Bandaríski landsliðsþjálfarinn segir Trump forseta vera hugleysingja og fábjána Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 09:30 Gregg Popovich hefur þjálfað bandaríska landsliðið undanfarin ár auk þess að stýra liði San Antonio Spurs. EPA-EFE/ADAM S DAVIS Gregg Popovich hefur oft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta en nú er hann búinn að fá alveg nóg af forsetanum sínum eftir viðbrögð Trump við því sem er í gangi í landinu eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir harða og ómanneskjulega meðferð hjá hvítum lögreglumanni. Gregg Popovich er einn sigursælasti og virtasti þjálfari í sögu NBA deildarinnar í körfubolta og núverandi þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta. Gregg Popovich mætti til Dave Zirin hjá The Nation og las pistillinn yfir Bandaríkjaforseta sem hann bæði kallaði hugleysingja og ruglaðan fábjána. Gregg Popovich calls Donald Trump "a deranged idiot." pic.twitter.com/d8XVQf97aK— Sporting News (@sportingnews) June 1, 2020 „Ef Trump væri með heila, jafnvel þótt að það væri 99 prósent kaldhæðni, þá myndi hann segja eitthvað til að sameina fólkið. Hann hefur bara engan áhuga á að sameina þjóðina. Ekki einu sinni núna. Það sýnir hversu ruglaður hann er. Þetta snýst allt um hann sjálfan. Þetta snýst allt um það hvað hann græðir persónulega. Þetta hefur aldrei snúist um almannaheill og þannig hefur þetta alltaf verið,“ sagði Gregg Popovich. Gregg Popovich hefur gert San Antonio Spurs fimm sinnum að NBA-meisturum og verið þrisvar sinnum kosinn besti þjálfari ársins í NBA. Undir hans stjórn hefur Spurs-liðið unnið 1245 deildarleiki og 170 leiki í úrslitakeppninni. „Það er svo augljóst hvað þarf að gerast. Við þurfum forseta til að koma fram og segja einfaldlega að líf svarta skipti máli („black lives matter“). Hann þarf bara að segja þessi þrjú ár. Hann mun ekki gera það og getur það ekki. Hann getur það ekki af því að það er mikilvægara fyrir hann að blíðka sinn litla stuðningsmannahóp sem hallast undir geðveiki hans,“ sagði Gregg Popovich. Wow. Coach Gregg Popovich *unloads* on Trump to @EdgeofSports. Calls him "deranged." Goes after Ted Cruz and Lindsey Graham. The works. https://t.co/olVt2EE8UQ pic.twitter.com/MCgKsXmsX0— Sopan Deb (@SopanDeb) June 1, 2020 „Þetta snýst samt um meira en Trump. Allt kerfið þarf að breytast,“ sagði Popovich en hann var ekki búinn að fá nóg af því að drulla yfir Donald Trump. „Hann sundrar ekki bara heldur er hann líka skemmdarvargur. Þú deyrð í návist hans. Hann mun éta þig lifandi til að ná fram sínum markmiðum. Mér ofbýður að við höfum leiðtoga sem getur ekki sagt að líf svartra skipti máli. Þess vegna felur hann sig í kjallara Hvíta hússins. Hann er hugleysingi. Hann býr til kringumstæður og hleypur síðan í burtu eins og smákrakki. Ég held að það sé best að láta eins og hann sé ekki þarna. Það er ekkert sem hann getur gert sem mun laga ástandið af því að hann er bara ruglaður fábjáni,“ sagði Gregg Popovich. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Gregg Popovich hefur oft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta en nú er hann búinn að fá alveg nóg af forsetanum sínum eftir viðbrögð Trump við því sem er í gangi í landinu eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir harða og ómanneskjulega meðferð hjá hvítum lögreglumanni. Gregg Popovich er einn sigursælasti og virtasti þjálfari í sögu NBA deildarinnar í körfubolta og núverandi þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta. Gregg Popovich mætti til Dave Zirin hjá The Nation og las pistillinn yfir Bandaríkjaforseta sem hann bæði kallaði hugleysingja og ruglaðan fábjána. Gregg Popovich calls Donald Trump "a deranged idiot." pic.twitter.com/d8XVQf97aK— Sporting News (@sportingnews) June 1, 2020 „Ef Trump væri með heila, jafnvel þótt að það væri 99 prósent kaldhæðni, þá myndi hann segja eitthvað til að sameina fólkið. Hann hefur bara engan áhuga á að sameina þjóðina. Ekki einu sinni núna. Það sýnir hversu ruglaður hann er. Þetta snýst allt um hann sjálfan. Þetta snýst allt um það hvað hann græðir persónulega. Þetta hefur aldrei snúist um almannaheill og þannig hefur þetta alltaf verið,“ sagði Gregg Popovich. Gregg Popovich hefur gert San Antonio Spurs fimm sinnum að NBA-meisturum og verið þrisvar sinnum kosinn besti þjálfari ársins í NBA. Undir hans stjórn hefur Spurs-liðið unnið 1245 deildarleiki og 170 leiki í úrslitakeppninni. „Það er svo augljóst hvað þarf að gerast. Við þurfum forseta til að koma fram og segja einfaldlega að líf svarta skipti máli („black lives matter“). Hann þarf bara að segja þessi þrjú ár. Hann mun ekki gera það og getur það ekki. Hann getur það ekki af því að það er mikilvægara fyrir hann að blíðka sinn litla stuðningsmannahóp sem hallast undir geðveiki hans,“ sagði Gregg Popovich. Wow. Coach Gregg Popovich *unloads* on Trump to @EdgeofSports. Calls him "deranged." Goes after Ted Cruz and Lindsey Graham. The works. https://t.co/olVt2EE8UQ pic.twitter.com/MCgKsXmsX0— Sopan Deb (@SopanDeb) June 1, 2020 „Þetta snýst samt um meira en Trump. Allt kerfið þarf að breytast,“ sagði Popovich en hann var ekki búinn að fá nóg af því að drulla yfir Donald Trump. „Hann sundrar ekki bara heldur er hann líka skemmdarvargur. Þú deyrð í návist hans. Hann mun éta þig lifandi til að ná fram sínum markmiðum. Mér ofbýður að við höfum leiðtoga sem getur ekki sagt að líf svartra skipti máli. Þess vegna felur hann sig í kjallara Hvíta hússins. Hann er hugleysingi. Hann býr til kringumstæður og hleypur síðan í burtu eins og smákrakki. Ég held að það sé best að láta eins og hann sé ekki þarna. Það er ekkert sem hann getur gert sem mun laga ástandið af því að hann er bara ruglaður fábjáni,“ sagði Gregg Popovich.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira