Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. júní 2020 18:34 Maðurinn hlaut tólf mánaða dóm í mars fyrir annað ofbeldisbrot. Vísir/Frikki Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á reynslulausn eftir að hafa hlotið tólf mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. Maðurinn, sem er tvítugur, var dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í október síðastliðnum vegna árásarinnar og hafði þegar afplánað hálfan dóminn í gæsluvarðhaldi. Hann var því laus úr fangelsi þegar hann var handtekinn um helgina eftir alvarlegt heimilisofbeldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn staðfestir að karlmaður um tvítugt hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 26. júní, en hann var handtekinn í gær grunaður um heimilisofbeldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er varðhaldið á grundvelli almannahagsmuna. Árasin á fyrrverandi kærustu mannsins á sínum tíma þótti afar hrottafengin. Lögreglu barst í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu umrædda nótt. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Kærastan, sem var á þeim tíma sautján ára gömul, hlaut alvarlega áverka í andliti; augntóftargólfsbrot báðu megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Dómurinn taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis. Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni og ofbeldi gegn annarri átján ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot og hótanir gegn annarri átján ára stúlku. 13. janúar 2020 18:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á reynslulausn eftir að hafa hlotið tólf mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. Maðurinn, sem er tvítugur, var dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í október síðastliðnum vegna árásarinnar og hafði þegar afplánað hálfan dóminn í gæsluvarðhaldi. Hann var því laus úr fangelsi þegar hann var handtekinn um helgina eftir alvarlegt heimilisofbeldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn staðfestir að karlmaður um tvítugt hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 26. júní, en hann var handtekinn í gær grunaður um heimilisofbeldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er varðhaldið á grundvelli almannahagsmuna. Árasin á fyrrverandi kærustu mannsins á sínum tíma þótti afar hrottafengin. Lögreglu barst í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu umrædda nótt. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Kærastan, sem var á þeim tíma sautján ára gömul, hlaut alvarlega áverka í andliti; augntóftargólfsbrot báðu megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Dómurinn taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni og ofbeldi gegn annarri átján ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot og hótanir gegn annarri átján ára stúlku. 13. janúar 2020 18:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40
Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni og ofbeldi gegn annarri átján ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot og hótanir gegn annarri átján ára stúlku. 13. janúar 2020 18:30