeildinni, XY.Esports komu á óvart og gáfu þeim heldur betur leik í fyrsta korti. Kort 1 Dust2 Sniðugt kortaval hjá XY.Esport er þeir velja strax Dust2, kortið býður uppá leik sem þarf ekki of mikla æfingu í og geta því komist upp með að vera ekki jafn samstilltir og æfðir og Fylkir. Það var í höndum Stefán Ingi Guðjónssonar að draga liðið áfram á herðum sér og var í raun allt í öllu í leik Fylkis. Það var eitt atvik sem algerlega snúði leiknum við í stöðunni 11-8 Fylkir voru komnir upp við vegg og taka áhættu fjárfestingu sem svínvirkar og kemur XY.Esport hressilega á óvart. Eftir þetta round komst XY.Esport aldrei aftur inn í leikin og Fylkir sigrar 16 - 8 í kortavali XY.Esport Kort 2 Train Það voru fáir að búast við miklu frá XY.Esport í train, þar sem kortið þarf miklu meiri samstillingar og æfingar heldur enn dust2, Fylkir nýttu sér yfirburði sína til hins ýtrasta og sigra fyrri hálfleikin í vörn 13 - 2. Leikurinn var svo aldrei í vafa fyrir fylki sem kára dæmið eftir 3 snyrtileg round í sókn. 16 - 6 fyrir Fylki sem sýndu að þeir eru ekkert lamb að leika sér við í kortum sem þeir hafa æft. Maður leiksins Stefán Ingi Guðjónsson einnig þekktur sem Stebbic0c0 KR - Tindastóll KR á blaði voru taldir líklegir til sigurs og spurningin var sett hvort Tindastóll gæti haldið áfram að koma á óvart. Tindastóll var alls ekki langt frá því að setja KR í hættulega stöðu enn það var einstaklinghæfni hjá Thomas Thomsen og Alexander Egill Guðmundssyni sem létu leikin lýta betur út fyrir KR enn hann hefði hugsanlega átt að fara. Kort 1 Inferno KR byrjar leikin af hörku og kemst í 9 - 0 í sókn, í korti sem er vörninni í hag. Það var b megin í vörninni hjá Tindastól sem var alls ekki að virka í byrjun leiks. Tindastóll nær að klóra í bakkan og endar hálfleikurinn 11 - 4 KR í vil. Tindastóll nær aðeins að vakna í sókninni enn það er einfaldlega orðið alltof seint og leikurinn endar 16 - 10 KR í vil. Kort 2 Overpass Tindastóll byrjar vel í sókn og kemst í stöðuna 4 - 2 þegar KR snýr dæminu við og hálfleikurinn endar 9 - 6 Það er svo efnahagurinn hjá Tindastól sem brotnar aftur og aftur í vörninni sem gerir útaf við leikin. Stífar árásir KR inga skila inn sigrinum 16 - 11 Þótt leikirnir hafi endað 16 - 10 og 16 - 11 þarf bara að rýna í tölfræðina til að sjá að tveir bestu leikmenn viðureignarinnar eru báðir hjá Tindastól, það er því ljóst að betra liðið vann. Maður leiksins Jón Kristján Jónsson einnig þekktur sem j0n Vodafone-deildin Rafíþróttir Fylkir KR Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti
í gær fór fram fyrsta umferð í Stórmeistaramóti Vodafonedeildarinnar, fyrirfram var búist við að engar hræringar myndu eiga sér stað og að lið KR og Fylkis myndu fara í gegn án mótspyrnu. Þvert á við það sem allir bjuggust við fengum við hörkuleik frá nýliðum úrvalsdeildarinnar XY.Esports ásamt því að Tindastóll hélt áfram að koma á óvart. Leikir dagsins eru Þór Akureyri á móti FH núna klukkan 18:00 Dusty Coolbet á móti Bad Company klukkan 21:00 Tómas Jóhannsson, sérfræðingur um Vodafone-deildina í CS:GO. ,,Það var alveg magnað að sjá áskorendana standa í bestu liðum landsins. Við vorum mikið búnir að velta því fyrir okkur hvort að Tindastóll myndi eiga roð í stórlið KR en það sást að það var mikill skrekkur í þeim að vera mættir í beina útsendingu, þetta eru allt RISA leikir og okkur hlakkar til að sjá meira af Tindastól" sagði Tómas Jóhannsson sérfræðingur í Vodafonedeildinni Fylkir - XY.Esport 2-0 Fylkir hafa verið stórveldi í CS:GO síðan liðið var stofnað og fyrirfram var búist við að þeir myndu mæta hungraðir til leiks eftir að naumlega misst af deildarsigrinum til Dusty í Vodafonedeildinni, XY.Esports komu á óvart og gáfu þeim heldur betur leik í fyrsta korti. Kort 1 Dust2 Sniðugt kortaval hjá XY.Esport er þeir velja strax Dust2, kortið býður uppá leik sem þarf ekki of mikla æfingu í og geta því komist upp með að vera ekki jafn samstilltir og æfðir og Fylkir. Það var í höndum Stefán Ingi Guðjónssonar að draga liðið áfram á herðum sér og var í raun allt í öllu í leik Fylkis. Það var eitt atvik sem algerlega snúði leiknum við í stöðunni 11-8 Fylkir voru komnir upp við vegg og taka áhættu fjárfestingu sem svínvirkar og kemur XY.Esport hressilega á óvart. Eftir þetta round komst XY.Esport aldrei aftur inn í leikin og Fylkir sigrar 16 - 8 í kortavali XY.Esport Kort 2 Train Það voru fáir að búast við miklu frá XY.Esport í train, þar sem kortið þarf miklu meiri samstillingar og æfingar heldur enn dust2, Fylkir nýttu sér yfirburði sína til hins ýtrasta og sigra fyrri hálfleikin í vörn 13 - 2. Leikurinn var svo aldrei í vafa fyrir fylki sem kára dæmið eftir 3 snyrtileg round í sókn. 16 - 6 fyrir Fylki sem sýndu að þeir eru ekkert lamb að leika sér við í kortum sem þeir hafa æft. Maður leiksins Stefán Ingi Guðjónsson einnig þekktur sem Stebbic0c0 KR - Tindastóll KR á blaði voru taldir líklegir til sigurs og spurningin var sett hvort Tindastóll gæti haldið áfram að koma á óvart. Tindastóll var alls ekki langt frá því að setja KR í hættulega stöðu enn það var einstaklinghæfni hjá Thomas Thomsen og Alexander Egill Guðmundssyni sem létu leikin lýta betur út fyrir KR enn hann hefði hugsanlega átt að fara. Kort 1 Inferno KR byrjar leikin af hörku og kemst í 9 - 0 í sókn, í korti sem er vörninni í hag. Það var b megin í vörninni hjá Tindastól sem var alls ekki að virka í byrjun leiks. Tindastóll nær að klóra í bakkan og endar hálfleikurinn 11 - 4 KR í vil. Tindastóll nær aðeins að vakna í sókninni enn það er einfaldlega orðið alltof seint og leikurinn endar 16 - 10 KR í vil. Kort 2 Overpass Tindastóll byrjar vel í sókn og kemst í stöðuna 4 - 2 þegar KR snýr dæminu við og hálfleikurinn endar 9 - 6 Það er svo efnahagurinn hjá Tindastól sem brotnar aftur og aftur í vörninni sem gerir útaf við leikin. Stífar árásir KR inga skila inn sigrinum 16 - 11 Þótt leikirnir hafi endað 16 - 10 og 16 - 11 þarf bara að rýna í tölfræðina til að sjá að tveir bestu leikmenn viðureignarinnar eru báðir hjá Tindastól, það er því ljóst að betra liðið vann. Maður leiksins Jón Kristján Jónsson einnig þekktur sem j0n
Vodafone-deildin Rafíþróttir Fylkir KR Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti