10 dagar í Pepsi Max: Guðjón Pétur og Arnór eru aukaspyrnukóngarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 12:00 Guðjón Pétur Lýðsson er til hægri en til vinstri er úrklippa úr Frjálsi verslun í júlí 1998 þar sem er rétt um fjárfestingu Valsmanna að semja við Arnór Guðjohnsen. Skjámynd af timarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tveir leikmenn hafa náð því að skora fjögur aukaspyrnumörk á einu og sama tímabilinu í efstu deild í nútímafótbolta (frá 1977). Það eru Valsmaðurinn Arnór Guðjohnsen 1998 og Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson sumarið 2014. Heimkoma Arnórs Guðjohnsen sumarið 1998 er ein af þeim eftirminnilegri í sögu efstu deild. Arnór kom þá heim eftir tuttugu ár í atvinnumennsku og var öðrum fremur maðurinn sem bjargaði Valsmönnum frá falli. Arnór kom á Hlíðarenda um mitt sumar. Hann ákvað þann 3. júní að skipta yfir í Val og gat leikið með Valsmönnum frá og með 1. júlí. Fyrsti leikur hans á tímabilinu var síðan í Grindavík 5. júlí en sá leikur var í áttundu umferð. Arnór skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrsta leik og endurtók leikinn í næsta leik á eftir þegar aukaspyrnumark hans tryggði Val 1-0 sigur á Leiftri. Annað mark Arnórs ío 3-0 sigri á Þrótti á Laugardalsvellinum í 11. umferð kom beint úr aukaspyrnu en hitt með stórskotlegu skoti utan af vinstri kanti. Fjórða og síðasta aukaspyrnumark Arnórs á tímabilinu kom síðan í 4-2 sigri á Skagamönnum. Það var sjötti deildarleikur Arnórs eftir heimkomuna og hann skoraði í þeim sex mörk þar af fjögur beint úr aukaspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson tókst að jafna afrek Arnórs Guðjohnsen sextán árum síðan. Guðjón Pétur skoraði sitt fjórða aukaspyrnumark í jafnteflinu á móti Stjörnunni í 17. umferð en hann var þá að skora slíkt mark í öðrum leiknum í röð og jafnframt sitt þriðja mark beint úr aukaspyrnu í síðustu fjórum deildarleikjum Blika. Guðjón Pétur hafði þá skorað beint úr aukaspyrnu í 3-0 sigri á Fram, í 4-4 jafntefli á móti Keflavík og í jafntefli á móti Fylki í sjöundu umferð. Líkt og hjá Arnóri þá fór Guðjón Pétur í mikið stuð og skoraði þessi fjögur aukaspyrnumörk í þrettán leikjum um mitt mót. Arnór náði ekki að bæta við aukaspyrnumarki í fimm síðustu leikjum sínum sumarið 1998 og Guðjón Pétur skoraði heldur ekki aukaspyrnumark í síðustu fimm leikjum sínum. Arnór hafði bætt fimmtán ára gamalt met en þó að nokkrir hafi náð að skora þrjú aukaspyrnumörk hafði enginn náð að jafna afreki Arnórs fyrr en Guðjón Pétur fór í stuð. „Það er frábært að vera kominn á sama stað og þessi gæi en ég ætla að bæta þetta met,“ segir Guðjón í viðtali við Fréttablaðið 2014. Það tókst reyndar ekki sem þýðir að Guðjón Pétur Lýðsson og Arnór Guðjohnsen eiga enn metið saman yfir flest mörk beint úr aukaspyrnu á einu tímabili. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tveir leikmenn hafa náð því að skora fjögur aukaspyrnumörk á einu og sama tímabilinu í efstu deild í nútímafótbolta (frá 1977). Það eru Valsmaðurinn Arnór Guðjohnsen 1998 og Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson sumarið 2014. Heimkoma Arnórs Guðjohnsen sumarið 1998 er ein af þeim eftirminnilegri í sögu efstu deild. Arnór kom þá heim eftir tuttugu ár í atvinnumennsku og var öðrum fremur maðurinn sem bjargaði Valsmönnum frá falli. Arnór kom á Hlíðarenda um mitt sumar. Hann ákvað þann 3. júní að skipta yfir í Val og gat leikið með Valsmönnum frá og með 1. júlí. Fyrsti leikur hans á tímabilinu var síðan í Grindavík 5. júlí en sá leikur var í áttundu umferð. Arnór skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrsta leik og endurtók leikinn í næsta leik á eftir þegar aukaspyrnumark hans tryggði Val 1-0 sigur á Leiftri. Annað mark Arnórs ío 3-0 sigri á Þrótti á Laugardalsvellinum í 11. umferð kom beint úr aukaspyrnu en hitt með stórskotlegu skoti utan af vinstri kanti. Fjórða og síðasta aukaspyrnumark Arnórs á tímabilinu kom síðan í 4-2 sigri á Skagamönnum. Það var sjötti deildarleikur Arnórs eftir heimkomuna og hann skoraði í þeim sex mörk þar af fjögur beint úr aukaspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson tókst að jafna afrek Arnórs Guðjohnsen sextán árum síðan. Guðjón Pétur skoraði sitt fjórða aukaspyrnumark í jafnteflinu á móti Stjörnunni í 17. umferð en hann var þá að skora slíkt mark í öðrum leiknum í röð og jafnframt sitt þriðja mark beint úr aukaspyrnu í síðustu fjórum deildarleikjum Blika. Guðjón Pétur hafði þá skorað beint úr aukaspyrnu í 3-0 sigri á Fram, í 4-4 jafntefli á móti Keflavík og í jafntefli á móti Fylki í sjöundu umferð. Líkt og hjá Arnóri þá fór Guðjón Pétur í mikið stuð og skoraði þessi fjögur aukaspyrnumörk í þrettán leikjum um mitt mót. Arnór náði ekki að bæta við aukaspyrnumarki í fimm síðustu leikjum sínum sumarið 1998 og Guðjón Pétur skoraði heldur ekki aukaspyrnumark í síðustu fimm leikjum sínum. Arnór hafði bætt fimmtán ára gamalt met en þó að nokkrir hafi náð að skora þrjú aukaspyrnumörk hafði enginn náð að jafna afreki Arnórs fyrr en Guðjón Pétur fór í stuð. „Það er frábært að vera kominn á sama stað og þessi gæi en ég ætla að bæta þetta met,“ segir Guðjón í viðtali við Fréttablaðið 2014. Það tókst reyndar ekki sem þýðir að Guðjón Pétur Lýðsson og Arnór Guðjohnsen eiga enn metið saman yfir flest mörk beint úr aukaspyrnu á einu tímabili.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira