Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2020 21:45 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, við flugvallargirðinguna í Skerjafirði. Nýja hverfið á að rísa á svæðinu fyrir innan girðingu. Stöð 2/Einar Árnason. Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það kostaði átök þegar borgin knúði fram lokun minnstu brautar vallarins til að byggja Hlíðarendahverfið. Núna er áformað að taka enn stærri sneið af vellinum en borgin kynnir á morgun áform um nýja byggð í Skerjafirði og stefnir á jarðvegsframkvæmdir fyrir lok þessa árs. Séð yfir flugvallarsvæðið. Nýja Hlíðarendahverfið til hægri. Nýja Skerjafjarðarhverfinu er ætlað að rísa við hinn enda flugbrautarinnar, sem lokað var að kröfu Reykjavíkurborgar. Stöð 2/Einar Árnason. „Mér líst afleitlega á þetta. Það á ekki að hreyfa við þessu svæði. Reykjavíkurborg á nóg landsvæði innan borgarmarkanna til að byggja upp. Þetta er aðför að flugvellinum fyrst og fremst. En tilgangurinn helgar meðalið, virðist vera,“ segir Vigdís. Friðrik Pálsson, formaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, sem söfnuðu yfir sjötíu þúsund undirskriftum til stuðnings óskertum flugvelli, segir borgina sýna fluginu lítinn skilning. Friðrik Pálsson, annar forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Einar Árnason. „Reykjavíkurflugvöllur er ekki að fara. Það stendur til samkvæmt reglugerð að hann fari núna, held ég, eftir rúmt ár. En hann er ekkert að fara. Og þá megum við heldur ekki þrengja að honum þannig að það verði margfalt dýrara fyrir þjóðina, fyrir skattborgara, að koma þessum samgöngutækjum fyrir einhversstaðar annars staðar. Það er bara ekkert í gangi. Og það er bara ekkert í boði,“ segir Friðrik. Vigdís telur þetta nýja Skerjafjarðarhverfi brot á samningi ríkis og borgar um flugvöllinn í Vatnsmýri. Svona á nýja Skerjafjarðarhverfið að líta út, samkvæmt deiliskipulagstillögu.Mynd/Reykjavíkurborg. „Það er ekki verið að fara að byggja nýjan flugvöll. Þannig að þetta er hrein aðför, bæði að Reykvíkingum og landsbyggðinni,“ segir Vigdís. Friðrik bendir á að framundan sá bylting í flugsamgöngum með tilkomu rafmagnsflugvéla. „Það skellur yfir áður en við vitum af. Sá ferðamáti verður umhverfisvænsti ferðamáti sem hægt er að hugsa sér. Þessar vélar eru hljóðlátar, nánast hljóðlausar. Þær eru gríðarlega hagkvæmar, tugum prósenta hagkvæmari heldur en aðrar vélar. Og ég verð að viðurkenna það að mér finnst að Reykjavíkurborg beri skyldu til þess gagnvart borgarbúum og gagnvart þjóðinni allri að kynna sér hvað er að gerast í þessum málum áður en þeir fara að þrengja meira að flugvellinum í Reykjavík,“ segir Friðrik. „Afhverju er ekki hlustað á fagfólk í fluginu í stað þess að vera að hlusta á einhverjar nokkrar hræður niður í Ráðhúsi? Það er óskiljanlegt. Þetta er skemmdarverk af stærstu gráðu,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig: Svona sér Ómar sátt um flugvöll Fréttir af flugi Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra segir engar alvöru viðræður í gangi um flugvöll í Hvassahrauni 13. maí 2020 12:03 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans ekki borgarinnar að útvega túlk Veðurstofa geti sagt fyrir um eldgos með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það kostaði átök þegar borgin knúði fram lokun minnstu brautar vallarins til að byggja Hlíðarendahverfið. Núna er áformað að taka enn stærri sneið af vellinum en borgin kynnir á morgun áform um nýja byggð í Skerjafirði og stefnir á jarðvegsframkvæmdir fyrir lok þessa árs. Séð yfir flugvallarsvæðið. Nýja Hlíðarendahverfið til hægri. Nýja Skerjafjarðarhverfinu er ætlað að rísa við hinn enda flugbrautarinnar, sem lokað var að kröfu Reykjavíkurborgar. Stöð 2/Einar Árnason. „Mér líst afleitlega á þetta. Það á ekki að hreyfa við þessu svæði. Reykjavíkurborg á nóg landsvæði innan borgarmarkanna til að byggja upp. Þetta er aðför að flugvellinum fyrst og fremst. En tilgangurinn helgar meðalið, virðist vera,“ segir Vigdís. Friðrik Pálsson, formaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, sem söfnuðu yfir sjötíu þúsund undirskriftum til stuðnings óskertum flugvelli, segir borgina sýna fluginu lítinn skilning. Friðrik Pálsson, annar forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Einar Árnason. „Reykjavíkurflugvöllur er ekki að fara. Það stendur til samkvæmt reglugerð að hann fari núna, held ég, eftir rúmt ár. En hann er ekkert að fara. Og þá megum við heldur ekki þrengja að honum þannig að það verði margfalt dýrara fyrir þjóðina, fyrir skattborgara, að koma þessum samgöngutækjum fyrir einhversstaðar annars staðar. Það er bara ekkert í gangi. Og það er bara ekkert í boði,“ segir Friðrik. Vigdís telur þetta nýja Skerjafjarðarhverfi brot á samningi ríkis og borgar um flugvöllinn í Vatnsmýri. Svona á nýja Skerjafjarðarhverfið að líta út, samkvæmt deiliskipulagstillögu.Mynd/Reykjavíkurborg. „Það er ekki verið að fara að byggja nýjan flugvöll. Þannig að þetta er hrein aðför, bæði að Reykvíkingum og landsbyggðinni,“ segir Vigdís. Friðrik bendir á að framundan sá bylting í flugsamgöngum með tilkomu rafmagnsflugvéla. „Það skellur yfir áður en við vitum af. Sá ferðamáti verður umhverfisvænsti ferðamáti sem hægt er að hugsa sér. Þessar vélar eru hljóðlátar, nánast hljóðlausar. Þær eru gríðarlega hagkvæmar, tugum prósenta hagkvæmari heldur en aðrar vélar. Og ég verð að viðurkenna það að mér finnst að Reykjavíkurborg beri skyldu til þess gagnvart borgarbúum og gagnvart þjóðinni allri að kynna sér hvað er að gerast í þessum málum áður en þeir fara að þrengja meira að flugvellinum í Reykjavík,“ segir Friðrik. „Afhverju er ekki hlustað á fagfólk í fluginu í stað þess að vera að hlusta á einhverjar nokkrar hræður niður í Ráðhúsi? Það er óskiljanlegt. Þetta er skemmdarverk af stærstu gráðu,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig: Svona sér Ómar sátt um flugvöll
Fréttir af flugi Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra segir engar alvöru viðræður í gangi um flugvöll í Hvassahrauni 13. maí 2020 12:03 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans ekki borgarinnar að útvega túlk Veðurstofa geti sagt fyrir um eldgos með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24